Stundum er bras að vera trillukarl.


Já við fengum heldur betur að kynnast því í síðasta róðri að það getur verið bras að vera trillukarl. Þegar við vorum búnir að draga 1/2 bala hætti bara stýrið að virka og eftir vettfangskönnun í vélarrúm og víðar var ljóst að slanga var í sundur frá Stýri aftur í stýrisvél.
Jakob og fleira Batsfjord 008
 
 
Þá var bara grípa til neyðarstýris og og hann Bjössi sat svo aftur á með rörtöng og stýrði á meðan ég dróg línuna svo þetta reddaðist altt fyrir horn og við náðum að klára róðurinn.
En vegna þess að það bilaði misstum við róður í gær svo bara þrír róðrar í þessari viku. Frekar rólegt fiskerí eða 130 kg á balann í þessum þremur ferðum. En það verður róður á morgun Laugardag því það verður opið á sunnudaginn.
 
Í næstu viku ætlum við líka að setja út polarline ( pólarlínu) þ.e.a.s segja nylonlínu sem er lögð svona ca 3 til 5 fm frá botni og svo er netahringur notaður svo línan  liggur í þríhyrning sem sagt steinn og svo hringur steinn og hringur og þessi lína er látin standa í tvo til þrjá daga. Það eru 250 krókar í balanum og við ætlum að róa með 8 svona bala í tveimur til þremur stubbum 3 til 4 bala í stubb. Það hefur verið ágætt fiskerí á þessa línu að undanförnu eða 150 til 200 kg á balann af þorski og karfa ( aldarmótakarfa)
 
Stýrisvélin í síðasta túr hann Bjössi.
Jakob og fleira Batsfjord 011

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband