Jólin löngu búin

Einnig Þorri og komin Góa.

Ekki mikið gerst frá síðasta bloggi , jú annars við fórum fyrsta róður var 2.feb 2022, við ákváðum að ekkert vera stressa okkur i janúar þó það sé yfirleitt mjög gott fiskerí í janúar er blandann yfirleitt ekki sú rétta þ.e.a.s þorskur í meirihluta en við reynum að eldast við ýsu, til spara sem mest af þorskkvótanum. 

Sem sagt fyrsti róður var 2. feb 8,8 tonn á 40 bala til helminga þorskur og ýsa. Síðan hefur ýsan verið að smá aukast , við lönduðum í gær 8 tonnum og þá var þorskurinn aðeins 8,9 % af aflanum eða 700 kg. 

20220218_071622

 

Ýsan sem við veiðum er unnin hérna í Båtsfjordbruket bæði fersk og frosin bitar. En í fyrra tóku þeir í notkun nýja verksmiðju sem hefur búnað frá Íslenska félaginu Valka, svo eru komnar flökunarvélar frá Curio sem einnig er íslenskt fyrirtæki, svo er báturinn sem landaði þessari ýsu einnig smíðaður á Íslandi.

Eigendur Båtsfjordbruket AS er Insula sem  er fjæarfestingarfélag í eigu Salmar eða eiganda Salmar. Þeir eiga líka stóra fiskibolluverksmiðju í Lofoten hluti af allri ýsu sem kemur á land fer einnig sem flök þangað. Þannig ef þið kaupið vörur frá Lofotenprodukt vörumerkið er Lofoten " Lofoten hjemmelaget fiskekaker þá eru bara þó nokkrar líkur að ýsan gæti hafa verið veidd af okkur. 

 

20220225_071814

 

 

Heimalagðar fiskiborgarar eru reyndar framleiddir í stórri verksmiðju í Leknes í Lofoten ekki steiktir heima hjá einhverjum

 

 

 

 

 

 

 

20220222_022630

Loðna er komin á svæðið sem veldur því að þorskurinn er að hverfa í bili og ýsan að yfirtaka svo mars gæti orðið góður ýsu mánuður. Tíðarfarið í feb hefur verið frekar rysjótt enda hávetur.

 

Við fækkuðum um einn í áhöfninni í vetur og förum með 40 bala í staðin fyrir 50-60 bala þegar við vorum 3 um borð ætlum að prufa þetta fyrirkomulag núna í byrjun.

Já við höfum ekki nógu stórann þorskkvóta í ár er okkur úthlutað 39 tonnum við erum með einn 9-10 m kvóta fyrir nokkrum árum var einn 9-10 m kvóti að gefa okkur 58 tonn svo kvótinn er er niður. Þó svo það sé nánast sami heildarkvóti hafa stjórnvöld ákveðið að taka af svokallaða yfirúthlutun en kvótinn var byggður upp á staðfestum kvóta svo yfirúthlutun sem var yfirleitt 20%. Yfirúthlutun var til taka sveiflur í heildarkvótanum sem bátar undir 11 m er úthlutað, hugsunin var  nýta heildarkvótann sem þessum flota er úthlutað oft á tíðum var svo þessi yfirúthlutun aukin ef sást fram á að  heildarkvótinn næðist ekki.

20220218_055459

En sem sagt nú er búið að taka þessa yfirúthlutun af og er það liður í eignavæða kvótann meira eins og hefur verið gert í flotanum yfir 11m talandi um deja vu fyrir íslending. Í staðin fyrir yfirúthlutin er búið að opna fyrir dulda leigu þ.e.a.s mönnum sem eiga kvóta undir 11m er leyft að leiga kvótann sinn svo í staðinn. 

Í okkar tilviki er bara um tvennt ræða selja eða kaupa meiri kvóta. Í fyrra fiskuðum við 150 tonn af þorski á einn 9m kvóta því við nýtum ferskfiskbónusinn sem er bónus til kystflotans svipað uppbyggt og línutvöföldunin frá júni til desember er viss % í þorski utan kvóta verið að reyna fá hráefnisöflun dreifða á allt árið ekki bara í 2-3 mánuði á Lofoten vertíð.

Það var mikið léttara  að beita sér á vetrarmánuðum á síðasta ári þegar þegar þorskkvótinn var 35% stærri en hann er hjá okkur í dag. Við þurfa að eiga ca 15 tonn þorski eftir þegar ferskfiskbónusinn byrjar til að fá kapalinn til að ganga upp. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband