18.2.2014 | 21:39
Pikkfastir við bryggjuna ennþá.
En vonandi fer að verða breyting á því, vegna þess að varahlutirinn á að vera tilbúinn á morgun og þá getum við kannski farið fyrir helgi. Haldið norður að reyna að veiða einhver kvikindi. Á morgun er einnig mánuður síðan ég koma til Noregs svo það er nú löngu kominn tími til að koma sér á stað.
Annars er alveg landburður á fiski núna allir að gera það gott og er víða búið að setja takmörk á flotann t.d þar sem við erum að fara að landa er búið að takmarka dagsskammtinn við 40 tonn á bát. Og í Loften eru margir búnir setja 800 kg til 1000 kg á mann. þ.e.a.s ef þrir kallar eru um borð meiga þeir koma með 3000 kg af slægðum og hausuðum fiski. Það hefur farið saman núna frábært fiskerí og algjör rjómablíða frá áramótum. Var að lesa það í Kyst og fjord að aflaverðmætið sem fer í gegnum norsk rafisklaget(nánast allur fiskur fer í gegnum þá) er komið vel yfir milljarð norskar króna frá áramótum sem er þónokkuð meira heldur en var á síðasta ári og vertíðin rétt að byrja, síðasta vika var sú besta eða aflaverðmæti upp á tæpar 260 miljónir og meirihlutinn af þessu er ferskt hráefni þ.e.a.s fiskur sem fer í landvinnslu. Þrír bátar undir 11 metrum er nú þegar komnir yfir 100 tonn í frjálsu veiðunum, svo liggur sjarkinn minn í Grindavík það er alveg ljóst að fiskast ekkert á hann þar. Nú er komið á stefnuskrána að koma honum út í mars svo hægt verða að byrja fiska eitthvað. Bara verst að maður hafi þá bara engann tíma til að fara heim á Dalbrautina.

Lítið hefur verið myndað síðustu daga fór reyndar í göngutúr á sunnudagsmorgun og tók þá nokkrar myndir af Yara Jenta snekkjunni sem þeir í Yara eiga.

Hún er flott stelpan. Væri gaman að vera bóndi og kaupa mikinn áburð frá Yara þá fengi maður kannski að fara í siglingu með þessum
Hér sjáum við svo Polarhavn úps Polarfangst.

Síðan fór ég og kíkti á eina af bækistöðvum Pola útgerðarinnar.

Farið aðeins að láta á sjá orðið frekar hrörlegt

Held að það myndi ekki borga sig að setja eitthvað þungt á þessa bryggju.

Og undirstöðvarnar undir húsinu eru orðið kannski fullvarasamar fyrir mikla umferð allavega.
Síðan auðvita kom Hrutigrutan og ferjan Örnes eins og alla aðra daga.


Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er báturinn sem þú átt í Grindavík rauður og heitir Már.
Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.2.2014 kl. 21:13
Já ég er að kaupa Már GK
Jón Páll Jakobsson, 21.2.2014 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.