Rækjan hafin


Innfjarðarrækjuveiðar í Arnarfirði eru hafnar þessa vertíðina, áhöfnin á Andra BA-101 er búin að fara þrjá róðra á þessari vertíð með misjöfnum árangri, komin er einhver tæp tíu tonn á á land þessa vertíðina. Þrír bátar eru byrjaðir og hefur veiði almennt verið góð.
 
Eigum við ekki bara að segja að kallinn ( skipper á Andra) sé bara ekki kominn í gang. Og hann finni pödduna í næstu viku.
WP_20141017_001
 
 Hérna sjáum við mynd tekna í gær. En hjá okkur á Andra var sá dagur bara brasl og engin rækja tvö höl alveg tóm og svo önnur tvö léleg. Síðan bilaði stýrið og tók það sinn toll eftir það bilaði hægri höndin á kallinum hætti að hlýða, þá fór undirritaður í stóra fýlu tók veiðafærið inn og hélt heim á leið. Tekið skal fram að hann vara bara í fýlu við sjálfann sig. 
 
 
 
 
 
Verð á innfjarðarrækju er gott um þessar mundir hefur ekki verið svona hátt í langann tíma, innfjarðarrækjan er loksins búin að jafna þorskverð þ.e.a.s á fiskmörkuðum en ef við tökum verðlagsstofuverð á þorski þá er innfjarðarrækja orðin miklu dýrari. Myndi ég setja stórann broskall ef við mætum veiða eitthvað. En fiskifræðingarnir telja stofninn í hættu svo þeir vilja ekki leyfa okkur að veiða nema 250 tonn kemur í okkar hlut á Andra rétt rúm 58 tonn Undecided Svo svona broskall á því vel við.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 134544

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband