24.8.2013 | 15:46
Bræla
Já auðvita er bræla þegar maður er að hætta og koma sér heim, en vonandi komust við á sjó snemma í fyrramálið. Við eigum eftir að fara eiga við ekki segja 1,5 ferð. 30 bala með botnlínu og svo 10 bala með flotlínu ef allt gengur upp ættum við að vera búnir á mánudagskvöld og jafnvel komast á stað til Örnes þriðjudagskvöld eða miðvikudagsmorgun. En ekkert er öruggt í þessum heimi svo við sjáum til.
Fiskerí hefur verið gott tildæmis á miðvikudag fengum við 6,3 tonn á 20 bala og fórum svo strax aftur með 10 bala og fengum á þá 2,3 tonn en síðan kom brælan.
Svo að allt öðru það eru tveir bræður hérna frá Sund í Lofoten að róa á trillunum sínum það Kjell sem er 65 ára og svo Sven sem er 68 ára þeir eru að róa á flotlínu og botnlínu og það er alls ekki að sjá að þeir séu að fara hætta.

Þeir bræður róa á bátnum Minibanken (Sven) og Ny-Kvikk (Kjell). á fimmtudaginn lenti Kjell i smá vandræðum og þá var stóri bróðir strax kominn til hjálpar.

Hér Sven.

Og hér Kjell.
Þeir bræður áttu áður stærri báta sinn hvorn svona 30 tonna bát en fyrir þremur árum seldu þeir bátana og róa nú á þessum trillum. Þeir hafa eingöngu róið með línu og alltaf komið hingað upp eftir á sumrin og svo aftur á haustin og svo er róið í Lofoten á vertíðinni.

Minibanken og Ny-Kvikk
Hér í Finnmörku má segja að séu nóg tækifæri fyrir unga menn sem hafa áhuga og vilja byrja í útgerð kannski öfugt miðað við heima þá vantar fólk hérna sem vil byrja í útgerð. Kvótar eru ekki á þessu brjálaðisverði eins og heima og fjármögnun mikið auðveldari vextir miklu lægri, en þar með er ekki sagt að þetta sé auðvelt þ.e.a.s peningarnir koma bara siglandi til þín. Að sjálfsögðu verður þú að róa og fiska og fiska og hér má segja að fyrir smábáta er nánast frítt fiskerí allt árið og ekkert held sem kemur til með breyta því, svo þú sleppur við allt kvótabrask. Það grátlega er að þrátt fyrir þessa möguleika vantar fólk sem hefur áhugann.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.