17.6.2013 | 21:13
Komnir á leiðarenda. Berlevaag
kl 0400 í nótt komum við til Berlevag eftir rúmlega 62 klst siglingu frá Bodö via Tromsö til að taka olíu.
Í morgun byrjuðu svo bátarnir að koma inn hver af öðrum alveg mok á snurvoðinni en slakara á línuna. Mikil loðna er upp á grunninu. Og þorskurinn líkar þessi loðnuveisla vel. Þessi dagur fór eiginlega fyrir lítið fengum ekki lykla af beitingarskúr eða af íbúðinni fyrr en seinnipartinn, svo kom í ljós að við verðum sjálfir að panta beitu og króka og auðvita fengum við að vita það of seint.
En við náðum þó að láta tímann líða því það kom einn snurvoðabáturinn inn með rifna snurvoð og enginn kunna að bæta um borð svo við félagarnir tókum í nál og hjálpaðum þeim að bæta nótina og við íslendingarnir vorum sko ekki lengi af því. En mjög algengt er að það séu ekki margir sem kunna að bæta á snurvoðarflotnum. Fengum við borgað 500 kr norskar á mann en við íslendingarnir voru nú ekkert á því að taka borgun fyrir en þá var peningunum bara troðið á okkur.
Svo nú erum við búnir að koma okkur fyrir og á morgun koma beitngarmennirnir og vonandi beitan.
Á leiðinni Norður heilsuðum við upp á Björn Björnsson ( Písa) en hann er á trillu sem er gerð út frá Kjöllefjord hérna rétt fyrir vestan okkur. Hann Bjössi er búinn að þvælast hérna í Noregi lengi og reynt margt en hann kann best við sig á trilluhorni og vera sinn eigin herra samt er hann sko ekki sjálfstæðismaður segist vera með ofnæmi fyrir flokknum og það sé stærsta ástæðan að hann flutti frá Íslandinu góða.

Sko hér sýnir kallinn okkur flottann þorsk sem hann fékk á skakinu.


Kallinn flottur.
Frá Bjössa héldum við áfram Austur.
Á leiðinni mættum við þó nokkrum skipum og þegar við sigldum framhjá Honningsvaag voru þrjú farþegaskip í höfn þ.á.m. Queen Elisabeth II.

Held hún sé 395 m.

Farþegaskipin í Honningsvag.
Við fórum ekki fyrir Nordkapp en við fórum í gegnum Havoysund.

Að koma að Havoysund.

Havoysundið


Þetta kannast maður nú síðan maður var púki gamlir bátar upp á kampi sem hægt var að leika sér í. Held það sé langt síðan þessir hafa verið í drift.

Kirkjan í Havoysund.

Komnir í gegnum Havoysund.
Og nú erum við í Berlevag.

Berlevaag.


Þessi bryggja var ekki byggð í gær. En ennþá notuð eitthvað. Samt ekki undir fiskflutinga varla hélt mér þegar ég gekk út á hana en við lágum við þennan kaja í nokkra tíma í dag.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 136001
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.