Polarfangst bundinn enn við bryggju.


 
Jú jú við fórum í fyrradag og tókum prufukast voru þrír í áhöfn 'Eg, Joe og Finn Arne. þetta gekk nú allt  eins og í sögu þangað til farið var að hífa þá bara virkaði ekki vírastýrið á bakborðssafntromlunni ekki hnífurinn sem stýrir vírastýrinu reif sig fastann þannig að við gátum ekki fengið hann til að virka og það sem verra var við náðum honum ekki heldur út. Svo eina sem við gátum gert var að sleppa bakborðstóginu og hífa okkur til baka og ná í nótina og skilja bakborðstógið eftir.
 
15.feb polarfangst 001
 
Þarna erum við að fara að hífa. Það
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
15.feb polarfangst 003
 
 
Finn Arne að hringja heim og segja konunni að hann verði seinn í mat, ég þurfti nú ekki að hafa áhyggjur af því .
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
15.feb polarfangst 004
 
 
Það gekk nú vel að ná í nótina og hún er kominn aftur á við þurfum reyndar að umkasta henni áður farið verður ( eða á ég að segja ef farið verður)
 
 
 
Í gær löguðum við vírastýrið svo það er farið að virka svo það var nú frekar létt yfir áhöfninni í gær en þá kom upp annað vandamál tjakkurinn fyrir skiptinguna á skrúfuskurðinum fór að mígleka svo Joe hafði ekki við að mæta glussa á hann svo hann var tekinn frá og auðvita var hann skemmdur og það sem verra er það helgi svo sennilega fáum við enginn svör fyrr en á mánudag með þetta og ef ég þekki þetta rétt verður varahluturinn kominn hérna á miðvikudag ef hann er til því þetta er eldgamall gír að gerðinn JW Berg svo kannski verður að smíða nýjan öxull.
 
Við höfum þó eitt sem pirrar okkur ekki en það er veðrið það hefur ekki svikið okkur ennþá. 
 
15.feb polarfangst 006
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo ég segi þetta gott núna frá Polarfangst Síbilaða. Sagan endalausa. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband