12.3.2015 | 16:48
Aftur bræla.
Já það voru tveir dagar sæmilegir þriðjudagur og miðvikudagur síðan kom nýja bræla með VSV stormi og í nótt fékk sko áhöfnin á Jakob að finna fyrir því hann blés kröftuglega með tilheyrandi leiðindum fyrir trillukarl, belgir sprungu og á tímabili var mikið hopp og sláttur á Jakob og var verið alla nóttina setja út belgi og belgi til að hindra að báturinn lemdist ekki við kajann með tilheyrandi skemmmdum og leiðindum.
Þar sem við liggjum er alveg opið fyrir vestanáttinni svo ef það gerir svona veður eins og var í nótt er bara tóm leiðindi, hann spáir svipað áfram en meira sunnan sem er betra fyrir okkur. þá er meira skjól af eyjunni en ef hann er vestan stendur það beint inn höfnina Já það er ekki að ástæðulausu sem það er gott að þurrka fisk hérna á hólmanum því það er sjaldan logn.
Nóg af belgjum og búið að fjárfesta í fleirum en flotbryggjan hérna er dálítið asnaleg það er trékantur allann hringinn svo það er mjög erfitt að koma fríholtum eina leiðin er að koma belgjum fyrir neðan tréplankann annars bara rifna belgirnir verða loftlausir.
Á þriðjudaginn var ég á skaki og hafði rétt rúmlegann strandveiðiskammt eða rúm 800 kg. Var það algengt fiskerí en að sjálfsögðu voru nokkrir hærri eigum við segja að ég hafiu verið svona í fyrstu deild að berjast um umspil þ.e.a.s varðandi veiði. Á miðvikudaginn fór ég net á Edvind Olai og fengum við upp úr krafsinu um 4 tonn í fjórar trossur. Vorum við á innanverðu en á utanverðu var alveg mok og einnig Vestur frá upp í 8 tonn í trossu. Svo fiskurinn er kominn bara það verði veður til veiða hann. En það er bara búið að vera ein stór bræla frá miðjum janúar fram til nú. Hjallarnir hérna í Röst er nánast tómir svo vonandi fer þetta að koma fljótlega.
Hér sjáum við Íslandssmíði Erato 35 feta cleopatra hann er hér á skaki dólar upp í kaldann. Ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég hefði átt að setja upp messansegl og stangir eins og norðmenn bara mikið afkastameira í kaldadrullu ræður alveg rekinu og sleppur að hafa bátinn flatrekandi allann daginn. Já held þetta sé bara mikið betra.
Þessir tveir skakbátar deila með mér flotbryggju en þeir hafa það aðeins betra en ég því þeir eru hlémegin við vestanvind. Þetta eru Selfa Speedsjark eins og nojarinn kallar þá en við myndum segja hraðfiskibátar fínir skakbátar. Ég myndi halda að flotur sómi 990 væri góður hérna svo þegar ég verð orðinn ríkur af þessu útgerðarbrölti kaupi ég mér nýjan Sóma 990 með beini skrúfu set á hann messan og hef snuðgír þá væri kominn flottur skakbátur.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.