3.10.2015 | 10:49
Kominn til Bíldudals
Já úthaldið i Noregi var styttra heldur ég reiknaði með. Eins og kom fram í síðasta bloggi var ég balalaus og fékk ekki bala beita, reyndi ég að þrýsta á Sjoset í Træna en án árangurs. Svo ég bara lagði Jakob og fór í fyrirbyggjandi viðhaldsviðgerðir aðal ástæðan fyrir því að ég lagði Jakob var að ég vissi að ég þyrfti að fara til Íslands í byrjun okt til að sinna áhugamálinu rækjuveiðar á Andra BA-101. En Dröfn RE kom í Arnarfjörð þann 20 sept að rannsaka rækjustofninn og taka stofnmat og í framhaldinu munu sérfræðingar hafró taka ákvörðun hvort það sé óhætt að leyfa veiðar eður ei og einnig hvað hafró telji öruggt að veiða mikið.
Þar sem þetta var í undirmeðvitundinni fannst mér bara ekki taka því að ná í allt línuúthaldið mitt og finna beitingafólk fyrir kannski ca tvær vikur.
Því var Jakob lagt, ég reyndar fór þrjá róðra á Magny til að sjá hvernig Oilwind línukerfi virkaði en ég hef ákveðið að kaupa mér beitingarkerfi í bátinn hvort það verði trekt eða beitingarvél er ekki alveg komið á hreint en held ég séu búinn að útiloka Oilwind lýst ekki alveg nógu vel á það.
Svo núna er ég bara bíða eftir grænu eða rauðu ljósi frá Hafró hvort við fáum að byrja veiðar í næstu viku eða ekki. Andri BA er klár og áhöfnin einnig.
Jakob liggur í Reipå við almenningsbryggjuna það stendur nú til bóta en ég er sennilega búinn að leiga mér bryggju og naust á eyju norðar við Reipå á Sandhornoy þar fæ ég fína aðstöðu og varanlega.
Våg Sandhornoy þarna í nágrenninu fæ ég aðstöðu
Ég er meðlimur í Reipå Fiskarlag, sem er eitt að aðildarfélögum í Nordland Fiskarlag sem er síðan aðili af Norges Fiskarlag. Þetta er svona svipað eins og L.Í.Ú nema þarna eru líka venjulegir sjómenn þ.e.a.s ekki útgerðarmenn. Mikill spenna er nú samtökunum vegna þess að þar koma margir ólíkir hópar saman.
Magny en á þessum var ég að róa síðustu vikuna áður en ég kom heim. Rær með 20 bala með oilwind kerfi yfirleitt tveir í áhöfn stundum þrír en aflinn er slægður um borð.
Aðaldeilumálið er strukturert ( sameina fleiri en einn kvóta á sama bát) á fiskikvótum en nú er ekki leyfilegt að sameina kvóta á bátum undir 11.m en leyfilegt í öðrum flokkum.
Einnig er sum aðildarfélögin farin að lýsa yfir áhyggjum vegna áhlaups íslendinga inn í norskann sjávarútveg. Gæti þetta orðið mjög stórt áhyggjuefni en samkvæmt EES samingi meiga aðrir evrópuíbúar sem eru aðilar að ESS að uppfylltum ákveðnum skilyrðum kaupa sér fiskibát í Noregi og byrja að kaupa reyndar meiga þessir bátar ekki vera stærri en 15. metrar.
Almennareglan í Noregi er reyndar sú að aðeins norskir rikisborgarar meigi eiga fiskibát og kvóta en þessi undanþága hefur verið veitt í kringum EES en nú vilja sem sagt margir norskir sjómenn að þessu verði breytt búnir að fá nóg af innrás íslendinga skilja reyndar ekkert í því hvers vegna íslendingarnir vilji ekki bara vera heima hjá sér þar sem er nóg af fiski og besta kerfi í heimi. Eins og einn sagði við mig þið hafið gagnrýnt norskann sjávarútveg mikið sagt opinberlega að þið séuð með besta sjávarútvegi í heimi en svo flykkist þið hingað.
Helstu rökin fyrir þessu hjá norskum sjómönnum er sú nú er góðæri í norskum sjávrútvegi kvótar háir, verð á fiski á uppleið allir eru þéna gott en svona hefur þetta ekki alltaf verið því hér því ekki er svo langt síðan kvótar voru lágir með tilheyrandi erfiðleikum. Norðmenn vilja sem sagt meina að íslendingarnir séu eingöngu komnir til að taka þátt í góðærinu.
Einnig eru þeir mjög óhressir hversu auðvelt er fyrir tildæmis íslending að koma til Noregs og byrja að gera út búa kannski eingöngu í póstkassa hérna sem sagt búa í rauninni á Íslandi. Svo eru þessir andskotar mállausir tala ekki stakkt orð i norsku.
Ég hef tekið nokkrar snerrur við vini mína nojara um þetta mál. Að mínu mati er margt til í þessu held það myndi tildæmis heyrast eitthvað frá skerinu ef það væru nú tuttugu trillukarlar frá Noregi að veiðum tildæmis á Vestfjarðarmiðum töluðu að sjálfsögðu ekki stakkt orð í íslensku brytu árlangar hefðir um línulagnir og netalagnir legðu þvers og kurs og svöruðu ekki í talstöð þó reynt væri að ná í þá.
Svo má heldur ekki gleyma því að þetta eru ekki bara íslendingar sem eru byrjaðir að gera hérna út heldur eru Litháar, lettar og danir eru hérna líka en íslendingar eru í miklum meirihluta En svona heilt yfir eru ánægja með þessa þróun hjá norðmönnum almennt búið að styrkja byggð tildæmis í Finnmörku eins og einn sagði komin ljós þar sem áður var slokknað.
Í sumar lendi ég í þrasi við Martin Solhaug eiganda og útgerðarmanninn á Vibeke Cathrin en hann hefuur allt á hornum sér varðandi íslensku innrásina, eitt að því sem hann sagði við mig hann bara skildi ekki hvers vegna við værum allir að koma ekki væri ástandið á Íslandi eins og í Sýrlandi. Svo sagði hann af því ég mátti veiða ýsu fría enginn kvóti hvort hann gæti komið til Íslands og fengið frítt spil tildæmis í ýsu ég varð auðvita svara honum neitandi.
Í dag held ég fari með rétt mál að það séu allavega 20 íslendingar sem eiga bát og eru farnir að gera út hérna í Noregi allir eiga þeir bát undir 15 metrum og flestir gera út í gr2 (open gruppe) sem er svona sameiginlegur pottur með ákveðnum garantikvótum myndi þýðast sem með ákveðum lágmarkskvótum á hvern bát. Hvað ætli þetta sé stór prósenta varðandi miðað íslenska smábátaútgerð. Svo eru allavega 10 til viðbótar sem eru skipstjórar eða eins og norðmenn kalla þetta leieskipper.
Getur verið að það sé eitthvað að í besta kerfi heimi?
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.