Bjartara yfir veðrinu ( og fiskerí)

Já veður hefur verið betra síðan óveðrið var í síðustu viku ekki alveg skakveður en hægt að vera á netum svo trillukarlinn hefur róið með Lars og félögum á Edvind Olai. Reyndar var farið á skak á laugardaginn síðasta og var dagsaflinn um tvöfaldur strandveiðiskammtur. Síðan var net á sunnudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn og svo skak í gær og síðan kaldadrulla í dag.

skak og fleira 008

 

Skakflotinn í gær allir með messan uppi og dólað upp í vindinn, nema auðvita Jakob hann lág á flatreki.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fiskeríð hefur verið sérstakt á sunnudaginn fengum við 1,5 tonn í 150 net (ca 90 íslensk net) á mánudaginn voru í sömu trossur á 28 tonn var það langur dagur fyrir fjóra kalla en það gekk svo sem vel að greiða fiskinn úr en við þurftum að fara einu sinni að landa. Á þriðjudaginn var svo 2 tonn aftur.

 

 

Í gær fór ég á skak og nú beit fiskurinn þokkalega þannig að ég fékk í lestina svo þetta er farið að líta aðeins betur út nema að sjálfsögðu er bræla í dag ( fimmtudag) En veður spáin er ekki slæm fyrir næstu tvo daga. 

Það hefur aðeins fækkað í skakflotanum hérna búið að fækka um ca 10 sem sennilega hafa gefist upp á veðrinu farið inn í Lofoten. Þessi var á sömu slóð og ég í gær og á honum róa saman hjón það er þó nokkuð um það að hjón séu saman á skaki hérna og kannski verður það einnig hjá okkur hjónum í ellinni þegar börnin verða flogin úr hreiðrinu. 

skak og fleira 007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband