21.3.2013 | 17:59
Jæja
Jæja já nú er skreien (þorskurinn) búin að þétta sig alverulega hérna við eyjuna kominn heilt upp í kantinn, þar var svona 20 fm breytt lóð við botninn í morgun frá 55 fm niður á 70 fm þá fór það að minnka. Keyrðum við sennilega í ca 15 til 20 mín í svona lóði. Bátarnir hreinlega þora ekki að láta vaða inn í hauginn. Fengum fréttir áðan að einhver hefði fengið yfir 10 tonn í eina trossu þarna. Við færðum trossur þarna í jaðarinn í dag en annars áttum við okkar tvær trossur dýpra og var sú sem stóð fyrir neðan 80 fm bara hálf tóm hinn sem var grynnra gaf ágæt. Og eins og ég sagði áðan eru bátarnir bara svona rétt að gæla við hauginn leggja svona þegar lóðið fer að minnka.
Gott veður var í dag og er góð veðurspá flest allar verkanir eru búnar að loka fram yfir páska þannig að meira pláss verður til að koma netunum niður, fyrir svona íslenskann græninga.

Svona var veður snemma í morgun á útleiðinni. Varla hægt að hugsa sér það betra.

Haugei á leiðinni út í morgun búinn að setja upp messann, þetta er bátur frá sama stað og okkar bátur kemur frá.

Storegg í dag en þetta er gamli Brattskjer kanski ekki svo gamall flottur bátur.

Og svona ein mynd fyrir strandveiðimennina heima skakbátur (juksasjark). Svona gera þeir þetta hérna langar stangir út beggja megin og svo dóla þeir upp í eru flest allir með skiptiskrúfu og svo ef það er kaldi er bara dólað upp í vindinn ekki svo vitlausir nojarinn.

Beðið eftir löndun hjá Jangaard. En þar er nú unnið 7. daga vikunnar frá 0700 til ca 0200 á nóttunni. Og reikna þeir með að svona verði þetta langt fram yfir páska. Allt í saltfisk. En eins og ég sagði fyrr er aðrar verkanir hérna búnar að loka eða við það að loka fram yfir páska.

Hapvag að leggja í dag.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 136001
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.