Komið haust og Haustvertíð

Já haustvertíðin er byrjuð fyrir alvöru aðkomubátarnir mest frá Lofoten eru komnir til Båtsfjord, Berlevåg og Vardø og þar með er  banklínuvertíðin  hafin hér í Eystri Finnmörku. Þegar aðkomubátarnir fóru að týnast hingað höfðu við verið að síðan 30 ágúst í skrapfiskerí eftir ýsu mest inn á Varanger firði þar sem við fundum lítinn blett með ýsuraki með fíni blöndu af kóngakrabba, án kóngakrabbans hefði þetta verið frekar lasið verðmætalega séð. Við meigum vera með 3% af kóngakrabba í ferð. Krabbinn er rosalega fín búbót þar sem hann er mjög verðmætur en krabbinn hefur líka neikvæð áhrif hann étur beituna af línunni nánast strax ef þú hittir í krabbaspor og síðan étur hann einnig fiskinn sem búinn er að bíta á sem við ætluðum að veiða. Samt einn 3 kg krabbi er eins og 120 kg af ýsu á balann.

20220928_110629

 

Setjum inn nokkrar myndir frá okkur, en inni á Varenger eru líka ágætis lúðumið hér er Adrian með ágætis lúðu.

 

 

 

 

 

 

 

20220929_065959

 

Löndun einn daginn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20221006_055602

 

 

Balarnir teknir frá borði eftir túrinn en það er mikill vinna með bala fram og tilbaka allt árið um kring.

 

 

 

 

 

 

 

 

Haust þýðir líka haustlægðir og þær eru byrjaðar bræla í dag 30.10 voru nokkrir dagar um miðjan október líka. Með haustinu eykst líka fiskeríð. Barentsþorskurinn byrjar skríða upp á bankana til fara undirbúa hrygningu suður í Lofoten , hann vill fita sig fyrir hrygninguna svo hann fúlsar ekki við línunni. Venjulega í kringum miðjan nóvember er farið að merkjast gott að fiskurinn er byrjaður ganga upp á grunnbankana. 

 

Eitt er þó mikið áhyggjumál það hefur verið svo lítið með ýsu niður á bönkunum núna í haust bara nánast sýnishorn, venjulega höfum við haldið 3o-40% með ýsu á þessum tíma nú í haust hefur þetta verið 10-12 % . Hægt er að fá ýsu í fjörunum og inn á fjörðum eins og inn á Varanger, en það er bara svona sýnishorn og dregst fljót upp.

Þar sem við erum með frekar lítinn þorskkvóta er þetta mikið reiknistykki að fá dæmið til ganga upp þegar er svona lítið að öðrum fiski. Núna er 30% meðaflaregla í þorski getur haft allt að 30% af þorski sem ekki reinknast í kvóta. Reiknast á vikuna. Við erum að vonast þessi prósenta verði aukin upp í 50% eftir mánaðarmótin, þá er dæmið leyst fyrir okkur. Í dag eigum við ca 11 tonn eftir af þorski sem er planið að láta duga fram í miðjan desember.Fyrir ári síðan settu þeir meðaflaregluna upp 1. nóvember.

20221030_092809 

Annar fylgifiskur haustins er að sólin lækkar á lofti og dagurinn styttist hér á 70 gráðunni erum við farin að merkja það gott að dagurinn styttist. 23 nóvember sést hún ekki lengur hér í Båtsfjord kemur svo upp aftur 20 jánúar. Í dag höfum dagslengt í 5 tíma og 32 mín styttist um ca 10 mín á dag, þegar fer að líða á nóvember styttist svo dagurinn mun hraðar og eins og ég sagði fyrr er engin dagslengt eftir 22 nóvember. Fyrst var þetta kannski frekar skrýtið ég er reyndar uppalin á Bíldudal þar er einnig frekar stuttur dagur í desember og Janúar og alveg sólarlaust vegna hárra fjalla í desember og janúar.

 

Strákurinn hann Svanur Þór fékk loksins langþráðann krabbakvóta í lok september eftir vera búinn að bíða lengi en þú verður vera búsettur í Finnmörku til geta fengið krabbakvóta svo verður eiga fiskibát og vera skráður fiskimaður á svokölluðu fiskimannatali sem er haldið út hér af Norsku fiskistofu blað B. Svanur var þá búinn bíða í 7 vikur en mikið ferli er að fá krabbakvóta þarft senda inn mikið af gögnum. Náði strákurinn að leggja og draga einu sinni en þá þurfti hann fara um borð Meløyfjord Sem er fasta plásið hans hérna í Noregi.

20221001_100334

 

Svanur týna og sortera krabbann , en sleppa á öllum krabba sem er undir 13 cm það er að segja frá trýni og aftur sem sagt skelin.

 

 

 

 

 

 

 

20221001_080609

 

 

Hér ca 100.000 norskar krónur  í krabba en mjög gott verð er fyrir kóngakrabbann 1 kg af krabba upp úr sjó mátt reikna með 450 til 500 kr norskar á hvert kg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband