2.2.2014 | 21:07
Fyrsta færsla í Febrúar
Ég er búinn að sjá það í gegnum minn tíma hérna í Norge að norðmenn ganga ekki með klukku heldur eru þeir með dagatal á hendinni, útgerðarmaðurinn minn er reyndar með mánaðartal á hendinni þ.e.a.s einn mánuður hjá honum er eins og klukkutími hjá okkur hinum.

Flotinn ósigrandi er ennþá í höfn og hefur bæst einn bátur í flotann en það er Polarfangst sem er kominn úr slipp eftir að hafa verið þar í nokkra mánuði, svo nú eru 5 bátar á vegum útgerðarinnar bundir við bryggju hérna í Örnes reyndar eru þeir sex ef við teljum Turbo með hann fer nú samt ekkert á veiðar í bráð þar sem það vantar í hann aðalvélina svo við teljum hann ekkert með.

Í gær fórum við með Stromoygutt af því að Polarfangst var væntanlegur svo við færðum Stromoygutt utan á Oyfisk er það eina sjóferðin sem undirritaður hefur farið í síðan hann kom hér.

Hérna erum við lagðir af stað með Stromougutt og hér sjáum við Holmvag og Polarhav liggja og bíða eftir fyrirmælum frá bossinum.

Og hér erum við komnir að Öyfisk og þar er nú kominn bátur utan á ekki þó í eigu kallsins heldur í eigu Finn Arne.
Þann bát fékk hann gefins og ætlar að breyta honum í lystbat.

Hérna sjáum við bátinn hans Finn m/S Borghild smíður 1934 lengdur í kringum 1960 og svo kemur rúsínan í pylsuendanum alveg eins vél og í Andra BA. Volvo Penta.
Í dag var klárað steina niður í Holmvaag svo nú er hann klár til sigla var steinað niður eitthvað rétt um 80 net.

Hér sjáum við svo Holmvag sigla út í nóttina eða kvöldið að fara smá prufusiglingu.


Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.