Polarfangst alltaf nóg að gera.


Á föstudaginn er orðið ljóst að við yrðum að vera hérna yfir helgina af því að varahlutirnir komu ekki. Þá datt skotanum í hug að það væri kannski snjallt að að athuga með aðalvélina útaf hverju olíuþrýstingurinn væri alltaf svona lágur eða rétt um rúmlega bar þegar vélin væri í gægagangi og skotinn hringdi í Nohab Polar í Glasgow og hann sagði honum að svona lágur þrýsitngur væri bara alveg á mörkunum. Í Polarfangst er 1800 ha Nohab Polar V 8 vélin.
Warsila polarfangst 011
 
 
Svo við byrjuðum á því að taka olíudæluna frá hún reyndist vera ok þá tókum við næst frá Yfirfallsloka sem þeir héldu að stæði kannski opin. Það reyndist ekki vera.
 
Þá var ráðist í það að rífa lokin utan af vélinni og kíkja inn og svo var varasmurolíudælan keyrð og séð hvort kæmi eitthvað höfuðlegunum ( held þær heita höfuðlegur). Og það var alveg greinilegt að á cylender 4 0g 8 pissaði olían út eins og á belju á beit eða svo sagði skotinn ég hef nú aldrei séð belju míga.
 
 
 
 
 
Þá var farið að rífa og legurnar teknar frá við cyl 4 og 8 og þá kom það bersýnilega í ljós að legan í cylender 8 var skemmd.
Warsila polarfangst 006
 
 
Hér sjáum við leguna fyrir stimpill nr 8 en hvers vegna hún er skemmd hef ég ekki hugmynd um.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Warsila polarfangst 007
 
 
 
Nærmynd af legubakkanum. Svo þetta er búið að vera ánægjuleg helgi hjá okkur hérna um borð í Polarfangst held það sé nokkuð ljóst að við förum ekki á mánudaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vinnuaðstaðan er ekki góð því það er frekar þröngt í kringum vélina.
 
Warsila polarfangst 010
 
 
Hér sjáum við inn í vélina sjáum þarna sveifarásinn við mældum hann í dag og það var ekki mjög jákvætt munaði einum nærri einum mm frá miðju að enda á þykkt og John Duncan Polar fræðingurinn er ekki ánægður með það en ég hugsa samt við munum setja þetta saman með nýjum legum og vona það besta.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þetta eru svo sem ekkert skemmtilegar myndir en þetta er það eina sem maður er búinn að gera þessa helgina
 
Warsila polarfangst 012
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 136000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband