Fyrsta blog 2015.

Eftir langa ritstíflu hjá undirrituðum trillukarli í Noregi kemur nú fyrsta blogfærsla ársins 2105. Ég er kominn til Noregs en og aftur kominn um borð í Jakob N-32-ME og nú er planið að fara reyna gera eitthvað reyna að fá einhvern fisk. Áður en ég byrja mun ég fara nokkra netaróðra með kunningja mínum honum Lars Göran. Var haldið í fyrsta róður kl 06 í morgun en ekki var mikill fiskur ingen fesk eins nojarinn myndi segja. Vorum við með 1,3 tonn af svona cokteilfiski ufsi, þorskur,ýsa, langa og keila.

Jólin 2014 og jan2015 061

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við lönduðum í Stott lítil eyja fyrir utan Reipa. Þar var fyrir báturinn Barstind sem rær með línu fer með 7 bala ( nylon lína ) Konan beitir og kallinn rær.

Jólin 2014 og jan2015 062Barstind  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Var þetta nokkur viðbrigði fyrir mig að fara á net eftir að hafa verið bara í rólegheitum síðan í miðjan nóvember. Það er nú komin dágóð stund síðan ég var síðast á netum og er óhætt að segja að ég hafi verið dálítið ryðgaður þennan fyrsta róður allavega var hinn hásetinn sem er 65 ára mikið sneggri heldur en ég . En hann er að byrja vertíð nr. 50 ( fimmtíu) Hann var sem sagt byrjaður að plokka fisk úr netum löngu áður en ég var fæddur eða farið var að huga að því að búa mig til.

Jólin 2014 og jan2015 066

 

 

Hér sjáum við hásetann sem verður 65 ára eftir nokkra daga.

 

Sennilega margir fiskarnir sem hann hefur plokkað úr þessum netum yfir þessi 50 ár.

 

 

 

 

 

 

Jólin 2014 og jan2015 060

 

 

Þarna kveðjum við Stött en við komum sennilega þarna á morgun.

 

Þessi róður var nú ekki langur fórum við frá Reipa kl 0600 í morgun og vorum komnir til Stött kl 1300. En það er ca eins og hálfs klukkutíma stím á miðin svo við vorum ekki nema rétt rúma 4 tímaað draga en við drógum 75 net í dag þrjár trossur en norsk net eru nærri helmingi styttri en íslensk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband