18.7.2015 | 08:54
Ekki verið timi til að blogga.
Já það er langt síðan ég bloggaði síðast en það hefur bara ekki verið tími til þess vegna þess að nú hefur gefið vel á sjóinn og fiskerí hefur verið með betra móti. Það blés reyndar ekki vel fyrir ca 12 dögum haugasjór og norðan átt ekkert veður fyrir Jakob og félaga, og svo á þriðjudagskvöld fyrir rétt rúmum tveim vikum komust við á sjóinn og lögðum útaf Kongsfjord og árangurinn varð ekki góður 72 kg á 14. bala allgjört búm ætla ekki að reyna skrifa hvað fór fram í hausnum á mér þegar ég stóð á rúllunni og línan kom upp með beitu á hverjum öngli og enginn ýsa veit satt að segja ekki hvernig stóð á því að ég fékk þessar ýsur sem bitu á. Eftir þetta var ákveðið að með 14 bala færum við ekki meir með þessa vertíð.
Á landleið með fullann bát þ.e.a.s í öllum körum rétt tæp 4 tonn á 16 bala.
Eftir þennan lélega róður hefur bara verið gott fiskerí og hægt að vera að bátarnir hafa verið að fá 200 til 300 kg á bala svo það má segja að hafið kraumar af ýsu. Svo bátarnir hafa komið fulllestaðir nánast hvern dag og þar hefur Jakob ekki verið nein undantekning við höfum fyllt körin núna daglega.
Eina sem hefur ekki verið jákkvætt er veðurfar en það hefur verið með daprar móti kalt og norðanvindur þó svo nú í þessum skrifuðum orðum er 17 stiga hiti.
Á sunnudagskvöldið síðasta varð ég fyrir því óláni að fá krók í fingurinn með þeim afleiðingum að hann stakst á bólakafi inn aðp beini svo það var ekki möguleiki að ná honum út svo ég varð bara teipa hann við puttann þ.e.a.s krókinn og halda á að draga en þetta gerðist á fyrsta bala af 16. Tíu tímum seinna upp á spítala var ég orðinn frekar aumur í puttanum en læknirinn var flinkur og tók það hann ekki nema nokkrar mínutur að ná króknum úr var ég frekar áhyggjufullur til að byrja með því hann talaði dönsku ekki norsku og ég hugsaði með mér danir vita nú varla hvað línukrókur er . En þetta gekk vel hjá honum. En vegna þessa varð ég að taka mér einn dag í frí við misstum einn róður.
Það er ekki bara ýsa sem beit á krókana í hjá okkur því um daginn fengum við lax ca 5kg lax.
Að vera hérna upp frá er bara ákveðin forréttindi að geta gert út sinn eiginn bát þurfa ekki að hafa áhyggjur að kvóta og kvótaleigu. Því miður eru þessi forréttindi horfinn úr íslenskum sjávarútvegi. Svo börnin mín fá svoa smjörþefinn af þessu hérna sniglast í kringum beitingaskúrana og bara í lífinu á bryggjunni eitthvað sem er orðið mjög erfitt að finna heima. Svo er sagt að enginn vilji vinna í kringum fiskveiðar eða vinnslu er það ekki augljóst þegar möguleikinn er ekki til staðar.
Mér varð hugsað til þessa um daginn þegar dóttir mín sem er 17 ára og alin upp í sjávarþorpi reyndar þorpi sem er búið að úrelta í krafti "arðseminnar", sagði við mömmu sína þegar hún sá karfa hvaða bleiki fiskur er þetta nú. Já mér var hugsað til þess hvað þetta voru í raun mikill forréttindi þegar ég var að alast upp í þessu sama þorpi fá vinnu í fyrstihúsinu 13 ára gamall kynnast sjávarútvegnum í raun. Ég fæ flashback þegar ég kem inn í Batsfjordbruket hérna upp frá og sé alla skólakrakkana sem fá þar sumarvinnu. Hugsa til gömlu dagana þegar var útgerð og líf í okkar gamla þorpi. Kannski munu einhverjir segja að ég sé bara með eitthvað rómantískt blaður sem eigi ekkert stoð í raunveruleikanum það getur svo vel verið en ég tel það alveg nokkuð ljóst að stefna okkar íslendinga í sjávarútvegsmálum er kolröng að útloka fólk frá einni atvinnugrein er bara ekki rétt. Svo segi ég alltaf arðbært fyrir hvern?.
Nú fer að styttast í veru okkar hérna síðasta vikan runninn upp svo verður tekið langþráð sumarfrí það er erfitt að gíra sig niður og stoppa bátinn í góðu fiskerí og engum kvótaböndum ( frí ýsuveiði). En ég ætla nú samt að gera það.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.