27.10.2019 | 11:09
Nýsmíðin hefur snúist í andhverfu sína !
Það sem átti vera gleði og spenningur að fá nýjan bát, en raunin hefur verið önnur nýibáturinn búinn að vera meira á verkstæði en í notkun. Í síðasta bloggi vorum við að leggja í hann frá Øksfjord þar sem báturinn hafði verið í 5 vikur í allskonar verkefnum það stærsta var byggja flottank vegna stöðugleika og svo var hitt og þetta sem mátti laga.
Ekki Oft sem hægt er mynda bátinn á floti en hér liggjum við og bíðum eftir að vera dregnir í slippinn
Í Øksfjord uppgvötaðist að mótorpúðarnir sem halda vél og gír voru ónýtir voru slitnir og vél og gír höfðu þá skekkst og myndað spennu milli öxuls og gírs það þurfti að beita afli til snúa skrúfunni svo skakkt var draslið.
Hér sjáum við gömlu mótorpúðana eftir ca 900 tíma
Þetta var lagað eða svo héldum við allavega og við héldum til Båtsfjord og byrjuðum að róa, róðranir í þetta skipti urðu þrír en þá dundi yfir næsta áfall Öxullinn í gírnum hreinlega brotnaði sem varð til þess að við urðum vélarvana 6 sjómílur norður af Batsfjord. Reidar Von Koss ( sem er bjögunarskipið hérna) kom og bjargaði okkur en gott var í sjóinn alveg logn sem er ekki oft á þessum slóðum á þessum árstíma.
Sennilega hefur einhver mótorpúði gefið sig mjög fljótlega eftir sjósetningu og við siglt frá island til Noregs með vélina jafnvel skakka svo það vakna margar spurningar upp varðandi þetta allt saman. Svona mistök eru eiginlega ófyrrgefanleg maður getur fyrrgefið að notaðir eru svartar rær og skrúfur í staðinn fyrir rústfríar, að menn gleymi að setja límkitti undir bolta göt sem er verið að loka en þetta sjálf niðursetningin á vélinni pumpan hjartað í bátnum er eiginlega rothögg.
Hér sjáum við hvernig þetta hefur brotnað öxullinn kubbast í sundur við leguna.
Ég játa alveg góðfúslega að þetta síðasta högg var nánast rothögg það var ekki mikið eldsneyti eftir á tanknum hjá mér þessa nótt þegar við biðum eftir björgun. Lítil fugl hvíslaði að mér nú væri nóg komið og ég skildi bara hreinlega gefast upp. Öll orkan sem ég hef þurft að nota á þessu herrans ári 2019 í allt annað en ég ætlaði mér hefur reynst mér þungt maður áttar sig ekki á því fyrr en maður upplifar svona hvað svona basl og tekur á.
Gírinn á leiðinni úr bátnum eftir ca 950 tíma
En í stuttu máli var ekki hægt að gefast upp ég er nú þannig alinn upp og svo Aston Villa fan og við gefumst ekki upp og Sólrún konan mín sem þekkir mig bara nokkuð vel stóð við bakið á mér og bara smá hvatning á facebook frá vinum hefur verið dýrmæt. Ég hef ákveðið að horfum á björtu hliðarnar það er alltaf hægt skipta um ein gír sem er bara járnstykki smíðað á Ítalíu það urðu engin slys á fólki þú veist aldrei hvenær svona getur gerst, að missa vélarafl til sjós er aldrei skemmtilegt og oft hefur það gerst við miklu verri aðstæður og jafnvel líf tapast.
2019 hefur reynst Jakobsen Fisk AS þungt félagið er búið að vera nánast tekjulaust síðan á haustmánuðum 2018, nýji báturinn átti vera tilbúinn 1 janúar 2019 en við fengum hann ekki formlega afhentann fyrr en 16-17 júní 2019 og síðan við fengum hann afhentann höfum við getað róið í 6 vikur svo það þarf engann íslenskann hagfræðing til sjá það að þetta er búið reynast okkur mjög þungt og minnkað ískygilega í buddunni okkar í Gildeskal Sparebank. Tapaðar tekjur er ekki hægt þéna en vonandi verður hægt að lokum skapa nýjar tekjur sem munu koma bæði mér og félaginu til góða
Jakob Liggur núna við Barents Skipsservice hérna inn í firði eins og við i Båtsfjord segjum og bíður eftir nýjum gír, nýjum mótorpúðum, nýjum ásþétti og vonandi nýrri skrúfu Skrúfuöxull fer í rennibekk strax eftir helgi hvort hann sé ekki alveg örugglega beinn, ef allt gengur upp getum við byrjað setja saman i næstu viku nema gírinn sem er á leiðinni er týndur en vonandi finnst hann. Svo ef allt fer eftir bjartsýnistu mönnum gæti báturinn verið kominn á flot 6 til 8 Nóvember en þá eigum við eftir ca 6 vikur til að klára árið með stæl.
Við eigum eftir ca 20 tonn af þorski og svo við komum til reyna blanda þetta með ýsu og nýta svokallaða ferskfiskordning en við fáum 30% bónus á þorskkvótann núna fyrir landa honum til vinnslu á þessum árstíma. Svo það er grátlegt að tapa þessum vikum núna. Gróflega hef ég reiknað við séum búnir að missa nú þegar um 6 róðra síðan óhappið gerðist og ef við tökum fiskerið hjá Ingvaldsson og Myreng Fisk en þar höfum við haldið okkur er hreint tap ca 900.000.- norskar krónur ca 13,5 mil íslenskar krónur.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.