Frá Sortlandi til Alsvaag.


Já á fimmtudaginn var Jakob loksins hífður í sjóinn í Sortland og lágum við félagarnir í smábátahöfninni í Sortland um nóttina eða fram morgun því það var ræs kl 0330 og byrjað sigla í slippinn að láta stytta bátinn og botnskoða og fleira.
Noregur + Island april2014 036
 
Hérna er Jakob ( Már GK ) í Eimskip í Sortland.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Siglingin hjá okkur gekk ágætlega og vorum við mættir rétt fyrir 0700 á föstudaginn. Þá var meiningin að setja okkur upp í lítinn slipp en þegar kom til þá var farið að falla svo mikið út að báturinn flaut ekki í sleðann.
Noregur + Island april2014 037
 
 
Hér sjáum við slippinn sem við félagarnir erum í núna Samhold Slip A.S . þetta er frekar lítinn slippur enda ekki stór bátur þarna vinna þrír karlar og alveg nóg að gera reyndar minna hjá þeim svona yfir veturinn. En þeir eru þó að endurbyggja gamlann timburbát.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo þegar báturinn flaut ekki í litla slippinn þá vorum við settir í stærri slipp en þegar honum var slakað niður þá fór hann ekki nógu langt og breytist þá " Jakob " í dráttarbát.
Noregur + Island april2014 040
 
 
Hér erum við að draga sleðann út það var smá bras til að byrja með en þegar við bjuggum til hanafót þá gekk þetta upp og við vorum teknir á þurrt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
En nú er helgi svo við félagarnir erum bara einir hérna ekki sála hérna á ferðinni svo tíminn hefur verið notaður til að dytta að bátnum mest þrif.
Noregur + Island april2014 044
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Noregur + Island april2014 041
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Já þeir í slippnum eru að endurbyggja gamlann trébát og voru settir tveir blankar í hann í gær föstudaginn.
Noregur + Island april2014 046
 
 
Þetta eru nú nánast útdautt á Íslandinu en hér er bátasmiðurinn yngri en ég fæddur 1977 og er meistari í trébátasmíði.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 136000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband