22.8.2014 | 19:05
Oršinn einn.
Jį nś er kallinn oršinn einn ķ kotinu žvķ fjölskyldan fór burt į mišvikudaginn, reyndar fylgdi ég žeim til osló. Svo žaš er frekar einmannalegt hérna ķ kotinu. Nś er enginn til aš hjįlpa kallinum aš taka balana eša skera beitu. Og svo er ég einnig oršinn einn į sjónum žvķ Björn Björnsson hętti og réš sig į "Crazy Dimond". Var žetta oršiš gott meš félaga Björn hann hafši meiri įhuga aš dansa viš Bakkus heldur en aš stunda sjómennsku.
En aš allt öšru žį var fariš ķ róšur ķ nótt vormlķnan dreginn og reyndist vera 1,5 tonn į henni heldur daprar heldur en ég hafši vonast eftir. Voru žrķr róšar ķ vikunni tvisvar dregnir 8 balar og einu sinni fjórir balar 3,8 tonn samtals. Svo nś er bara nęst į sunnudaginn.
Ķ dag er bśiš aš vera flott vešur eigum viš ekki aš segja hauststilla en žaš var logn į sjónum og logn ķ landi.

En mašur finnur fyrir žvķ aš žaš er fariš aš hausta fariš aš dimma į kvöldin en svo er oršiš bjart kl 02 svo dagurinn er ennžį langur en styttist meš hverjum deginum.

Hér einmitt veriš į śtleiš rétt eftir kl 02 sķšasta žrišjudag og sólin aš koma upp.

Žessi bįtur var eitthvaš aš eiga viš kvķar sem eru hérna utar ķ firšinum held aš hann hafi įtt žorsk ķ žeim samt ekki öruggur.
Svo nś er bara nęsta sjóvešur į sunnudaginn žį veršur fariš meš vormlķnu og vonandi veršur svipaš fiskerķ eša betra.
Um bloggiš
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Ķ dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frį upphafi: 0
Annaš
- Innlit ķ dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir ķ dag: 0
- IP-tölur ķ dag: 0
Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.