18.1.2015 | 18:34
Á netum.
Þá er búið að fara fjóra netaróðra síðan ég kom út og fiska um rétt tæp 7 tonn af svona blandfiski þó mest ufsa þetta eru nú frekar stuttir dagar Lagt er í hann kl 0600 og höfum við verið að koma í land um kl 14 þá búnir að koma við í Stött til landa. Tekur rétt tæpa tvo tíma að stíma á miðin svo við erum bara svona rétt rúma fjóra tíma í vinnu erum við að róa með 90 net í þremur til fjórum trossum ( svona ca 50 íslensk net).Verðið á fiskinum er ekkert sérstakt bara minnsti pris á öllu svo við höfum verið með meðalverð um 9 krónur norskar ( 153 íslenskar krónur ) á hvert kg, en á móti kemur að útgjöld eru mjög lítil svo um 92 til 93% kemur til skipta svo það eru svona ok laun þetta ca 3 þúsund á dag. ( Má svo sem ekkert vera minna þegar maður er í burtu). Ætli verði ekki síðasti róðurinn á morgun þ.e.a.s í nótt og eftir það er ekkert að gera en að snúa sér að Jakob N-32-ME.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.