2.7.2014 | 19:32
Flotlínuvertíð formlega hafin á Jakob N-32-ME.
Já það má segja að flotlínuvertíðin sé formlega hafin á Jakob N-32-ME þó svo árangurinn hafi ekki verið svo góður en sem komið er. Á sunnudaginn fórum við feðgar í fyrstu ferð var farið með 4 bala svona til að prufa allt. Fyrst var lagður einn bali og fengust 3 ýsur á fyrsta balann síðan voru hinir þrír lagðir og fengust á þá tæp 400 kg af góðri ýsu. Daginn eftir var haldið á ný með 8. bala og fengust 500 kg af ýsu og svo í gær var farið með 8. bala og fengust á þá 1100 kg svo ef gangurinn verður svona stígandi við hvert sjóveður verður ekki kvartað á Jakob.

Ekki verður farið í nótt spáin frekar leiðinleg fyrir Jakob en hann meldaði liten kuling frá Austri. Svo nú er bara landvinna og að sjálfsögðu þarf að sansa aðeins.

Start er svipaður sjarkur og Jakob nema Start er tveimur metrum styttri.

Á honum er hann Olav sem ræður ríkjum. Hérna er hann á útleið með okkur í gærkveldi.

Hérna er nýjasta nýtt í norska fhönnun14,99 metra bátur sem er byggður mjög stór en er samt lítill. En það hafa komið margir svona á síðustu árum. Frekar ljótir og hljóta að velta dálítið.
Á landleiðinni á mánudaginn mættum við honum Polarfangst.

En hann er að landa hér í Batsfirði og hefur bara gengið ágætlega.
Hann Svanur Þór hefur farið með pabba sínum tvisvar á þessari vertíð og fékk að prufa sig á rúllunni í gær.

Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 136000
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.