Styttist í páska.

Vorjafndægur var í fyrradag 20 mars  styttist svo sannanlega í páska en páskadagur eru snemma þetta árið en það er tunglið sem ræður hvenær páskar eru dagsettir , sagan segir að upphaflega hafi dagsetning páska farið eftir tímatali gyðinga en þeir notuðust við tunglár því getur dagseting páska færst fram og tilbaka um ca einn mánuð , síðan er spurning hvers vegna var bara notað tunglár fyrir páska. Þar sem ég hef numið fræði í siglingarfræði því lærði ég meðal annars páskar eru fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur , vorjafndægur er yfirleitt á sama degi getur þó sveiflast frá 19 mars til 21 mars því þar er notum við sólina að sjálfsögðu. 

1000011681

 

Þetta tungl köllum við páskatungl og við sem stundum fiskveiðar vitum að páskatunglið er eitt það mikilvægasta varðandi göngumynstur á hrygningarfiski þ.e.a.s fiski sem gengur langaleið til að hrygna eins og tildæmis þorskur og þá er frekar auðvelt að veiða þorskinn. Hér í Noregi er páskavikan yfirleitt stærsta vikan á lönduðum þorski var það reyndar á Íslandi áður fyrr einnig. 

1000011666

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars er ég bara nokkuð góður búið að binda Solrun B síðasti róður fyrir stopp var 15. mars síðastliðinn fyrsti róður þetta árið var 6 feb svo úthaldið var ekki langt þetta skiptið . eiginlega var þetta leiðindarvetur hérna eilífar brælur og  svangra manna veður . Vegna þess hvað við höfum lítinn þorskkvóta reyndum við að einbeita okkur að ýsunni hérna í Norðrinu en ýsuveiðin hérna er ekki svipur um sjón eins og veiðin var hérna fyrir 5-6 árum. Það kom 14 daga tímabil hérna með mjóg góðri ýsuveiði skiptist á hálfann janúar og hálfann feb.

1000011697

Planið er að byrja á Solrun B 2. Maí þá verður farið á skrap eins og var gert i skrapdagakefinu á Íslandi. Við eigum eftir 7 tonn af þorski sem verður púsluspil að láta það duga til jóla . Kvótaniðurskurðurinn í þorski er brattur hér og tikkar sérstaklega þungt inn í ár í okkar grúbbu þ.e.a.s kvótalengd undir 11m. Í 2022 gekk illa að ná heildarþorskinum í þessari grúbbu var mikill óveðurs vetur og bara frekar lélegt fiskeri þá fékkst leyfi fyrir því að færa milli ára 25% yfir á 2023 svo kvótaniðurskurðurinn milli 2022 til 2023 varð enginn þrátt fyrir 20% niðurskurð í heildarkvótanum frá 2022 til 2023, síðan er mjög góð veiði í fyrra og allir bara sáttir og löngu búnir að gleyma 2022, síðan er heildarkvótinn í þorski minnkaður um 20% milli 2023 og 2024 og í árslok átti mín grúbba þ.e.a.s kvótagrúbba undir 11m lítið til flytja yfir á 2024 því má segja að tveggja ára niðurskurður kemur í andlitið á mónnum núna í 2024. 

1000011679

Reyndar höfum við aldrei átt í vandræðum með veiða okkar þorskkvóta þvert í mót höfum við alltaf verið að forðast þorsk. 

Kvótagrúbban sem við tilheyrum er einnig eina kvótagrúbbann í Konungsríkinu sem hefur bara einn kvóta á bát það er leyfð svo kölluð samfiskiregla þar sem er heimilt að veiða einn kvóta í viðbót þ.e.a.s tvo kvóta á einn bát, það er búið að þrengja þær reglur þó nokkuð þessi regla var í upphafi hugsuð til að sjómenninir gætu unnið saman á öruggari hátt notað einn bát til veiða tvo kvóta , svo fór það auðvita út í tóma vitleysu og menn byrjuðu að leiga kvótann frá sér ( kunnugtlegt). Því voru reglunnar hertar og fylgst meira með því báðir eigendur væru um borð og báðir skrifuðu undir löndunarseðilinn.

1000011695

Minibanken hennar Sólrúnar hefur verið notaður inn á milli þá góðviðrisdaga þeir hafa reyndar ekki verið margir í vetur svo ég held að það séu 4 róðar í heildina. Hún hefur 12 tonna kvóta en hennar bátur er í opna kerfinu. Hún fær 8 tonn úthlutað frá sinni grúbbu þar af eru 6,3 tonn örugg síðan er 1,7 yfirreiknuð þ.e.a.s það eru 1500 bátar i opna kerfinu og ef allir fiskuðu sinn úthlutað kvóta sem nánst aldrei gerist þá er ekki nógur heildarkvóti fyrir alla því nota þeir þessa aðferð þessi 1,7 tonn geta horfið. Hún fær svo 4 tonn frá Samíska kvótanum. Samar hafa yfir að ráða eigin kvóta sem er úthlutað til báta sem eru skráðir í Samískum sveitafélögum og Båtsfjord er eitt af mörgum sveitafélgum sem eru skilgreint með samískum rótum.

Fyrir tveimur árum koma krafa allir fiskibátar undir 15m skulu vera útbúnir með vöktun þ.e.a.s búnað sem sendir staðsetningu stefnu og hraða til Norsku Fiskistofu á 10 min fresti. Búið að vera á stærri bátum lengi, Ekki var hægt að nota Ais kefið því það stæðist ekki persónulög og hægt væri að slökkva á þeim búnaði. Þetta er innsiglaður búnaður og þú færð ekki að halda úr höfn ef hann er bilaður, það má heldur ekki slökkva á honum þ.e.a.s rjúfa strauminn nema með samþykki Norsku Fiskistofu og þá skal báturinn hafa nákvæmlega sömu staðsetningu fyrir og eftir . Það eru mörg fyrirtæki sem hafa þróað þennan búnað þannig að þú getur keypt þennan búnað frá nokkrum aðilum og einhver samkeppni er í áskriftinni einhver er ódýrari en annar. Þessi búnaður er einn liður í þeirri löngu keðju um fiskiglæpi ólöglegt athæfi s.s brotkast , framhjálöndun og svoleiðis. Samhliða þessu fengum við aflaveiðibók sem þarf að fylla út og vera búið að senda minnst 2 tímum fyrir brottför

Svo nú er fylgst með þér tildæmis ef þú ferð út fyrir hafsvæði þitt hér eru þeir mjög strangir á hafsvæði. Tildæmis getur bátur sem ekki stendst yfirísingu fengið leyfi til að fara út fyrir 12 mílur að vetri til og bátur sem ekki hefur millibylgjustöð fær ekki leyfi til að fara út fyrir 35 milur. Hafsvæðin eru skilgreint fjord fiska fyrir innan grunnínu l, kystfisk það er 12 mílna landhelgi, bankfisk1 það er 35 mílna landhelgi og svo er það bankfisk2 150 milur .

Einnig eru hérna svo kölluð havressursloven þýðist kannski sem nýtingarlög á hafinu , þetta eru svona heildarlög um fiskveiðar í þeim lögum lemur fram að öll föst veiðarfæri þ.e.a.s lína,net, gildur og slíkt skal tilkynnast á þann bát sem leggur veiðarfærin.

Nú geta yfirvöld s.s. notað vöktunina sem sönnunargögn móti mönnum og notað þau aftur í tímann segjum sem sé að þú ert á bát sem má ekki fara út fyrir 12 mílur og leggur nokkrum sinnum út fyrir milli 12 og 15 mílur. Þeir uppgvötva þetta lögbrot athuga þeir þig aftur í tímann og sjá kannski að þú hefur gert þetta áður þá geta þeir gert aflann þinn upptækann fyrir þau skipti sem þú fórst út fyrir.

Annað dæmi nú er það þekkt hér að tveir bátar nota sömu veiðarfæri þ.e.a.s þegar einn bátur er búinn með kvótann tekur nýr bátur við veiðarfærunum samkvæmt lögunum hérna er það ekki heimilt svo nú eftir vöktunin er kominn gera þeir fylgst náið með því og ef þeir sjá að bátur er að draga veiðarfæri sem eru tilkynnt á annan bát , geta þeir tekið þig og gert aflann upptækann. 

Þetta var svona útúrdúr hvernig sjálft kerfið er að yfirtaka sig sjálft og eins og sagt var í Little Britain " Computer says no "  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 1000012617
  • 1000012291
  • 1000012473
  • 1000012600
  • 1000012447

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 135261

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband