9.6.2020 | 09:46
Sjaldan er ein báran stök
Stundum er erfitt taka rétta ákvörðun, en vonandi með hverri rangri lærir maður fækka þeim röngu. Ég ekki hefði aldrei farið út í að smíða nýjan bát ef ég hefði vitað alla þá erfiðleika sem það hefur kostað.
Ég hafði aldrei látið smíða fyrir mig nýjan bát áður og sú ranga ákvörðun sem ég tók var að hafa ekki ráðfært mig við aðila sem höfðu látið smíða og ekki minnst hafa ekki ráðfært mig við annan bátasmið. En það var ekki gert og meðal annars vegna þess hefur þetta ár sem ég hef haft nýja Jakob verið frekar beiskt og súrt, og tekið mjög á andlegu hliðina. En vonandi fer nú sjá fyrir endann á þessu öllu saman og við getum farið aðhorfa fram á veginn og einbeita okkur að því sem tilgangurinn var með að láta smíða nýjan bát reyna fá í soðið.
Við urðum að hætta eldast við ýsu í vetur því að vara alltof mikill þorskur með og saxaðist vel á þann litla þorskkvóta sem við höfum á þessum drottins ári 2020. Eftir það vara hugmyndin að láta gera við bátinn skipta um glugga og fleira sem er nauðsynlegt að gera en þá kom corona og allt stoppaði einhvers staðar hef ég séð ritað að sjladan er ein báran stök og það á svo sannanlega við í þessu tilviki þau eru nokkur brotin sem hefur dunið yfir okkur í þessu basli.
Eftir það corona lokaði öllu ákváðum við að reyna okkur við grásleppuveiðar og var Jakob útbúinn að til þess, en veiðin var arfaslök og mikil ótíð svo allavega þá vertíð var ekki róið til fjár.
En við fengum þó nóg af grásleppu á hjallinn og slatta af rauðmaga sem við settum í reyk, höfum við verið að reyna fá norðmenn til að borða þessa dásemd með frekar takmörkuðum árangri ég held rétt og slétt að norðmenn séu barasta mjög matvandir.
Eftir grásleppuna var haldið á grálúðuna upphaflega var planið að vera í Røst og landa hjá John Greger en á síðustu metrunum hættu þeir við að kaupa grálúðu ár og tókum við þá djörfu ákvörðun að fara bara heim til Batsfjord og fara þaðan á Tromsoflaket en svo nefnist fiskibankinn sem liggur norður frá Tromso allaleið til Bjarnarey ( ekki Bjarnarey í Vestmannaeyjaklasanum).
Þetta er dálítið stím frá Batsfjord eða um það bil 30 tímar hvorra leið. eða um 290 sjómílur. Erum við búnir með eina sjöferð þangað og skilaði hún okkur 10,5 tonnum þar af 10,1 tonn með grálúðu. Eftir þá ferð kíktum við út í Bananaholuna en það er smá hola æut æur Sölebanken og Nordkappbanken þar sem dýpi er 190 til 202 fm og þar heldur grálúða sig og þar er best að beita með loðnu þá er hægt að fá um 100 kg á balann með lúðu en þar sem það hefur verið alveg ómögulegt að fá loðnu síðustu tvo ár er erfitt að stunda holuna því þorskur sem meðalfi eykst alveg gríðarlega mikið fer alveg upp í 70% af aflanum. En við erum sem sagt á leiðinni til Batsfjord úr holunni með ca 6,5 tonn þar af gráluða 2,5 og þorskur um 3 tonn rest mix ýsa, hlýri og skata.
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.