Beðið eftir Dröfn (Dröfn kom og fór.


Já, sumir bíða eftir jólunum aðrir eftir sumrinu en rækjusjómenn í Arnarfirði bíða eftir Dröfninni þ.e.a.s rækjurannsóknarskipinu Dröfn RE-35.
PA120021
 
 
 
Því á hverju hausti kemur Dröfn RE-35 í fjörðinn hlaðin af sérfræðingum bæði að sunnan (S.A.S) einnig  fylgja með sérfræðingar frá Ísafirði. 
Eftir að Dröfn kemur byrjar svokölluð sálarkreppa hjá rækjusjómönnum sumir fyllast bjartsýni aðrir svartsýni þetta ástand varir í fjóra daga eða á meðan rannsókn stendur yfir, heyrir maður t.d, þetta er búið, aldrei rækja meir og svo á jákvæðnum nótum þetta lítur vel út, þetta verður gott finn það á mér. Og á tölvuöld er reyndar hægt að fylgjast með hverri hreyfingu skipsins í gegnum A.i.s. á síðunni Marine traffic fylgjast menn þá nánst með hverri hreyfingu skipsins telja hölin heyrist þá stundum þeir voru ansi lengi að taka trollið við Urðarhlíðina ætla það hafi verið bomsa ( orð yfir stór höl á innanfjarðarrækju) svo kemur svartsýnin þetta hefur örugglega verið grjót. Svo herða menn sig upp og hringja í Gunna skipstjórann til að spæja um árangurinn.
PA100017
 
 
Og hér sjáum einmitt tvo góða ræða málin eftir annan dag nr 2Hlyn rækjusjómann og Gunna skipstjóra á rannsóknarskipinu Dröfn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En hvað um það dómsdagur kom í dag þ.e.a.s. loka dagur rannsóknar og í þetta sinn var árangur undir væntingum síðuritara og því miður fannst ekki nógu mikið af rækju og var hún á takmörkuðu svæði sem reyndar hefur verið í mörg ár. Þessi rannsókn gaf mun minni veiði heldur en rannsóknin í fyrra.
 
Þá hefst sálarkreppa nr 2 hjá Arnfirzkum rækjusjómönnum það er að bíða eftir niðurstöðum rannsóknar tekur það yfirleitt nokkra daga frá því að rannsókn líkur en það er öðruvísi bið hjá rækjusjómönnum því við fáum svona nokkurnveginn að vita þetta mikilvægasta strax hvort rækja verður leyfð eður ei og hvort kvóti verður mikill eða lítill og í þessu tilviki verður kvótinn því miður lítill og þá er bara bíða hversu lítill hann verður það er sálarkreppa nr2.
PA090011
 
 Andri og ýmir tilbúnir í slaginn þó lítill verði.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En þó svo að rannsóknin hafi ekki farið vel þá er nú alltaf fallegt í Arnarfirði.
PA090006
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband