Nú er það svart.


Já nú er það kolsvart fyrir okkur á Polarfangst. Því það má segja að það séu vertíðarlok áður en vertíðin byrjar. Við erum búnir að ná að kasta snurvoðinni einu sinni. Og í gær lágu við í Tufjord vegna veðurs og um kl 1020 var ákveðið að fara út þá var veður farið að skána, Joe vinur minn frá Skotlandi var við stýrið. Það var nefnilega planið að Joe myndi taka við af mér þegar ég færi í frí til Íslands og væri búinn að þjálfa hann upp fiska með snurvoð því hann er nóta skipper með litla reynslu af snurvoð og til að gera langa sögu stutta tókum við niðri í innsiglingunni í Tufjord hún er frekar leiðinleg og þröng og það var vestankvika á móti okkur. Við fórum sem sagt of sunnarlega samt vorum við ekki komnir af leið. Þetta varð allhressilegt að eftir að við komum út þá nötraði báturinn stafna á milli. Þannig að það var ljóst að eitthvað mikið hafði gerst. Það var því ekkert nema hringja á SAR bát og við sigldum rólega inn í næsta fjörð fyrir sunnan Tufjord og þar kom SAR báturinn Odin frá Havsund til að kafa og skoða. 
 Og þegar við ætluðum að láta falla akkerið þá bara húrraði það út vírinn fór í sundur og akkerið sagði bara bless ekki var þetta nú til létta lundina hjá okkur. Odin lét þá akkerið falla og við lögðumst utan á hann og þeir fóru niður.
Polarfangst 13. mars 020
 
 
 
Kafarinn að gera sig klárann í snjómuggunni í Valfjorden.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo fór kafarinn niður og varð það auðvita ljóst strax að skrúfan á bátnum var stórskemmd eitt blað nánast af og hin þrjú mikið skemmd. Leiðinlegri fréttir var ekki hægt að hugsa sér.
P1000402
 
 
 
 
Já hér er mynd af einu blaðinu ekki fallegt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo það má segja að við séu eiginlega í hálfgerðu sjokki en úr þessu er lítið hægt að gera við þessu svona óhöpp bara gerast þó þau eiga ekki að gerast.
 
Svo nú erum við komnir aftur til Hammerfest og hér verður báturinn sennilega tekinn upp samt ekki alveg orðið ljóst fer eftir tryggingunum.
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 136000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband