Jólin að baki.

Og nú er bara eftir að skjóta upp rakettunum og halda upp á afmælisdaginn hjá undirrituðum og svo hefst slagurinn á nýjan leik.

Við á Jakobsson sigldum um miðjan desember frá síldarmiðunum með skottið á milli lappanna og héldum i heimahöfn Våg á Sandhornoy.

DSC_0783

 

 

Já engin var síldin þetta árið og þær sex vikur sem við þrjóskuðust við hefðu getað verið notaðar i annan veiðiskap, eftir á að hyggja átti ég að útbúa bátinn á lúðuveiðar eins og ég var að spá í. Í allt hausten góð lúðuveiði hefur verið i Noregi undan farið svona eins og að lúðan sé að koma til baka mikið að 10-20 kg lúðu sem og 30-40 kg svo nokkuð að stærri en eftir sem lúðan verður stærri er minna borgað fyrir lúðuna. En ég fór ekki þetta árið en gangva (norðmenn kalla lúðulínu gangva) verður sett upp fyrir 2017.

 

Við á Jakobsson hófum veiðar í april 2016 og var báturinn gerður út í apríl, júni, júli, september og október og svo síldin frá miðjum nóvember til miðjan desember. Afraksturinn á þessu ári er 177 tonn í heildarafla sem gerir ca 35 tonn á mánuði, Hugsa ég hafi verið ca 1/3 af þessum tíma einn og svohafði ég mann með mér.

DSC_0836

 

Hér sjáum við teikingu af svona Finnmark módeli av Flotlínu.

En ég hef haft mjög góða kennara sem haf kennt mér mikið varðandi flotlínuna

 

 

 

 

 

 

Árið hefði getað verið mun betra helsta klúðrið var að ná ekki grálúðukvótanum upp fékk aðeins 7,5 tonn af 18 tonnum svo klikkaði flotlínan á ýsunni eiginlega alveg en þar ætlaði ég að gera stóra hluti eins og í fyrra en svona er þetta ekkert ár er líkt sem betur fer. Nærri 2/3 af þessum afla er tekin á flotlínu þ.e.a.s línu sem er á floti frá yfirborði niður á visst dýpi þar sem hún rekur með strumum fram og til baka ég er algjörlega heillaður af þessum veiðiskap er spennandi og krefjandi.

DSC_0835

 

Polarlína eða Vormlína Lofoten módel sem ég nota.

 

Þorskurinn var svo tekin með polarlinu eða vormlínu en það er girnislína sem er lögð á botninn með svokölluðum bólum sem norðmenn kalla pólar, ég nota 2,5 mm girni og eru 300 krókar í balnum og er 2,5 meter á milli króka og 25 krókar á milli millibóla hef ég 3 til 4 bala í stubbnum, alveg ævintýralegt hvað svona lína getur fiskað upp í 1000 kg á hvern bala ég dróg 3 stubba á vertíðnni sem sagt 9 bala og var meðalaflin hjá mér í veiðiferðinni um 3,5 tonn sem gerir 388 kg á hvern bala eða 1,29 kg á hvern krók. Eins og með flotlínuna heillaðist ég af þessari línu og þessari veiðiaðferð.

 

Grálúðuna tók ég svo á venjulega botnlínu held ég hafi farið 10 róðra á öllu árinu með venjulega botnlínu.

 

Eina neikvæða við girnislínuna er það það er kúnst að beita hana og kostar meiri pening heldur með venjulega línu því hef ég lagt höfuðið i bleyti hvernig sé hægt að fá girni sem myndi hringast og notuð yrði beitingar vél frá Mustad til minnka kostnaði og þá erfiðleika að fá beitngarfólk. Mustad hefur þróað vél sem beitir girni en hún hefur ekki komið nógu vel út eins hefur fyrirtæki sunnar i Noregi þróað svipaða vél en bæði þessi kerfi eru flókin og kannski henta ekki i trillu þess vegna er ég komin með þá flugu i höfuðið að reyna fá einhverja veiðarfæragerð til að þróa nylonlínu grini sem hægt væri fá til hringast á drættinum svo hægt væri að stokka hana upp á stokka. En þetta allt er á algjöru byrjunarstigi.

 

Af útgerðarmálum almennt i Noregi er mikill jákvæðni i gangi og útgerðin gengur almennt vel norska krónan féll auðvita fyrir nokkru síðan hefur reyndar verið styrkjast talsvert upp á síðkastið gagnvart evro og dollar. Má segja kreppunni i sjávarútvegi sem var þarna á árunum 2011 til 14 sé lokið.

 

Árið 2011 kom svo mikill fiskur á land og þorskurinn var nánast verðlaus og var mjö erfitt að selja hann norðmenn fóru í gríðarlegt markaðsátak og það er svo sannanlega skila sér núna komnir margir nýjir markaðir og verð á fisk gríðarlega hátt á norskann mælikvarða og fiskvinnslunar að þéna gott sérstaklega þær sem höfðu sérhæft sig i að senda ferskann fisk þ.e.a.s heilann svo kallaðann blank fisk. Munurinn á 2011 og í dag er sá núna er hægt að selja allann fisk kemur að landi og það er fatisk samkeppni um fiskinn og nú er tildæmis spá um það að á komandi Lofoten vertíð verði ekki nægur fiskur fyrir alla verkanir sem mun kannski leiða til meiri verðhækkana á fiskinum. Ég man þegar ég fór á Lofoten vertíðina 2011 blautur bakvið eyrun maður þurfti að grenja í mönnum að fá löndun og þakka bara fyrir að fá löndun, núna er þetta öðruvísi fiskkaupendur farnir að hafa samband og bjóða manni löndun einnig sér mað það í Kyst og fjord og Fiskeribladet þar er bókstaflega auglýst eftir bátum.

 

Ekki er svona bjart með Andraútgerðina eftir stutta uppsveiflu i rækju er rækjuverðið fallið sterk króna og fall pundsins hefur þar mest að segja og i ofan á lag fundu fiskifræðingarnir enga rækju svo kvótinn er i sögulegu lágmarki.

 

En ég læt þessu síðasta bloggi lokið 2016 og óska bara öllum Gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir það gamla og ætla svo að reyna vera duglegri að blogga á nýju ári.

DSC_0643 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Það er mjög gamann að fylgjast með útgerðarbaslinu hjá þérwink. Sýnilega annað umhverfi í smábátaútgerð þarna.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.12.2016 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband