Langt milli skrifa.


Jį langt hefur veriš į milli bloggfęrsla aš undanförnu. En eftir aš hafa veriš 23 daga ķ Röst og haldiš pįskahįtķšina žar, settum viš stefnuna Austur ķ Lofoten aš svo köllušu Henningsvęrboksen (Henningsvęrhólf ) Og lögšum žar upp viš hólfiš. 
 
Žetta Hólf er aš öllu jöfnu lokaš til aš friša Kysttorsk ( fjaršaržorsk) En į vertķšnni er žaš opnaš fyrir bįta undir 15m sem stunda neta, lķnu eša skakveišar. Norska Hafró tekur prufur hvernig žorskur er inn ķ hólfinu og žegar skreien (göngužorskurinn) er kominn ķ algjörann meirihluta er hólfiš opnaš.
 
Erum viš bśnir aš draga tvisvar žarna viš boksiš og hefur fiskerķ veriš įgęt 6 tonn og 3,5 tonn af aš sjįlfsögšu hausušum og slęgšum žorski höfum viš róiš meš tvęr trossur ašra 15 neta og hinn 22 net
Žaš var ekki einfalt aš fį löndun hérna innfrį en aš lokum fengum viš löndun hjį Sagafisk A/S ķ Svolvęr. og held ég aš viš séum stęrsti bįturinn sem landar žar ašrir eru trillur.
 
Rost til Lofoten 1 017
 
 Žessi mynd er śr nęst sķšasta róšrinum ķ Röst en žį fengum viš įgętann afla sérstaklega ķ eina trossu, en fiskerķš žar er byrjaš aš gefa sig kemur kannski gott net svo koma tvo žrjś tóm.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Rost til Lofoten 1 019
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Jį viš liggjum ķ Svolvęr höfušstaš Lofoten og žar komst undirritašur ķ fatabśš til aš kaupa sér föt žar sem allt er oršiš skķtugt jafnvel bśiš aš nota fötin tvisvar bara fariš ķ žaš sem minna skķtugt  en nś eru komnir 26 dagar sķšan sķšast var hęgt aš setja ķ žvottavél. Svo žetta var kjęrkomin bśšarferš.
 
Rost til Lofoten 1 025
 
Sagafisk ķ Svolvęr.
 
 
Nś eru fiskfręšingarnir bśnir aš gefa śt svokallaš skreikort ž.e.a.s kort yfir śtbreišslu žorskins į žessari vertķš og gefur kortiš til kynna aš meira er af žorski į slóšinni heldur en ķ fyrra og žroskurinn er vķša mikiš žéttari heldur en ķ fyrra, svo kannski veršur aukiš meira viš kvótann og veriš fari kannski nišur ķ 5 krónur norskar en ķ dag fengum viš 10,61 og akkśrat fyrir įri sķšan fengum viš 18,5 krónur
svo žetta er ekkert smįveršfall.
 
 
 
 
 
 
Rost til Lofoten 1 028
 
Žaš eru ekki allir bįtarnir stórir sem róa į vertķš ķ Lofoten.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Rost til Lofoten 1 020
 
Teineskjęr aš draga netin rétt fyrir utan boksen ķ dag žegar viš renndum framhjį honum. 

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Aprķl 2025
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nżjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frį upphafi: 136001

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband