Margt getur breyst.

Já margt getur breyst og það fljótt. Á síðasta laugardag var nokkuð ljóst að með svipuðu fiskerí yrðum við búnir með kvótann á viku enn á síðasta þriðjudag var bara lélegt fiskerí eða eigum við ekki að segja mikið minna heldur en var búið að vera og þarna á þriðjudaginn ákvað skipperern bara að draga upp og flytja sig frá Senjahopen til Röst. 

Senjahopen til Reipa 002

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hafði nú verið með hugmynd að þegar við værum búnir með kvótann færi ég norður eftir var með hugann við Havoysund og vera á skaki þar. En þarna á þriðjudeginum þegar búið var að draga eina trossu er ég bara spurður kemur þú ekki bara með í Röst og klárar kvótann sem við eigum eftir og svo getur þú byrjað á skaki þar frá. Ég fékk ca 4 tíma til að ákveða mig svo kl 15 þarna á þriðjudeginum vorum við komnir á fulla ferð frá Senjahopen til Röst og var planið að ég færi beint en þeir ætluðu að koma við í Reipa að ná í nýja bátinn. Var ég tekinn í tog yfir blánóttina svo ég gæti sofið. Þegar var verið að taka mig tók ég eftir gati á Jakob sem sagt skemmd á bógnum bakborðsmegin héldum við fryst að við að þetta hefði gerst þarna um nóttina þegar ég fór yfir í Edvind Olai að borða en ég útilokaði það þegar ég gáði í kojuna bakborðsmegin hún var bara hálffull af sjó Og var það alveg ljóst að þetta hafði gerst upp í Senjahopen. Og að öllum líkindum trébáturinn sem lág fyrir framan mig hafði komið í bátinn í óveðrinu Ole. Ég bara ekki tekið eftir því vegna þess að það var snjór yfir öllu ég bara sá ekki gatið. 

Senjahopen til Reipa 013

 

Þegar þetta var orðið ljóst breytti ég líka planinu og fór einnig til Reipa til að gera við bátinn plasta í gatið. Svo nú ligg ég hérna í Reipa nánast orðinn klár til að fara en að sjálfsögðu er ekkert ferðaveður yfir Vestfjorden fyrir mig svo það er ekkert að gera nema bara bíða. 

 

 

 

 

 

 

Senjahopen til Reipa 007

 

Bráðabirgðaviðgerðin sem framkvæmd var úti á sjó

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Af því ég er búinn að þjéna svo vel þá ákvað ég að kaupa eina skakrúllu til og varð fyrir valinu BJ5000EX. Borgaði ég fyrir hana 19.000.- norskar krónur. Og ætlaði ég að nota daginn dag ( föstudaginn) til að tengja hana og koma henni fyrir, ég átti að fá hana með hurtigruta í morgun en að sjálfsögðu fór hún ekki alveg rétta leið var send með Fjordlast sem er lítið flutingaskip sem gengur hérna á ströndinni svo hún á að koma í fyrramálið.

Senjahopen til Reipa 009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við komum til Reipa á miðvikudagskvöld eftir rúmlega sólarhringssiglingu frá Senjahopen.

Senjahopen til Reipa 011

 

Hér sjáum við Haughei en hann lagði af stað á fimmtudagsmorgunin til Röst og er einn íslendingur í áhöfn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Senjahopen til Reipa 012 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband