17.2.2015 | 18:43
Bara komnir fjórir róðrar í röð.
Já það eru komnir fjórir róðrar í röð eftir stóru bræluna en netin eru aftur komin aftur á hekk þannig að það verður ekki sjóveður á morgun leiðindaspá. En það jákvæða er fiskurinn er kominn svo það er búið að vera betri veiði. 7 tonn í dag og 12 tonn í gær. Svo það er ágætt fiskerí fyrir þrjá kalla.
Svo við erum næstum búnir með fyrsta kvótann í 7 sjóferðum 54 tonn svo það hefur svo sem verið ágætt en veður hefur verið að hamla Þó við séum búnir að fara bara 7 ferðir þá eru komnar þrjá vikur síðan við komum hingað. Svo að sjálfsögðu er allur kvótinn eftir hjá mér á Jakob því aðeins er búið að fiska 600 kg þar.
Það er ræs kl 0530 og svo er brottför kl 0600 og komið í fyrstu trossu kl 07 og yfirleitt er við komnir á landstím um hádegið en í gær voru við reyndar ekki komnir á landstím fyrr en kl 15 en þá voru líka um 12 tonn í lestinni eða lestunum því það eru þrjár lestar í honum Edvind Olai.
Kaldbakur EA kom hér í fyrradag að landa eða það tel ég nokkuð öruggt að hann hafi verið að landa hérna. En Samherji sem á Kaldbak í gegnum dótturfélagið Útgerðarfélag Akureyinga ( Ú.A) hefur keypt 25 % í Nergaard sem er hérna á Senja og er með margar fiskverkanir og á einnig sex togara. Bara hér í Senjahopen er stór fiskverkun og rækjuvinnsla á vegum Nergaard en þeir eru víðar eins og í Breivikbotn í Finnmörku, Bö í Vestralen og svo eru þeir með vinnslur víða á eyjunni Senju. Senjahopen, Gryllefjord.
Kaldbakur við bryggju í Senjahopen
Og hérna sjáum við Kaldbak á leiðinni til Senjahopen. Það vil svo skemmtilega til að ég hef verið í áhöfn um borð í Kaldbak ekki í langann tíma en ég fór þarna sem annar stýrimaður fyrir langa löngu eða fyrir ca 8 árum en þá var þessi togari í eigu Brim Hf.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jón Páll, Hefur þú vissu fyrir því að ÚA sé búið að kaupa sig inn í Nergaard eða eru þetta einhverjar sögusagnir ?
Kv Birgir Karlsson.
Birgir Karlsson (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 15:37
Nei ekki sögusagnir. Dótturfélag eða félög Samherja hefur keypt u.þ.b. 20% í Nergaard.
http://www.visir.is/dotturelog-samherja-kaupa-i-norskru-sjavarutvegsfelagi/article/2014712129907
Jón Páll Jakobsson, 28.2.2015 kl. 05:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.