27.3.2015 | 07:05
Kominn tími á smá blogg
Það hefur ekki verið svo mikil tími til að blogga því maður hefur verið upptekinn í öðru þ.e.a.s að róa. En það hefur gefið þokkalega á skak síðustu daga ekki neitt alvöru skakveður bara svona kaldi og veltingur en fiskurinn hefur bitið svo það hefur fengist í lestina þá róðra sem hefur gefið svo nú hefur þetta snúist dálítið við í síðustu viku hafði skakið yfirhöndina yfir netin þ.e.a.s segja ég fór fleiri skakróðra bara farið einn netaróður í þessari viku á síðasta sunnudag og þá vorum við með rúm tíu tonn.
Hér sjáum við eyjuna Skomvær en ég hef verið að róa suður af henni síðustu daga. Þessi eyja er ekki stór svona rétt fyrir vitavörðinn og fjölskyldu eina belju og 10 kindur. Reyndar voru fjóra fjölskyldur búsetar þarna til 1957 og voru með tvær beljur eitt naut kindur og hænur en vitinn er reistur 1887. Eftir 1957 voru bara vitaverðir þarna og unnu þeir á vöktum þrjá mánuði og fengu svo þrjá vikur í frí. 1978 var vitinn gerður sjálfvirkur og vitavarðastarfið lagt niður Skomvær var á sýnum tíma mjög mikilvæg veðurstöð en þaðan var veðrinu útvarpað á fjögurra tíma fresti. Og þegar maður skoðar veðurspána á yr.no skoðar maður alltaf veðurspána fyrir Skomvær
Og hér landar svo kallinn aflanum hjá John Greger AS.
Svo nú er það svo að núna vantar mig bara tvo til þrjá góða róðra þá er ég hálfnaður með kvótann. En hvort kvótinn náist allur er ekki gott segja hugsa að ég þurfi að skreppa aðeins heim í apríl þar sem þetta úthald er oðrið dálítið langt en ég er búinn að vera núna síðan 12 janúar en er það auðvita veðrið sem hefur spilað stærstu rulluna í lengdinni því það hefur verið mikið um brælur og landlegur vegna þess.
Í gær var ég á sjó í helvítis velting og rúlluðum við Jakob mikið held bara að við höfum ekki stoppað þessa 8 tíma sem við vorum úti en fiskurinn beit svona þokkalega ekki eins vel og í fyrradag, þetta er dálítið skrýtið það alveg kaklóðar þú ert kannski með 1000 tonn af þorski undir bátnum en hann bara tekur ekki svo allt´í einu ákveður hann að bíta og þá færð þú kannski tonn á 15 mínutum og þá er eins gott að vera með armana í góðu standi til að rífa af rúllunum. Yfirleitt bítur fiskurinn mjög vel á morgnana og ekki óalgengt að fá 600 til 900 kg fyrsta hálftímann sem stoppað er væri fínt að vera strandveiðimaður með strandveiðiskammtinn hérna.
Það koma reyndar svona augnablik hérna svona rétt á milli lægða en svona augnablik á sjónum fær mann til að gleyma öllum leiðinlegu dögunum með velting, snjóbyl og sjóroki en ætli þeir séu ekki mun fleiri.
Stærsti skakróðurinn fram að þessu var í fyrradag en þá var dagsaflinn rétt rúm 3 tonn.Þá var í öllum körum + blóðgunarkassanum en þvottakarið var tómt þar hefði verið hægt að koma 70 til 80 kg. Einnig var tómar stíurnar í lestinni.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.