31.1.2016 | 13:34
Vika tvo og þrjú búin
Já við lokuðum viku tvo á innfjarðarrækjunni á Andra BA-101 í gær lönduðum við þá 1457 kg af Arnarfjarðarrækju og erum því komin með rúmlega 30 tonn eftir þessa tíu róðra rétt rúm 3 tonn að meðaltali. Í gær voru bara tekin tvo höl því rækjan varð að komast í Grundarfjörð í gær því flutingarfyrirtækið Nanna ehf vara að fara fagna þorra og hafði ekki bílstjóra til að keyra suður eftir í dag eða á morgun.
Veiðin hefur farið fram í rjómablíðu þessa róðra og hefur verið svo kallað vandræðalogn alla daga en það köllum við lognið á bátum sem taka pokann á síðuna ekki inn um skutinn. Þó svo að lognið hafa smá vandræði að taka trollið er það auðleysanlegt miðað við að róa í drullubrælu eða landlega.
Vika þrjú var stutt þ.e.a.s á rækjuveiðum en ekkert syttri í dögumn en aðrar vegna þess að skipstjóri þurfti að skreppa til Noregs á fund. Undirritaður hefur stofnað hlutafélag í konungsríkinu sem heitir Jakobsen Fisk a.s. og var stjórnarfundur í því þar sem á láf fyrir að auka hlutaféið frá 30 þúsund norskum í 1 milljón og síðan er verið að kaupa einn 9-10. metra kvóta og að öllum líkindum stærri Jakob.Og til að gera langa sögu stutta var tekin ákvörðun á fyrsta stjórnarfundi að kaup kvóta og bát frá Lofoten og í framhaldinu auka hlutafé félagsins úr 30 þúsundum í 912 þúsund norskar krónur.
Svo það er mikið að gerast hjá undirrituðum í Konungsríkinu. Nú er beðið eftir formlegu svari frá Innvosjon Norge ( Norska Byggðastofnun) en voru búin að fá munnlegt velyrði fyrir láni þar til að kaupa bátinn og kvótann. Vonandi kemur svarið formlega næstu viku. Eftir allt þetta var flogið aftur til Íslands og farið á sjóinn á fimmtudaginn og föstudaginn og aflinn rétt rúm 6 tonn í þessum tveimur róðrum en markmiðið er að klára rækjukvótann á Andra BA-101 því Lofoten vertíð er á næsta leiti.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.