Búið að skrúfa saman samt enn í slipp

Nú er unnið við að setja saman í Jakob N-5-G, Nýr gír kominn og nýr öxul. Búið að setja nýjan öxull í bátinn og koma gír fyrir og á föstudaginn unnum við að rétta af vél og gír við öxul. Ekki búið ennþá hefur tekið tíma en ég er vongóður að það hafist á morgun en þá er klára dæmið og koma okkur á hafið svo við getum farið að byrja að fiska. Það er ca eins dags vinna eftir þegar búið er stilla vél og öxullinn saman, síðan er sjósetning og prufusigling og mæla aftur hvort ekki allt sé ekki alveg örugglega í lagi.

20191111_073220[1]

 

Þetta hefur gengið mikið rólegra en ég reiknaði með en ég var svo bjartsýnn að við Barents Skipsservice myndi klára þetta fyrir helgi, en það gerðist ekki. Slippurinn hafði frekar hægt um sig í koma þessu saman og tildæmis var ekki mikið unnið um borð á miðvikudaginn og bara einn að vinna á fimmtudaginn og föstudaginn og fékkst enginn til að vinna yfir helgina. Ég hastaði mig við þá á miðvikudaginn var eiginlega kominn með nóg svo ég ætla rétt að vona þetta klárist um miðja vikuna.

20191117_115940[1]

Ferskfiskordningen var lengt til 29. Nóvember svo ef við fáum bátinn um miðja viku náum við í síðustu vikuna og svo höldum við áfram og klárum kvótann fyrir áramót.

Það hefur verið gott fiskerí þessa vertíðina hjá flestum sem róa héðan í haust mikið betri en í fyrra á sama tíma meiri þorskur og ýsa og verðin eru hærri svo afkoman betri hjá flestum. Við vonum að við fáum góðann endir á 2019 og náum hífa upp aflaverðmætið svo við getum keypt okkur allavega nýja sokka fyrir jólin.

 

Samherjamálið er meira segja rætt hér í Båtsfjord og menn hafa sterkar skoðanir á því þó sérstaklega er þáttur DNB og peningaþvætti sem liggur mönnum á bjrósti sem er kannski skiljanlegt þar sem það snýr beint að norðmönnum. Og þessi almenna umræða hvernig stórfyrirtæki eru hætt að koma með gjaldeyrin heim þegar búið er að selja afrakstur af nýtingu auðlinda heldur er rjómanum fleytt ofan að og hann geymdur í skattaskjólsparadísum.

Nú þekki ég ekki til Í Noregi hvernig þetta var áður fyrir en við þekkjum alveg hvernig þetta var heima á íslandi þegar „sjávarútvegurinn“ var rekinn með botnlausu tapi og hver gengisfelling á fætur annari, en þá skaffaði sjávarútvegurinn eina gjaldeyrin sem þjóðin hafði og því var hagkvæmt stýra þessu. Allur gjaldeyrir skilaði sér heim en á móti var Sjávarútvegurinn núllstilltur og Sambandið og svokallaður Kolkrabbi skiptu svo öllu á milli sín. Þrátt fyrir það var hægt að byggja upp þá innviði sem þjóðin ennþá þekkir sem í dag eru reyndar molna undan þjóðinni.

Síðan breytist þetta sjávarútvegurinn einkavæddur í gegnum kvótakerfið og sjávarútvegurinn fer að blómstra þá byrjar græðgin menn að hætta koma með gjaldeyrin heim heldur ákveða geyma hann í skattaparadísum, gjaldeyrin fyrir afrakstur af nýtingu auðlindinni skilar sér ekki til Íslands. Þetta bara sýnir sig í gegnum útflutingsfyrirtækið Sæmark og nýlegann dóm gagnvart útgerðarmanni á Hellissandi, þar var greinilega útflutningsfyrirtæki sem aðstoðaði sýna viðskiptamenn að geyma hluta af söluhagnaði afurða í Skattaskjólsparadísum.

20191113_072714[1]En best hætta þessum bakþönkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband