14.2.2015 | 17:31
Komnir á hafið nýjan leik.
Já við strákarnir á edvind Olai erum komnir á á stað á nýjan leik eftir 9 daga brælu. En við fórum út í gær í NW kaldadrullu til að leggja og má segja að Edvind hafi rúllað og rúllað þannig að undirritaður varð bara sjóveikur hjá hann lét kallinn sko sannanlega finna fyrir því gær. já þessir breiðu, stuttu og djúpu bátar geta sko rúllað enda hefur maður prufað þá nokkra sem eru þannig. Hér um borð er líka stýrishúsið og borðsalurinn nánast fram í stefni svo það var veltingur til hliðar og svo upp og niður eins og að vera í stórri skopparkringlu á fleygiferð.
Við lögðum 4 trossur og svo var haldið á stað í morgun til að draga og hann Edvind byrjaði að rúlla og rúlla þegar við vorum komnir út úr innsiglingunni. Ég hugsa að það hefði farið betur á því á litla Jakob. Og svona var þetta í allann dag hopp og skopp en sem betur fer var dagurinn ekki langur því við vorum komnir í höfn kl 1330 með rúm sex tonn af óslægðum fiski tæp 4 tonn af slægðum fiski og fengum við tæpar 66 þúsund norskar krónur fyrir daginn. Svo þessi rúllingur borgaði sig kannski því ca 10 þúsund norskar í vasann í dag. Og að sjálfsöðgu var druslunum ( úps trossunum) hent út aftur svo það verður skopparakringla á morgun. Svo nú er ekkert nema fara fljótlega koma sér í koju og hlakka til næsta róðurs og næsta 10 þúsund kalls.
Það er frekar kuldalegt hérna í Senjahopen búið að kingja niður sjó og frekar kalt en það var 6 gráðu frost í dag. En það spáir hlýnandi á að vera komið yfir frostmark á mánudaginn og meiri sunnanátt svo það verður ekki svona rúllingur eins og í dag og gær.
Svona lítur þetta út hjá okkur á flotbryggjunni hérna í Senjahopen. Nóg af snjó og snjókomu.
Þessir tveir voru hérna á ferðinni Qua Vadis og Nord Jarl. Quva Vadis er alveg glænýr snurvoða og nótaskip eitt af mörgum sem hafa komið hérna síðustu árin hugsa að hann rúlli ekki mikið. Nord Jarl er svo flutingaskip sem siglir á norsku ströndinni og þar er skólabróðir minn stýrimaður hann sagði mér reyndar á fimmtudaginn þegar hann fór héðan út að það væri ekkert veður fyrir okkur.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.