30.8.2014 | 17:39
Helgarfrí ekki pantað.
en línan liggur í sjónum og er vonandi að fiska, er á stefnuskrá að fara út á morgun sunnudag og draga. Eftir veðurspánni verður það ekki fyrr en seinnipartinn eða annað kvöld en við sjáum til í fyrramálið. Það er nú farið að styttast í þessari sumarvertíð hérna á Jakob og erum við farnir að huga að heimferð ég hugsa það séu ekki nema 4 sjóferðir eftir 3. með polarlinu og svo ein ferð með botnlínu svo er meiningin að reyna fiska ufsa og ýsu heima þ.e.a.s í Meloy. Reyna það í einn og hálfann mánuð en svo verður vonandi búið að leyfa rækjuveiðar í Arnarfirði og þá tekur maður frí og fer til Íslands í Arnarfjörðinn að veiða rækjur. ef allt fer eftir planinu ættum við að vera komnir niðureftir um miðjan sept.

Löndun á föstudaginn en þá var lélegt hjá okkur félögum rétt tæpt tonn á 8 bala. Svo vikan var nú ekkert sérstök rétt rúm þrjú tonn í þremur ferðum. Á myndinni er Solöy að landa var hann með 1200 kg á tuttugu bala af flotlínu.

Eins og ég hef sagt fyrr hefur veður leikið við okkur en samt farið að kólna og maður skynjar að haustið er ekki langt undan.
Við erum ekki margir íslendingarnir hérna en núna erum við að ég held sex hérna í Batsfirði en svo eru nokkrir bátar hérna sem eru smíðaðir heima en þeir eru allavega fimm hérna núna.

Hér sjáum við einn Ingvaldson smíðaur hjá seiglu á Akureyri.
Já það er orðið rólegt hérna og núna er bara beðið eftir næstu vertíð haustvertíð norður á bankana hérna fyrir norðan okkur en hann Jakob er of lítill til að taka þátt í því. Það eru langir róðar kannski sólarhringur í stím eða lengur í róðri og yfirleitt fara bátarnir með 60 til 70 bala með sér en fiskerí hefur verið mjög gott síðustu misseri hafa bátarnir komist upp í 20 tonn á 60 balana. Þá mætta lofotenbátarnir aftur hingað uppeftir og eru hér til jóla þá er farið heim og á nýju ári tekið á móti fiskinum þegar hann kemur í Lofoten og þá ætlum við á Jakob einnig að vera tilbúnir.

Hérna sjáum við bankfiskebát af eldrigerðinni en svona voru bátarnir sem réru út í Barentshafið á haustin og reyndar eru þó nokkrir svona bátar eftir.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.