Löndun lokið og við á leiðinni á miðin aftur.


Já við erum loksins búnir að landa og komnir á stím aftur sólarhring eftir að við komum í höfn. Verkunin var gjörsamlega karalaus og því urðum við bara bíða í rétt tæpann sólarhring við bryggju. Sulebas sem var aðeins 20 mín á undan okkur fékk löndun.
 
En kl átta í morgun byrjuðum við að pumpa fisknum í land. 
WP_20140506_002
 
 
 
Allt klárt hjá strákunum eins og sjá má á myndinni er Polarfangst dálítið brugðið með þessi 40 tonn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er ekkert annað nema ræsa vacumdælunum og byrja sjúga fiskinn úr tönkunum.
 
WP_20140506_008
 
 
Við vorum með fisk í þremur tönkum miðjutankinn fullann ca 24 tonn, stb aftari tank fullann ca 13 tonn og svo b.b fremri með restina.
 
Hérna erum við byrjaðir að pumpa á fullu.
 
 
 
 
 
 
 
 
WP_20140506_014
 
 
Fiskurinn byrjaður að streyma í körin
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
WP_20140506_007
 
 
Áhöfnin bara nokkuð sátt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
WP_20140506_011
 
 
 
 
Við kælum sjóinn í tönkunum niður í -1,9 gráðu áður en við byrjum að blóðga niður í tankana. svo ringrásum við sjónum eftir að fiskurinn er kominn í tankana þannig að hitastigið á sjónum fari ekki upp fyrir -1,4 gráðu.
 
 
 
 
 
 
 
Tufjordbruket sem er í eigu Fjordlaks er ein af stærri saltfiskverkunum í Noregi í ár hafa þeir tekið á móti 11 þúsund tonnum þorski sem allt fer í salt. Verkunin er í litlum firði sem heitir Tufjord og er á eyjunni Rolvsöy ekki er þetta stórt samfélag en á allri eyjunni búa 50 manns en í heildina með farandsverkafólkinu sem vinnur í verkuninni er um 100 manns á eyjunni og þeri hafa matvöruverslun og í matvöruverslunni er bæði pósthús og banki. Svo miðað við íslenskann standard er þetta samfélag ofþjónustað ( með alltof mikla þjónustu )
 
WP_20140506_003
 
 
Hér sjáum við hluta af lagernum en þarna töldum við 350 bretti klár til útflutings og svo var heil ósköp af saltfisk í körum, en það er að koma skip til þeirra í kvöld að taka saltfisk.
 
 
Á sumrin kaupa þeir nótaufsa og hafa verið að kaupa um 10 þúsund tonn af honum á ári svo á ársgrundvelli er unninn ca 25 til 30 þúsund tonnum.
 
 
 
 
Í gær þegar við vorum að bíða má segja það hafi verið strandveiðistemming hjá trillunum en góð veiði var hjá þeim í gær alveg upp í fimm tonn á bát.
WP_20140505_006
 
 
Þessar trillur biðu eftir löndun í blíðunni í gær.
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Páll, gaman af þessu bloggi hjá þér, þú kannski manst ekki eftir mér en við vorum saman í vélskólanum þar sem þú varst að bíða eftir að verða nógu gamalli til að komast í stýrimaninn.

Ég var að vinna í noregi í tæp 2 ár í skipasmíðastöð í Tomrefjord (stx langstein) gaman af norðmönnunum.

gangi þér allt í haginn

kveðja

Hafliði

Hafliði Friðberg Reynisson (IP-tala skráð) 12.5.2014 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 136000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband