Og aftur landlega.

 

Já það ætlar bara stormur á eftir storm. Lægjir bara í nokkra tíma svo kemur hann með storm. Orsökin er hæð sem liggur yfir Bretlandseyjum svo við fáum alla súpuna beint til hingað þegar lægðirnar eru búnar blása á Íslandi.

Göngutúr Senjahopen 003

 

Allir bátar eru í höfn hér sjáum við Snurvoðaflotann. liggja við hjá Aksel Hansen.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú verandi landlega verður vikugömul á morgun sem sagt við höfum ekki farið á sjóinn í heila viku þetta er byrjað að vera frekar pirrandi. Þegar lítið er hægt að róa kemur lítið inn á bankabókina. En það fer allatf eitthvað út.

Göngutúr Senjahopen 001

 

 

Í dag lægði hann í nokkra klukkutíma þá var notað tækifærið og tekinn góður göngutúr Senjahopen aðeins skoðaður eða skoðuð eftir hvort bærinn er kvenkyns eða karlkyns. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru bara fjöll allt í kring og þau eru frekar há. Það er alveg óhætt að segja að hér er ekki byggt á sandi heldur á bjargi.

 

Svo það er lítið annað gera núna en að blogga og reyna láta tímann líða og nota útskotin á milli óveðra að taka göngutúra. Ég er einnig að reyna að vinna aðeins í honum Jakob gera svona fyrirbyggjandi viðhald. En held það sé bjartsýni eins og staðan er núna að ég verði byrjaður á honum Jakob 1. mars. Nema skreien láti fljótlega sjá sig og við förum að komast á sjó og í framhaldinu fá fisk í lestina.

Göngutúr Senjahopen 011

Göngutúr Senjahopen 008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband