27.2.2014 | 17:16
Hvað getur maður sagt.
Fyrir nokkuð mörgum árum átti ég nokia gsm síma og í honum var tölvuleikurinn snake. Polarfangst er svona svipaður og þessi tölvuleikur með það að þegar eitt kemst í lag bilar eitthvað. Ormurinn virðist aldrei styttast. Í gær þegar allt var að smella saman og mikil bjartsýni í gangi. Þurfti ég að skreppa frá í smá stund og þegar ég kom til baka var báturinn myrkvaður enginn straumur skotinn niður í vélarrúmi báðar ljósavélar í gangi en við fengum bara 380volt engin 220 volt. Og svo upp úr þurru fór lensidæla fyrir að dæla úr einum af tankunum á stað og gekk á tveimur fösum og brenndi öryggin og allt fór bara til andskotans. En allar bilanir eru til þess að gera við þær svo við fengum rafvirkja um borð í morgun og hann fann orsökin en að sjálfsögðu átti hann ekki varahlutinn og varð að panta hann frá Bodö.
Það er eitt jákvætt veðrið leikur við okkur svo kom Polar atlantic í gær að ná í net og ég verð að segja að það var hálf asnalegt að sjá þá koma fara upp að kaja ná í það sem þeir þurftu og svo bara fóru þeir og við á Polarfangst sátum bara eftir og bilaðir eins og venjulega.

Polar Atlantic að koma í gær.

Það er búið að vera flott vertíð hjá Age og félögum búnir með þorskkvótann rétt tæp 300 tonn tóku það á fjórum vikum og núna ætla þeir að reyna við ufsann í mánuð.


Hurtigrutan kom að sjálfsögðu í dag.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 136000
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.