Kominn á klakann.

Kominn á klakann eftir vertíð í Noregi, hérna áður fyrr fóru menn frá Bíldudal á vertíð suður til Sandgerðis,Grindavíkur eða Keflavíkur svona breytast tímarnir það er engin vertíð á Íslandinu lengur, hún er en við lýði í Noregi svo má segja að ég hafi upplifað þessa vertíðarstemmingu sem fylgir alvöru vertíðum í fyrsta sinn í fyrra og svo í ár alveg 100% þar sem ég var að róa á litlum bát  og upplifði þetta allt frá a til ö. Ég hitti kalla sem voru byrjaðir að fara vertíð áður en ég fæddist, einn var mér mjög minnisstæður en hann var á sinni 45 vertíð í Henningsvær og sagði hann mér að bærinn hefði nánst ekkert breytst þennan tíma væri alltaf jafn gaman að koma á vertíð í Henningsvær, já það er einhver sjarmi yfir þessum stöðum að lappa upp á fiskeriheim (hvíldarstofu fyrir sjómenn). kaupa sér riskrem og spjalla við kallana. Kannski óarðbært á excelskjalinu en alveg sannanlega arðbært fyrir þessa kalla. þeir hafa tekjur eru ánægðir með lífið og spá svo sem ekkert í það hvort einhverjir íslendingar séu að skrifa það í blöðin hvað norsku sjávarútvegur sé illa rekin og lítið fæst fyrir fiskinn saman borið við Ísland hvað norskur sjávarútvegur sé " óarðbær ".  Hann Per frá Sör Arnoy sem ég kynntist þarna og er búinn að fara Vertíð í Lofoten í 45 ár á sinn bát skuldlausann tekur 80 % af árstekjunum þarna, þannig var það ekki alltaf hjá honum hann sagði mér að í kringum 1990 hafi verið alveg mjög slæmt hefði bara ekki fiskast og litlar hefðu verið tekjunar. 

Þó alvöru vetrarvertíð séu ekki lengur við líði hérna er svo sannanlega strandveiðivertíð við lýði og lét ég plata mig til að taka þátt í því og var það nú ekki ferðir til fjárs því kallinn fékk ekki upp á hund.

P5070007

 

Ekki voru komnir margir eftir fyrstu klukkustundinar og þá hugsaði undirritaður " nei hvern andskotann er ég búinn að hafa mig úti í ". Svo hugsaði bara á jákvæðum nótum eins og Páll frændi minn í Ási hefði gert " jæja maður er allavega kominn með í soðið.

 

 

 

 

 

 

 

P5070018

 

 Aðeins betra útlitið daginn eftir en samt held ég að ég ætti bara koma mér aftur til Norge, annars held ég ef svona gengur áfram verð fara koma mjög seint  í land eða fá mér góða lambhúshettu.

 

 

 

 

 

 

 

 

P5070014

 

Kári BA. Skipstjóri og eigandi Hlynur Björnsson, þessi nær alltaf skammtinum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P5070009

 

Mardöll BA eigandi Björn Magnússon, áhöfn Jón Hákon og Björn, eitthvað er Nonni ( Jón Hákon) kuldalegur á þessari mynd ekki alveg sumarlegur

 

 

 

 

 

 

 

 

P5070010

 

Anna BA, Jón Halldórsson eða Jón Póstur eigandi og í áhöfn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P5070017

 

Einn sá allara elsti strandveiðimaður á Bíldudal. Sigurður Brynjólfsson skipstjóri og útgerðarmaður á Sölva BA.

 

 

 

 

 

 

 

 

P5080020

 

Dufan BA. skipstjóri og eigandi Guðlaugur Þórðarsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já nógur tími var til að taka myndir því ekki mikið fór fyrir fiskerínu.

P5070012

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 136001

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband