Allt gengur sinn vanagang

Hér i Batsfjord og við búin að koma okkur vel fyrir í litlu risíbúðinni fyrir ofan skrifstofu Batsfjordbruket. Erum við búin að fara 13 sjóferðir og aflinn eitthvað í kringum 20 tonn. Svo þetta fer betur af stað heldur en í fyrra og ýsan er líka mikið stærri mikið ýsa í kringum 2 til 3 kg.

P6240043

 

 

Litla fjölskylduútgerðin er sem sagt tvískipt ég sé um að róa og reyna fiska. Sólrún og Birna eru í beitingaskúrunum Svanur Þór er landmaður sér um að greiða flækjur og hafa yfirsjón með öllu í landi. Með þessu móti verður mikið að innkomunni eftir í okkar vasa en eins og kannski allir vita er línuútgerð dýr. Svo erum við með eina konu frá Litauen sem betir fjóra bala á dag. Því miður lendum við í því að við urðum að láta konuna sem var hjá okkur í fyrra fara, hún Lima sem sem stóð sig svo vel í fyrra datt bara í það og var farin að koma full í beitingaskúrinn og það fór lítið fyrir beitingu hjá kellu. Við horfðum nú framhjá þessu og héldum að þetta væri eitthvað uppáfallandi en þegar kella var búin að vera full í viku þá bara sáum við að þetta gengi ekki lengur svo hún fékk uppsagnar sms og hún Jurgita kom í staðinn ætla ég að vona hún standi sig.

P6240041 

 Við feðgar að fara taka balana.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar kella var í þessu formi gekk að sjálfsögðu lítið í skúrnum og var orðið mikið óbeitt því við reyndum að halda áfram að róa. En nú er þetta komið í lag sem betur fer.

P6240047

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P6240046

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðasta sjóferð var sú besta hingað til í tonnum eða rétt tæp 3. tonn á 16. bala en besta sjóferðin í ár er sjóferð nr tvo sem var rúm tvo tonn á 10 bala en þá var ég einn en nú er ég kominn með félaga með mér íslending sem flutti til Tana sem er hérna fyrir fyrir innan Batsfjord inn í landi þar sem Samarnir búa. Hann er sem sagt með mér og ætlar vera eitthvað svo nú er þetta aðeins meira í betingu minna um frí, þó svo ég ligg í landi þá er nóg að gera í beitningaskúrnum.

 

Það er alltaf að fjölga íslendingum í útgerð hérna ytra menn sem hafa ákveðið að freista gæfunnar hérna. Á þessu ári hefur verið nánast flóðbylgja og maður spyr sig hvers vegna menn séu að "flýja besta kerfi heimi". En ég held að norðmönnum sé farið að láta þetta fara pínulítið í taugarnar á sér og þeir bara skilja ekkert í þessu þeir sjá í fréttum að sjávarútvegurinn á Íslandi sé í svo miklum blóma og svo er við að flýja hingað þeim finnst mikill mótsögn í þessu. Staðreyndin er sú að hér er bara mikið auðveldara að komast inn kvótar eru ódýrir miðað við Ísland og svo er opna kerfið sem er opið öllum atvinnusjómönnum.

 

Að gera út trillu hérna er enginn peningavél en það gengur vel upp og þú ert þinn eiginn herra og þú sérð árangur kannski aðeins öðru vísi en þegar ég var tildæmis að basla í því að gera út á leigukvóta á Íslandi þá sá maður aldrei til sólar var í rauninni þræll.

Það eru sjö bátar hérna sem róa með flotlínu þ.e.a.s landa hjá Batsfjordbruket. Svo eru einhverjir hjá Norway Seafood.

P6240045

 

Hér er einn af þeim sem rær hérna hann Olav á Start hann vill helst ekki nota krana til að taka bjóðin um borð heldur gerir hann þetta svona þegar það er fjara. Hér erum við feðgar að hjálpa honum

 

 

 

 

 

 

 

P6180039

M-Solhaug að draga netin um daginn en hann er bæði útbúi  til að róa með net og línu.

Þegar hann rær með línu notar hann handbeita línu er ekki með beitingarvél tekur 800 bala með sér í senn og svo fyrstir hann aflann um borð. Kemur hann svona ca einu sinni í viku að ná í bala og svo landar hann á 14 daga fresti.

 

 

 

 

P6140027 

 

Hér sjáum við M-Solhaug á landleið hann er nánast nýr kom í apríl í fyrra byggður í Tyrklandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo í lokin er einn gamall trébátur hann Klogrunn fra Balstad

P6140034


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband