13.9.2025 | 20:08
Sumarfrí frá þetta árið
Já fínu sumarfrí lokið. 3 vikna sumarfrí lokið sem sagt þetta sumarið. Það var flandur á okkur þessar 3 vikur og 3 lönd heimsótt reyndar 4 lönd þar sem við stoppuðum stund á grísku eyjunni Corfu á leið okkar til Albaníu
Til viðhalda starfsokrunni er nauðsynlegt að taka sumarfrí til að slappa af og hlaða batterín og jarðtengja sig með því að liggja á sandströnd og láta jákvæða orku síga hægt og rólega inn.
Við byrjuðum á því að halda til Albaníu gamla einræðisríkið ( þar sem komúnistaflokkurinn var einráður) sem var algjörlega lokað frá því að seinni heimstríðöldinni lauk þangað til 1991.
Albanía er sunnanlega á Balkanskaganum eiginlega syðsta landið sem tilheyrir sjálfum skaganum því sunnan við Albaníu er Grikkland. Albanía hefur verið að koma sterkt inn hjá sólþyrstum vestrænum Norður Evrópuþegnum.
Sem þrá ekkert nema fá flatmaga í sól og busla í sjónum, drekka ískaldar veigar og kannski sleppa aðeins fram af sér beislinu þegar rökkva tekur með eitthvað gott í glasi. Það sem kannski skilur Albaníu frá öðrum nágrannaríkjum sem eru herja á sama markaði er að í Albaníu er ekki með evru landið er ekki í Evrópusambandinu því er landið ódýrara en nágrannalöndin sem eru með evru.
Ég get svo sannanlega mælt með fríi til Albaníu, mjög afslappandi og fínt. Nú er auðvita klassískt frí hjá okkur Norður evrópubúum óttalega froðukennt og tilgangslaust. Venjulegur dagur hjá afslöppunar túrista er einhvernveginn eins og lagið hans Bjartmars Súrmjólk í hádeginu og seriós á kvöldin með öfugum formerkjum. Það er samt eitthvað við svona frí sem mér líkar afskaplega vel bara kúpla sig algjörlega út og afstressast.
Frá Sarande í Albaníu fórum við í annað gamalt kommúnistaríki með mikla menningarsögu s.s Ungverjaland höfuðborgina Budapest eða borginar tvær Buda og Pest sem áin Dóná aðskilur. Þar var einnig kómmúnistinn með heljargreip fram til 1989. Budapest er flott borg og mikið flott að sjá Tildæmis fyrsta neðanjarðarlestar kerfi í Evrópu byrjað 1894 enn í fullu fjöri.
Þinghúsið í Budapest alveg stórkostleg bygging
Eitt það merkilegasta sem ég skoðaði í Budapest var Puskas safnið , ég bara hreinlega vissi ekki að landslið Ungverja með stórstjörnuna Ferenc Puskás hafði svona stór áhrif að Ungverjar reyndu að komast undan oki Svoétríkjanna árið 1956. En hið stórkostlega landslið Ungverja vann gull á Ól 1952 í Helsinki sem olli því að Ungvererska þjóðin þó aðalega ungt fólk fékk trúna aftur séstaklega við heyra ungverska þjóðsönginn spilaðann aftur á opinberlegum vettvangi.
Ferenic Puskas með boltann var kallaður hvíta perlan í mótsögn við þá svörtu sem var portúgalinn Eusébio.
Frá Budapest var svo haldið norður á bóginn til Danmerkur þar kósuðum við okkur með afakút honum Antoni Mána og fjölskyldu.
Hér sjáum við Hótel D Angleterre stolt dana segja flestir , hefur samt átt íslenska tengingu en hópur íslenskra fjárfesta keyptu hótelið fyrir hrun en síðan eignuðstu danir hótelið aftur þegar sama fjölskyldan og sem seldi hótelið keypti það aftur af þrotabúi Landsbankans á brunaútsölu svo má segja að íslendingar hafi hjálpað til fjármagna hótelið aftur heim til Danmörku.
Við fengum gjafakort frá fjölskyldunni okkar að gista þarna eina nótt , sem var frábær upplifun klassískt flott hótel.
Svona var tekið móti greifanum af Baulhúsum upp á svítunni
Afakútur Anton Máni sem var auðvita rússínan í ferðinni var mikið brallað með honum þessa daga í Dragør.
Svona verður þetta þegar börnin er dreifð í Evrópu þá verður þetta svona púsluspil þegar heimsóknir eru planlagðar. Við fléttuðum sem sagt heimsókn til Birnu dóttur okkar til Budapest og Lovísu dóttir okkar og fjölskyldu í Dragør í Danmörku.
Nú er það Båtsfjord með fullhlaðinn batterí en nánst tómt veskið svo eitthvað verðum við fara róa til eiga fyrir jólagjöfunum
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 136600
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning