5.5.2014 | 02:35
Lausir og byrjaðir að fiska.
Já á miðvikudaginn 30 apríl fengum við fararleyfið frá Harstad og tókum stefnum norður á bóginn. Til að reyna að hefja veiðar eftir langt hlé. vorum við komnir á miðin fyrsta mai og fyrsta löndun var Laugardagskvöldið þriðja mai og var fyrsta löndun rétt um 14 tonn má segja það hafi verið mikið bras þessu fyrstu veiðiferð festur og læti.

Að sjálfsögðu fegnum við heimsókn á föstudaginn en þá kom kystvakten til okkar að athuga hvort við værum ekki löglegir aðallega að skoða voðina hvort hún væri ekki eftir setum reglum.

Eftir löndun var svo bara drífa sig aftur á stað og var haldið á sömu mið Reien sem er um 8 klst sigling frá Tufjord þar sem við löndum. Og hér erum við að sigla í áttina að Nordkapp.
Þegar komið var á miðin kom strax í ljós að mikill fiskur væri á slóðinni og svo var líka raunin við stoppuðum í 10 tíma tvo köst ca 45 tonn í bátnum. Svo núna er heldur léttara yfir okkur heldur hefur verið síðustu vikur

Veit ekki hvort það sést en hérna er fyrra halið sem við tókum ca 16 tonn síðan var næsta

hal alvöru um 29 tonn.
Þegar þetta er skrifað er þessi að renna fram úr okkur Sulebas alveg glænýr útbúinn á snurvoð, nót og net veit ekki hvort þið sjáið að fremst bakborðsmegin er netaspil.
Hann er að landa í Tufjord og var á undan okkur á Laugardagskvöldið og þá var hann með 60 tonn eftir daginn.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.