Konungsríkið en og aftur.


Já nú er maður en og aftur kominn til Noregs, eftir stutt stopp á klakanum þá er maður kominn aftur hingað eigum við ekki að segja endurnærður og með rafhlöðuna full hlaðna fyrir næsta úthald. Við flugum til Bodo via Oslo í gær og vorum komnir til Örnes eða Glomen seint í gærkveldi og svo er á stefnuskránni að halda upp í Alsvag að ná í Jakob og hefja siglinguna upp í Batsfjord.
 
Noregur vor 2014 og fleira 083
 
Í þessari ferð er ég ekki einn heldur er sonur minn með mér og ætlar hann að sigla með mér upp í Batsfjord og hér er gistingin okkar á meðan við erum Glomen Polarhav en þar ræður Halldór Jóhannson ( Dóri Jó) ríkjum en ástæðan fyrir því að ég fór hingað fyrst var að ég þurfti að fara í bankann og undirrita skjöl og fleira.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P5190067
 
 
 
Hér sjáum við Harhaug 1 taka nótina í vor eins og kannski sést þá nota norðmenn triplexblökkina til að taka snurvoðina í þessu tilviki er nótin sjálf komin um borð en belgurinn og pokinn fyrir utan. Þarna er verið að tæma pokann en flestir stóru snurvoðabátarnir eru hættir að poka inn aflann eins þekkist heima. Þeir nota vacumdæluna og dæla fisknum um borð.
 
 
 
 
 
 
 
 
P5190064
 
 
 
Á þessari mynd sést þetta betur vacumdælan er tengd við endann á pokanum og svo er fisknum dælt um borð og í mörgum tilvikum beint í tank með kældum sjó og þaðan fer hann svo í slægingu eða blóðgun. Þessi bátur er þó mest í því að landa lifandi fiski sem sagt að halda fisknum lifandi í tönkum fram að löndun.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Því miður náði ég engri mynd af stóru þorskhali en læt hér koma mynd af mjög stóru ufsahali smáufsahali það er alveg dásamlegt að veiða smá ufsa í snurvoð hér þar ekkert að gera nema koma honum beint í tank enginn blóðgun slæging eða neitt.
P5190069
 
 
Þetta er svo sem enginn bomsa og það minnkaði skart i pokanum því möskvinn var aðeins of stór fyrir svona lítinn fisk. 'Eg held ég fari rétt með að norðmenn veiði um 20 þúsund tonn af svona smáufsa á ári aðallega nót. Væri kannski sniðugt að leyfa þessum kvikindum að vaxa þó það væri ekki nema að hann fari yfir 1 kg pr stk.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
P5090024
 
 
 
Sulubas á toginu en þetta er nýsmíði síðan í feb 2014. Hann tók yfir 100 tonn af smáufsa á  einhverjum 15 tímum þarna með okkur, hann fiskiaði einhver 300 tonn af smáufsa á 5 dögum og sem betur fer fyrir áhöfnina þurfti ekki að slægja eða blóðga. Og fyrir svona smáufsa er borgað um 4 krónur norskar og svo fær báturinn 20 % aukingu á þorskkvótann sinn þar sem eftir 20 apríl er kominn svokölluð meðaflaregla. Svo á þessum 5 dögum juku þeir þorskkvótann sinn um 60 tonn.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 136000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband