Nýja árið byrjað

Samt enginn róður á Solrun B fyrr en 7 feb , Ég tók ákvörðun að byrja ekki fyrr en 1 feb en svo var auðvita bræla fyrstu dagana svo fyrsti róður var ekki fyrr en þann 7 feb. Ástæðan fyrir því að byrja ekki strax þetta árið var  vegna mikils kvótaniðurskurðar í þorski. ástæðan var sú að ef allt er eðlilegt eykst ýsan í aflanum þegar líður á Janúar. En auðvita varð góð ýsuveiði strax í janúar, svo maður er ekki Hábeinn heppni hérna. 

Við ákváðum að róa litla Minibanken í Janúar yfirleitt er besta þorskverðið í janúar í Noregshreppi , en eins og ég skrifaði hérna ofar er ég greinilega enginn Hábeinn Heppni því við hjónin veiktumst sennilega fengið kvefpestina covid-19 sem keyrði okkur bókstaflega í rúmið í 14 daga frá 8 janúar. Svo janúar flaug bara fram hjá okkur.

Við náðum þó einum róðri í janúar við fórum á fimmtudagskvöldið 25.janúar með 10 bala , árangurinn varð undir væntingum alls ekki eins og hjá Hábeini Heppna. Síðan spáir bara brælu út þennan fyrsta mánuð ársins 2024. Árangurinn varð 1 róður  í janúar. 

Janúar 2024 var reyndar nokkuð stór dagur í norskum sjávarútvegi ríkisstjórnin lagði fram nýtt kvótafrumvarp sem nefnist á íslensku, fólk , fiskur og samfélag . Nú átti reyna stoppa samþjöppun og færa kvóta frá þeim stóru til smáu. 

Eftir hafa lesið þetta frumvarpið upplifði ég mig í myndinni Groundhogs day því ég er búinn að upplifa þetta allt saman áður á Íslandi alveg ótrúlegt hvað mannskepnan er lík þegar kemur að samfélagslegum þætti á mótum sterkum kapitalískum boðorðum. 

Skuldir í norskum sjávarútvegi hafa aukist verulega síðasta áratuginn tildæmis í norska kystflotanum bátar undir 90 fet (29 m) hafa skuldirnar aukist úr 3,3 milljörðum í 9,6 miljarða sem segt um 200%. Þetta er mest útaf kaupum á aflaheimildum  kunnuglegt hummm.

 

Eins og fyrr hefur komið fram var lítið róið í Janúar við nýtum bræluna í feb til beita nylon vormlínu og lögðum svo tvo stubba ( 3 balar í stubb) og fengum fínann afla svo það kom inn í Minibanken. Solrun B leysti líka landfestar í feb og þar var Svanur Þór Skipstjóri því kallinn var upptekinn á Minibanken og í læknastússi í Kirkenes. Svo allt er að verða eðlilegt hér eftir langt jólafrí en þegar jólafríið er langt er stutt í páskafríið.

Þegar við hjónakornin vorum að koma í land á litla Minibanken varð á vegi okkar blaðamaður frá Kyst og Fjord og úr varð þetta fínasta viðtal við okkur enda lág ágætlega á okkur eftir velheppnað róður í kaldaskít

 

 1000011635

Hér mynd af okkur hjónunum tekið  úr viðtalinu 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

https://www.kystogfjord.no/nyheter/i/jlR1xw/med-minibanken-full-av-torsk

linkurinn á viðtalið fyrir þá sem hafa áskrift af Kyst og fjord

https://www.kystogfjord.no/nyheter/i/jlR1xw/med-minibanken-full-av-torsk

 


En og aftur styttist í Jól

Jólafrí er  árviss atburður já flestum og hjá okkur þar sem veiðiálagi er stýrt með kvóta sem endurnýjast við hver áramót  er oft orðið lítið um veiðiheimildir þegar nálgast jól og þá er tekið jólafrí og við strákarnir á Solrun B  vorum búnir með þorskkvótann 3 desember, þá var tekið jólafrí. Vandamálið í ár var að við fundum ekki nógu mikla ýsu til að drýgja kvótann meir. Útgerðin er með rúmar heimildir í ýsu en lítinn þorskkvóta.

 

Á þessum árstíma er venjan að líta yfir farinn veg sem hefur kannski verið mjög hollóttur á köflum hjá okkur þetta árið. Árið hefur verið krefjandi á bæði borð , en svo virðist við höfum náð að lenda að lokum með báðar fæturnar á jörðinni

20220620_115310 

Það var að sjálfsögðu mikið áfall þegar kviknaði í Jakob í feb , það reyndi á sérstaklega andlega það er ekkert grín að vera í brennandi bát út á sjó og þurfa að viðurkenna vannmát  sinn, þ.e.a.s maður sér að maður hefur tapað fyrir eldinum   maður er virkilega lítill á slíkri stundu. Það merkilega var samt ég hélt ró minni allann tímann og við gerðum allt rétt þrátt fyrir allt.  Í okkar tilviki vorum við svo nálægt landi að við náðum að komast í land og bjarga okkur sjálfum sem var það jákvæða út úr þessu slysi. Í svona óhöppum eru alltaf punktar sem þú hugsar meira um  , í mínu tilviki var það hvað tíminn getur verið afstæður þetta var bara sekúndu spursmál hjá okkur þegar ég ligg á bryggjunni síðastur frá borði yfirtendrast báturinn við erum að tala um 5 sek kannski  10 sek. 

Við höfum náð vinna okkur vel út úr þessu slysi og strákarnir eru áfram með okkur á Solrun B. 

1000010306 (1)

Svo í mars vorum við bara í lausu lofti, tókum samt fljótlega ákvörðun um að halda áfram og byrjuðum að leita af nýjum bát. Samstarfið við tryggingarfélagið gekk mjög vel og ca 20 dögum eftir slysið var tryggingaruppgjörið klárt og við komin á fullt að leita að nýjum bát. Við vorum ekkert sérstaklega að leita að bát á Íslandi en ég hafði þó samband við Trefjar og Aflmark hann Villa. Síðan gerðist það að Víkingbátar ehf höfðu samband og buðu okkur tvo báta sem þeir voru að spá í að selja Otur ÍS og Karólína ÞH í framhaldinu gerðust hlutirnir hratt og í lok mars var komið bindandi samningur milli okkar og Víkingbáta um kaup og sölu á Karólínu ÞH. 

Til gera langa sögu stutta keyptum við Karólínu og fékk hún nafnið Solrun B. Ef ég hefði vitað allt bullið og regluverkið sem fylgdi því að kaupa bátinn hefðum við sleppt því en báturinn var ekki kominn til veiða fyrr en í júlí 2023. Það sem sagt tók 3 og 1/2 mánuð allt þetta ferli þrátt fyrir allt. Fyrst tók Norska Fiskistofa heilar 7 vikur að gefa okkur leyfi fyrir því að flytja veiðiheimildinar frá ónýtum Jakob yfir á nýja bátinn . Síðan tók við heilmikið suðubull við Norsku skoðunarstofuna Polarkonsult í Harstad sem ég samdi við. Því reyndar lauk ekki fyrir en 1 desember þegar endalegu stöðugleikagögin fengust stimpluð . Þá fengum við loksins nýtt endanlegt Haffæri.

Veiðar gengu þokkalega á Solrun B við áttum allann þorskkvótann eftir sem voru heil 36 tonn fyrir árið 2023 , við náðum að tvöfalda hann í gegnum ferskfiskordningen svo við fiskuðum 72 tonn af þorski en það sem klikkaði hjá okkur var ýsan þar fengum við aðeins 14 tonn í haust sem er nánast stórt 0. 

Svanur Þór endurnýjaði sinn bát í sumar , keypti Cleopatra bát sem var byggður á Íslandi 2003 sem Hrólfur Einarsson , var fluttur til Noregs 2007, þetta er fínasti bátur og mikill stækkun frá gamla Viksund frá 1973 . Báturinn fékk nafnið Minibanken 2.

404118893_6636272839827842_1324820906323040201_n

 

 

Minibanken 2 byggður sem Hrólfur Einarsson til Bolungarvíkur á Vestfjörðum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamli Minibanken keypti svo Sólrún svo það eru komnir 3 bátar í fjölskylduna. Tveir bátar í opna kerfinu og Solrun B í lokaða kefinu með 9 til 10 m kvóta .

403931633_1514770262692864_9215765004507941826_n

 

 

Hér liggja þeir saman Minibanken og Minibanken 2. Minibanken er Viksund byggður 1973 svo jafngamall og undirritaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1000010873

 

Á aðventunni á maður til  að hugsa sig vitlausann og byrja  spá í því hvernig í ósköpunum hefur þetta skeð að fjölskylda frá Bíldudal  með rætur í Arnarfjörð , Tálknafjörð , Barðaströnd og Jökulfirðina byrjar gera út í Båtsfjord í Norður Noregi í landi Sama , 1180 sjómílur ( 2185 km) frá Bíldudal stefnan ca í Norðaustur  með alls enga tengingu við svæðið nema fiskinn!.Ástæðan er rétturinn til meiga fara og veiða fisk. Ég ætla ekkert að fara út í skrif um kvóta og kvótakefið hér rétt fyrir jól. Ég hef  bara gert mér betur grein fyrir því að Austur Finnmark þar sem við búum er í svipuðum sporum og Vestfirðir voru í kringum 1990 það er baráttan um sinn tilverurétt. Ég hef snúið peningnum fram og tilbaka en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu þrátt fyrir excel skjöl geta sagt annað . Tilveruréttur fólks er sterkari en arðsemi og gróði útvaldra

 

1000011512    

 

 Gleðilega hátið allir saman.

 

 


Veturinn farinn að sýna klærnar

Veturinn er sennilega búinn að ná yfirhöndinni þetta árið, meiri segja erum við feðgar búnir að ræsa snjóblásarann. Komið gott með snjó og fjallið þ.e.a.s fjallvegurinn milli Båtsfjord og Tana tildæmis lokaður í gær vegna óveðurs. 

1000011180

Við strákarnir á Solrun B höfum legið núna velbundnir við bryggju í rúma viku ekki vegna  veðurs allann tímann heldur er kvótinn nánst búinn þ.e.a.s þorskurinn og við höfum ekki tekist að finna ýsu hérna í Austur Finnmark. Austhavet hefur klikkað sem hefur leitt til þess að þorskkvótinn er nánast búinn. Vegna þess hvað við erum með lítinn þorskkvóta höfum við reynt að drýgja hann með því að veiða ýsu og taka fullann þátt í ferskfiskordningen sem er bónuskvóti í þorski til tryggja hráefni til vinnslu seinnihluta ársins svipað uppbyggt og  línutvöföldunin sem var á Íslandi í gamla daga. Þannig höfum við náð að gera heilsársútgerð eðs svo gott sem , En í ár hefur ekki verið ýsa, við sáum reyndar blikur á lofti í fyrra þar sem ýsuveiðin drógst mikið saman hérna.

Góð Ýsuveiði hefur verið vestar í Vesterålen úti á Malengsgrunnet sem er útaf Tromsø, eiginlega hefðum við átt að vera þar í Oktober þar er reyndar enginn þorskur sem meðafli sem flækir málið aðeins og svo erum við búin að búsetja okkur hér í austrinu til þess að hætta þessi flakki sem búið var vera á okkur í mörg ár! enn enn .

1000011182

 

 Annars er ég bara nokkuð góður við tókum þátt í seinna grálúðutímabilinu í ágúst það gekk ljómandi vel og var fínt með lúðu og gott með meðafla þorsk, hlýra og ýsu. Seinna tímablið í grálúðu var opið í 9 daga náðum við 5 róðrum enda fer alveg 2 sólarhringir í róðurinn. Eftir grálúðuna var það beint inn í Barents Skipsservice setja um borð sjókælirinn frá Kælingu ehf og laga hitt og þetta , tvöfalda lunningar og setja ballest til báturinn teljist hæfur til bankfiske yfir vetrarmánuðina þ.e.a.s báturinn standist svokallað yfirísingar tilvik í stöðugleikanum.

 

 

1000010924

 

Hér er kælirinn kominn um borð smellpassaði bakobrðsmegin í vélarrúmið

 

 

Tók þetta auðvita mun lengri tíma en reiknað var með allt sem var gert, við byrjuðum svo að róa eftir 10 okt og mánuði seinna erum við nánast kvótalausir í þorski. Yfirleitt hefur 20 tonn af þorski  dugað okkur vel til róa allt haustið hérna tildæmis fyrir 3 árum áttum við 6,7 tonn eftir þegar við hófum róðra og náðum við að drýgja það til 17 desember en þá var bónus í þorski reyndar 40% í dag er hann 20%. 

Báturinn hef reynst vel var smá lærdómur að byrja aftur með beitingarvél. Ekki verið á dekki á beitingarvél síðan 1995 þegar ég var vélavörður um borð í Guðrún Hlín frá Patreksfirði.

1000010727 

Í ágúst keyptum við hjónin gamla  bátinn af Svani Þór en hann hafði stækkað við sig keypt sér stærri bát. Það tók reyndar dá góðann tíma að fá bátinn skráðann og veiðileyfið samþykkt á Sólrúnu en allt gekk það fyrir rest og rérum við honum í september til að ná krabbalágmarkinu en til fá fullann krabbakvóta er krafa að veiða fyrir kr 200.000 norskar. Gekk það þokkalega en september er eiginlega lélegasti mánuðurinn til róa með línu hér á grunnslóðina en við náðum takmarkinu svo Krabbakvóti á Minibanken á næsta ári.

Minibanken er smíðaður 1973 sama ár og undirritaður, byggður úr trefjaplasti hefur allatíð reynst vera happafleyta.

1000010885

 

Hér er hann Svein Johansen frá Sund í Lofoten en Svanur keypti bátinn af honum , Svein var ekta kall og hjálpsamur og kenndi mér mörg góð trix. 

 

 

 

 

 

 

 

1000010876

 

 

Útgerðarmaðurinn á Minibanken sennilega reikna út aflaverðmætið þennan daginn

 

 

 

 

 

 

 

1000010881

 

 

Góður róður á Minibanken við eigum enn eftir 2,3 tonn af kvóta á Minibanken sem var planið ná upp fyrir jól 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru samt blikur á lofti í norskum sjávarútvegi þorskkvótinn er skorinn mikið niður þriðja árið í röð þannig að árið 2024 verður búið að skerða hann um 60% síðan metkvótinn ein miljón tonn var árið 2013. Heildarkvótinn er kominn niður undir 400 þúsund tonn , svo við sem höfum lítinn kvóta í þorski fáum mjög lágann kvóta á næsta ári og það sem verra er að heildarkvótinn sem er í ferskfiskordningen fer einnig mikið niður , svo eftir mjög góð ár er komin krísa í norskan sjávarútveg. Sérstaklega fyrir minni flotann sem hefur ekki möguleika til kaupa sér meiri veiðiheimildir , því bátar undir 11m eða hafa kvóta undir 11m meiga bara hafa einn grunnkvóta á meðan bátar yfir 11m meiga hafa allt að 5 kvóta þ.e.a.s 1 grunnkvóta og 4 uppkeypta kvóta af öðrum.

1000011104

 

Solrun B, gæti verið að hún verði meira bundin við byrggju heldur en við reiknuðum með þegar báturinn var keyptur vegna breytra rekstrarforsenda , svona getur þetta sveiflast til.

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikil fjárfesting hefur átt sér stað hér í konungsríkinu Noregi  , margir nýjir bátar hafa verið byggðir, fjármagnskostnaður til gera þessar fjárfestingar hefur verið góður hérna lágir vextir og tilgangur að fiski hefur verið góður þ.e.a.s kvótar hafa verið rúmir .

Blikur eru því á lofti mikill niðurskurður í þorskkvóta niðurskurður í ýsu og grálúðu svo er er það stóra sem kemur til höggva stórt hérna í nyrsta fylki Konungsríksins niðurskurður í kóngakrabbakvótanum verður hvorki meira en  minna en 60% fer úr heildarkvóta 2300 tonn niður í 983 tonn, síðan hafa stýrisvextir hækkað mikið eru núna 4,25%  sem hefur leitt til hærri vexti á lánum, norska krónan hefur svo fallið mikið síðustu mánuði sem hefur hækkað olíuverð og öll aðföng. Og þeir sem gera út á línu hafa einnig fundið fyrir hvað beitukostnaður hefur aukist mikið og þar að leiðandi beitingarkostnaður tildæmis ef þú leigir beittann bala hérna hjá beitingarþjónustu kostar hann núna 900 kr norskar krónur ekki eins slæmt hjá okkur sem höfum beitingarvél  

En svona hefur þetta svo sem alltaf verið í sjávarútvegi það koma góð ár svo koma erfið ár erum við  að stefna inn í slíkt tímabil núna eflaust verður mjög erfitt hjá mörgum sérstaklega hjá þeim sem hafa fjárfest í mjög dýrum bátum og hafa frekar lítinn kvóta.

1000011358

Annars erum við nokkuð góð hér í austri eða eystri það er alveg klárt að næstu ár verða meira krefjandi fyrir okkur þurfum að leggja niður púslin sem við fáum rétt niður. Það þýðir ekkert að gefast upp þó svo kaldur vindurinn blási á móti eins og vinur minn Þorsteinn Máni segir " þá er bara bíta í skjaldarendur og þeysast fram í orrustu " 

 

 

 

 

 

 


Sumarfærsla

Veturinn var þungur andlega ,veðurfarslega og líkamlega ( mikill snjór )

Fljót á litið var síðastliðinn vetur eiginlega sá óraunverulegast sem ég hef upplifað,  Hann byrjaði á fríi og í staðinn fyrir að halda suður í sólina héldum við hjónakornin til Íslands halda upp á 50 árin hjá undirrituðum og fara á Níu Líf í Borgarleikhúsinu sem var afmælisgjöf og jólargjöf frá fjölskyldinu okkar.

Í lok janúar var svo haldið norður í Båtsfjord og vetarvertíð hófst hjá okkur á Jakob , fengum við einn róður síðan kom 10 daga bræla , eftir hafa orðið leiður á þessari endalausu brælum ákvað ég að fara í kaldaskít inn á Varangerfjörðinn sem er eiginlega austasti fjörðurinn í Noregi þó svo nokkrir litlir firðir liggja inn úr honum að austanverðu. Varangerfjorden er gjöful fiskifjörður. Yst í Varangerfirði vestanmegin er eyjan Vardø, göng tengja eyjuna við fastlandið. Til koma sér inn á Varangerfjörðinn þegar maður kemur vestan að fer maður yfirleitt milli Vardø og fastalandsins í gegnum sund sem heitir Bussesundið í miðju Bussesundinu landmegin er höfnin Svartnes.

 

received_1240933573519619Akkúrat þarna í áðurnefndu Bussesundi kveiknaði í Jakob , varð ég fyrst var við reyk í myndavélinni sem sýndi okkur mynd af millidekkinu og á einhverjum mínútum vorum við búnir að missa öll tök á eldinum sem kveiknaði í skorsteinshúsinu. Neyðarkall sendum við og setti ég stefnuna beint inn í höfnina í Svartnesi um leið og ég sendi út neyðarkallið, 0,4 mílur voru í höfnina þessar 0,4 mílur voru lengi að líða reyndum við að slökkva og ráða við eldinn án árangurs svo ég tilkynnti strákunum að leið og við næðum í höfnina væri bara eitt að gera bjarga okkur sjálfum sem við náðum að gera , þegar ég rúlla inn á bryggjuna verður einhvers skonar yfirtendring í bátnum einhverjum  10-20 sek eftir ég yfirgaf bátinn , ekki alveg laust við að ég hafi aðeins titrað og skolfið. Svartneshöfnin verður eftir þetta  greypt í hjartað mitt sem okkar lífhöfn.Talandi um sek spursmál þá gerði ég einn mikill misstök þarna þegar við komum að höfninni ég fór aftur inn í stýrishúsið til tilkynna að við værum að yfirgefa bátinn það átti ég aldrei að gera þessar 30 sek sem fóru í það hefðu getað orðið mér að aldurtilla svo  svo naumt var þetta.

received_3402175400063448

Báturinn gjöreyðilagðist en við strákarnir björgðumst þsð var fyrir öllu. Vetrarvertíðin varð því 1 róður. Eftir svona atburð er höfuðið eiginlega á haus. Veit ekki hvort það eru tilviljanir eða hvað en að eldurinn hafi einmitt byrjað á þessum stað eiginlega í hafnarmynninu í Svartnesi einnig þennan dag 14 feb var slökkviliðið í Vardø með æfingu og þegar ég sendi út neyðarkallið voru vaktaskipti á æfingunni svo slökkviliðið var útkallsklárt þegar neyðarkallið kom. 

Eftir brunann hef ég farið einu sinni um borð í bátinn fékk að fara um borð þegar lögreglan og fulltrúi tryggingarfélagsins höfðu lokið skoðun þetta var mánudaginn 20 feb tæpri viku eftir slysið , það er eiginlega ekki hægt að lýsa þeirri upplifun, kojan mín sem og aðrar kojur fremst í bátnum sluppu, milli kojustokksins og dýnunnar geymdi ég skipstjórnarskírteinin mín og vinnu ipad. Ipadinn var nær stiganum upp í stýrishúsið annars voru þessir hlutir hlið við hlið skírteinin sluppu bara sviðnuðu aðeins en ipadinn var gjörsamlega bráðnaður. 

received_1269204773946824

 

 

Svona brann báturinn við kaja í Svartnes , undirritaður gat reyndar ekki horft á bátinn brenna heldur ákvað  þess í stað halda sig inn í lögreglubílnum sem var staðsettur á bryggjunni seinna fengum við að nota kaffistofuna hjá Aalasundfisk 

 

 

 

 

 

 

 

 

20230220_141406

 

Svona var umleiks um borð í Jakob þegar ég fékk að fara um borð 22. feb 2023

 

 

 

 

 

 

 

 

20230220_141052

 

Þarna sjáum við skipstjórnarstólinn og það sem er eftir af tækjum ef eitthvað var eftir

 

 

 

 

 

 

 

 

20230220_141804

 

 

Séð aftur millidekkið þarna sér fólk hljóðkútinn og rörið upp þarna byrjaði eldurinn efst uppi þarna var lokað skorsteinsrými sem er brunnið burtu eldurinn byrjaði milli vélarrúmsniðurgangs og skorsteinshúsrýmis upp við efra dekkið

 

 

 

 

 

Eftir ca mánuð með hvíld koma hausnum á réttann stað , rannsóknir fundir með tryggingarfélaginu og afslöppun í suðrænum slóðum tókum við ákvörðun að halda áfram rekstri og útvega okkur annan bát , lögðum við inn tilboð í Húsvíska bátinn Karólínu ÞH- 100 sem er Víkingur 1200 smíðaður í Hafnarfirði af Samtak 2007 , Tilboðið var samþykkt og nú tók við langt og strangt ferli að fá bátinn til Noregs . Fyrst mátti sækja um flutning á veiðileyfi og kvóta frá ónýtum Jakob til  Fiskeridirektoret ( Íslenska Fiskistofa ) nánast formsatriði því um svipað stóra báta erum að ræða og slíkt , en nei kallinn minn þeir tóku sér rúmar 7 vikur til að svara umsókninni. Það tók okkur 104 daga frá því kaupsamnngur var undiritaður þangað til að bátuirnn var kominn til Noregs ekki var mikil munur á norskri eða íslenskri stjórnsýslu varðandi það þó held ég að sú norska hafi flýtt sér aðeins minna.

20230630_082128 

Báturinn fékk nafnið Solrun B og fiskerinumer TF-31-BD , það var slatti sem við máttum gera uppfærsla á tækjum og búnaði en þetta hófst allt saman.

 

 

 

 

 

 

 

 

received_1376423966234059

Við fengum bátinn fluttann til Noregs með flutningarskipinu Skog frá Patreksfirði til Husøya á Karmøy Þaðan var svo siglt upp norsku ströndina til Båtsfjord.

Þegar loksins við vorum komnir til Baatsfjord gátum við  hafið róðra reyndar  er 3 vikan sumarfrí í þessum skrifuðu orðum sem var búið að plana í apríl þvi upprunalega planið var að ná róa bátnum í maí og júní , en við fórum í  okkar fyrsta róður  22 júní svo róðarnir urðu bara 5 á sumarvertíðinni. En við náðum að testa bátinn læra á hann og slíkt laga það sem okkur þótti mætti betur fara .

 

 

 

received_3633819546941131 

Hér er verið að hífa upp bátinn um borð í Skog á Patreksfirði minn gamli sveitungi Vignir Bjarni Sævarsson tók þessar myndir

 

 

 

 

 

 

 

received_974657253886432

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í öllu þessi ferli þegar við vorum að kaupa bátinn kom norska skoðunarstofan með kröfu að bátuirnn ætti að skoðast sem nýsmíði inn á norska skipaskrá. Ég ekki alveg sáttur og sendi kæru inn til Sjøfartdirektoret Siglingarstofu norðamanna svarið frá þeim kom 22 júni akkúrat þegar ég var að leggja í fyrsta róðurinn. Svarið var eins og ég var búinn að harma á við Polarkonsult mína skoðunarstofu að skoðnair sem gerðar eru íslenskum skoðunarstofum og eru viðurkenndar af Íslenskum siglingaryfirvöldum s.s öxulskoðun, bolskoðun, vélskoðun og slíkt eru fullnægjandi í Noreg þar sem íslensk og norsk siglingaryfirvöld nota sömu reglur og forskriftir. Þetta á að við um fiskibáta undir 15 m . Svo næsti notaði bátur sem verður keyptur þá verður þetta leikur einn 7-9-13

 Þegar við vorum að koma til Ålasund á Solrun B nýbúnir að skríða fyrir Stad í leiðindar gömlum sjó , hringdi síminn á línunni var Jónatan Hróbjartsson Lögfræðingur að tjá mér að við höfðum unnið mál fyrir Landsrétti mál sem ég var löngu búinn gleyma dæmdur fullnaðar sigur vegna kaupa á gallaðari ljósvél í Jakob veturinn 2019. Til að gera langa sögu mjög stutta , á smíðatímanum á Jakob í Stykkishólmi var ákveðið að bæta við ljósavél í nýsmíðina var leitað eftir tilboðum frá 3 aðilum Goon, Aflhlutum og Ásafli. Aflhlutir komu með hagstæðasta tilboðið sérstaklega varðandi afhendingu. Vélin bilaði 2020 var enn í ábyrgð þá kemur í ljós að hún hafi verið framleidd nóvember 2011 s.s var 7 ára þegar hún var gangsett um borð í Jakob apríl 2019 , við töpuðum málinu í héraðsdómi en Landsréttur snéri málinu við seljendur vélarinnar hafa síðan áfrýjað málinu Hæstaréttar svo málinu er ekki alveg lokið  Eiginlega var þetta prinsipp mál fyrir mig bara fannst þetta vera algjörlega galið, kaupa nýja vél í nýjan bát fá svo 7 ára gamla vél reyndar alveg ónotaða vélin  bilaði eftir mjög lítinn gangtíma. Við fórum fram á að fá nýja vél árið 2020.

20230527_203314

 

 

Solrun B í Ålasund Við hlökkum til að byrja almennilega róa og reyna draga björg í bú 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annað markverkert hjá fiskifjölskyldunni er að Svanur hefur uppfært sinn bát keypt sér Cleópötru sem var byggð til Bolungarvíkur á sínum tíma hét Hrólfur Einarsson nýr sá bátur hefur fengið nafnið Minibanken 2 , Minibanken gamli Viksund báturinn hefur svo Sólrun Aradottir keypt svo nú er komnir 3 bátar í fjölskylduna sem þýðir 3 krabbakvótar í sigtinu.

received_1392803087952003

 

 

Minibanken 2 á landleið. 7 ágúst byrjar svo seinna tímabilið hérna í Noregi þar sem kystflåten Strandveiðiflotinn fær til að ná sér í grálúðu , þá er planið að bæði Solrun B og Minibanken 2 taki þátt og verði tilbúnir taka slaginn 

 

 

 

 

 


Áramótabloggið Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla

 Síðasta blogg á þessu ári, þetta blogg kryddast af hálfrar aldar afmælisem er handan við hornið. 1 Janúar verður kallinn 50 ára og það sem meira er 30 ára útskriftarafmæli frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík einnig að skella á.

 

Það eru því liðin rúm 32 ár síðan við félagarnir Benedikt Páll Jónsson og ég pökkuðum Fiat Uno 60S fullann af dóti og lögðum af stað til Reykjavíkur þar sem við ætluðum að hefja nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Fiatinn var fullestaður örugglega yfir lestarmerkjum. Kannski voru það örlögin eða hvað veit ég ekki kannski voru þetta bara hillingar hjá okkur en þegar við snígluðumst upp úr Trostansfirði upp á heiðina sem flestir kalla Trostansfjarðarheiði en heitir víst Nordalsfjall blöstu við okkur tveir puttalingar tvær stúlkur  sem vöntuðu far alveg gullfallegar. Fiatinn fullestaður rétt svo pláss fyrir okkur svo við stóðum frammi fyrir því að henda föggum okkar niður í Nordalinn og bjóða stúlkunum far eða bara veifa og segja sorry við höfum ekki pláss Við félagarnir völdum seinni kostinn afsökuðum okkur og veifuðum, Benni hafði þó orð á því þetta hefði nú aldrei gerst ef Fiatinn hefði verið tómur þ.e.a.s svona gullfallegar stúlkur myndu biðja um far hjá okkur sveitalubbunum.

 

Ég þekkti aðeins til í Reykjavík og Sjómannaskólann eftir hafa stundað nám við Vélskólann sem var og er í sama húsnæði svo ég var kannski kominn skrefinu lengra en Benni. Frændur mínir bræður pabba höfðu stundað nám við Stýrimannaskólann í kringum 1980 , fékk ég góð ráð frá þeim , mér er samt minnistæð tvö ráð frá Guðmundi frænda sem voru:  1. kaupa straufrí jakkaföt sjaldan tími fyrir þvott og gæti hent kæmu upp aðstæður sem hreinlega þyrfti að sofa í fötunum og þá væri sko gott hafa þau straufrí. 2. Drekka brennivín eða kláravín í vatni á öldurhúsunum bæði væri það ódýrara og ekki minnst kallaði ekki fram þynku og það væri mikilvægt námslega séð. 

Þessi ferð var sem sagt byrjun á  frábæru ferðalagi , var alveg einstakur tími þessi tvö ár í Stýrimannaskólanum undir öruggri leiðsögn Guðjón Ármanns skólameistara. 

Við Vestfirðingarnir héldum smá hópinn enda stoltir á þessum árum höfðum ennþá Guðbjörgina í fjórðungunum. Svo það var oft sveifla á okkur á þessum tíma.

Á þessum árum voru ákveðnir umbrotatímar í íslenskum sjávarútvegi, við vestfirðingarnar vorum dálítið kryddaðir af þessu og voru ekkert sérstaklega vel við ákveðinn  mann mjög voldugann sem kom frá öðrum fjórðungi en okkar. Það vildi svo til að var slatti af nemendum frá heimabæ þessa manns þ.e.a.s Hornafirði. 

Við settum nú því ákveðinn varnagla við blessða hornfirðingana , fljótlega sáum við þetta voru bestu skinn og alveg á pari við okkur vestfirðingana. Tildæmis var ég í herbergi með hornfirðingi honum Heiðari Björgvin Erlingsyni og sat svo við hliðina á öðrum í tímum honum Sigurði Ólafsyni báðir öðlingsmenn  Af og til hvessti þó aðeins þegar sjávarútvegsmál voru rædd en lægði yfirleitt mjög snögglega aftur. Hornfiðringarnir fengu og fá toppeinkun frá mér ( okkur) þó svo þeir höfðu stolið frá okkur vestfirðingunum grálúðunni.

Annar flokkur sem var kannski fjölmennur þessi ár sem við stunduðum okkar nám voru Grindjánarnir eða Grindvíkingar. Grindvíkingarnir höfðu okkar virðingu frá fyrsta degi enda höfðu nú margir vestfirðingar haldið til Grindavíkur á vertíð í gegnum árin og að sjálfsögðu af og til  skilið eftir til  kynbætta stofninn.

Námið var fjölbreytt og skemmtilegt. Samt var stundum  skotist á öldurhús. Á þessum árum var Gaukur á Stöng aðal en hinum meigin við götuna var öldurhús sem hét Cafe Amsterdam og þar hreiðruðu við okkur þessa tvo vetur við stýrimannamenn. Siggi Björns Flateyringur og Vestfirðingur var oft  trúbadora á Cafe Amsteerdam  lög eins og "Híf opp æfti kallinn inn með trollið inn inn" okkur stýrimannaskólanemendum fannst þetta lag vera lagið á þessum árum. Einn úr hópnum bað þó Sigga Björns alltaf spila " Á líkbörunum liggur Jón " . Oft voru hlerar saman og trollið óklárt hjá okkur þarna á Cafe Amsterdam en að lokum fór það nú alltaf  klárt í sjóinn aftur. 

Nemendur í Stýrimannaskólanum skiptust á þessum árum í 3 flokka fiskimenn, farmenn og gæslan. Oft var létt grín á milli eins og oft kölluðum við farmennina sápukúlusjómenn og gæslussjómennina fjarðarskarkara en varðskipin lágu oft á þessum árum við akkeri inn á fjörðum, við voru svo oft á móti kallaðir slorkallar.

20221231_090010

Í haust hef ég heldur betur rifjað upp fræðina sonur minn hann Svanur Thor og dóttir mín hún Jona Krista eru bæði nú í námi í siglingarfræðum svo hef ég verið að hjálpa til að reikna stórbaugssiglingar , flóð og fjara og kortagerð . Einnig hefur GZ armurinn og GM þyngdarpunkturinn heldur betur verið ræddur og reiknaður fram og tilbaka svo það má segja það að ég hafi engu gleymd þessi 30 ár , reyndar er aðeins auðveldara eiga við þetta núna bara gúgla , gúgl fannst ekki fyrir 30 árum . Samt er gaman að segja frá því að við höfum dustað rykið af NC-99 reiknivélinni sem var algjört tímamótaverkfæri fyrir 30 árum og reyndar mjög góð til sannreyna reiknaðar stórbaugssiglingar en í dag. NC 99 vélina fékk 1992 í gjöf frá foreldrum mæinum. Þegar við svo fluttum fyrir 5 árum til Noregs fannst vélin vel geymt inn æi skáp og núna í haust skiftum við um rafhlöður og bingo NC-99 hafði engu gleymt.

20221203_084624

 

Að allt öðru árið okkar hérna fyrir norðan heimsskautabaug hefur bara verið nokkuð gott. Útgerðin hefur rúllað. Jukum um aflaverðmætið milli ára um 21%. Í ár fluttum við útgerðina til Båtsfjord en þaðan höfum við meira og minna gert út síðan 2019. Í ár gerðum við út með svipuðu sniði og undanfarin ár , reyndum að veiða eins mikla ýsu til spara þorskinn , þegar ca helmingur er eftir af þorskkvótanum stoppuðum við og byrjuðum ekki aftur fyrr en um miðjan mai , en þá er komin ferskfiskordningen sem gefur okkur þann möguleika til að halda áfram veiðum í aðrar tegundir svipað og línutvöföldunin. Í ár veiddum við ca 60 tonn af þorski meira en kvótinn okkar var en við höfðum 47 tonn þorskkvóta í ár. Síðan samfiskuðum við með öðrum útgerðarmanni s.s veiddum einn þorskkvóta extra. Svo þorskaflinn í ár var um 150 tonn. Þetta er fyrsta árið síðan ég byrjaði að gera út á linu hérna að við veiddum meiri þorsk en ýsu. Ýsa hefur verið aðalsortinn okkar enda er nánast frí sókn í ýsu hérna. 

20221213_080408

 

Löndun hjá okkur á Jakob Pitor stjórnar lestinni, Pitor hefur róið með okkur síðan 2018 þar áður var hann með mér á Polarhav. Var í mörg ár á Íslandi byrjaði sína sjómennsku þar um borð í Ársæll 

 

 

 

 

 

 

received_1207080800162033

 

 

Minibankaútgerðin átti einnig flott ár juku aflaverðmætið um 76% milli ára. Þar kemur kóngakrabbinn sterkur inn en gott verð er á honum. Í bolfiski jókast aflaverðmætið milli ára um 40%. Minibankaútgerðin nýtur góðs af því að útgerðarmaðurinn er ungur og búsetur á Samísku svæði. Kystsamar í Noregi fá sneið af kvótakökunni hérna sem svo deilist niður á alla báta sem veiða í opna kerfinu í sveitafélaginu sem hefur Samískar rætur tildæmis öll Finnmörk hefur samískar tengingar. Númer 2 er svo útgerðarmaðurinn er ekki orðinn 30 ára fær hann extra kvóta fyrir unga fiskimenn sem eiga bát í ár varð það 4 tonn og samakvótinn var 12 tonn. Hér er útgerðarmaðurinn Svanur Þór Jónsson í viðhaldsvinnu.

 

 

 

 

 

 

received_519691486686975

 

Hér er svo undriritaður með að sjálfsögðu skötu og þorsk. Skatan var kæst að vestfirskzum sið  received_1161077584782555

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jakob í jólabúningum þetta árið liggur tryggt við Båtsfjordbruket , þar höfum við landað nú í áratug alveg fast síðan 2019. Og komið Båtsfjordfiskinúmer TF þýðir Troms og Finnmark og BD Båtsfjord 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Minibanken smíðaður 1973 eins og undirritaður og nóg eftir eins og hann Viksund með gafl 33 fet . Við feðgar um borð eftir velheppnað krabbatúr

Gleðilegt nýtt ár og þökkum það gamla 

received_5251462691624311


Allur þorskkvóti kominn í mál ( boks ) og komið jólafrí.

Já já við strákarnir búnir með þorskinn þrátt fyrir 40% ferskfisk bónus á þorskinn vorum við búnir um mánaðarmótin síðasta með kvótann sem var planið myndi duga okkur heilt til jóla. Í desember tókum við 4 róðra til reyna finna ýsu án árangurs rérum á inndraging. En hérna í meigum við halda áfram róðrum þó þorskkvótinn er búinn en ef þorskaflinn fer yfir 40% er það sem er fram yfir tekið af norsku fiskistofu og við fáum svo 20% af aflaverðmætinu tilbaka, eina krafan er gerð að þú þarft að róa á önnur mið ef þorskafli er yfir 40%.

1000000025 1000000006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Yfirleitt gengur það fínt en nú í ár hefur verið svo lítið af ýsu sem meðafla að núna er þetta nánast vonlaust.

9026

 

 

Balarnir teknir í blíðskaparveðdri svolítið gamalsdags balarnir teknir á vögnum setjum 12 bala á hvern vagn svo þegar við róum með 60 eru það 5 vagnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að öðruleiti var haustið mjög gott nánast ekki bræla allt haustið , það sem stoppaði okkur var beitningin þegar er blíða reynir einnig mjög á fólkið í landi sem beitir. Og þegar lítið er um brælur er erfitt að fá fólk úr öðrum skúrum til hjálpa . Við höfum fasta 3 beitningar menn sem beita ca 20 bala á dag. Þegar er blíða dag eftir dag er það erfitt þegar róið er með 60 bala , lagerinn hjá okkur er 146 balar svo það var mikil pressa á fólkinu , einnig var mjög erfitt að leigt bala í ár en það eru 3 beitningarþjónustur hérna sem leigja út beitta bala.

9016

 

 

Innblikk í beitingarskúrana þarna eru okkar fasta beitiningarfólk + ein stelpa em var hjálpa til . Svo þarna fyrir innan beitir hún Sólrún , en það þurfti að ræsa hann út í beitningu 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrátt fyrir ýsuleysið var haustið núna besta haustið okkar síðan við byrjuðum róa frá Båtsfjord að hausti til. Fyrsta banklínu vertíðin hjá okkur var 2017. Aflamverðmætið í ár er einnig það mesta. Loksins gekk allt upp eða þannig.

9015

 

Kemur fyrir að krókur fer í háls en þá er bara greiða flækjuna þegar í land er komið. Persónulega finnst mér krókarnir sem hafa nylon taum meira lifandi og eiga það til hoppa út úr balanum 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gekk einnig vel á Minibanken hjá honum Svani bæti hann einnig aflaverðmætið allnokkuð.Bæði fiskaði hann mikið meiri þorsk og svo kom heill krabbakvóti nú í haust.

9070

 

 

Fullur bátur með krabba þarna er Minibanken svo sannanlega Stórbanki 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9073

 

Krabbinn var tekinn inn á Båtsfjord og fékk gamli ( ég) fara með. 450 kr var fyrir kg þegar við veiddum kvótann , notuðu við 4 öskjur með sild og 100 ltr með disel að ná í þessi tvo tonn . aflaverðmæti upp á 900 þúsund norskar. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9040

 

 

Oft alveg frábært myndaefni þegar eru hauststillur og sólin farin lækka verulega á lofti hér er eitt slíkt augnablik

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú haust pöntuðum við beitingarkerfi fra Mustad um borð í Jakob komum við til með vera með 15.000 króka , samhliða því keyptum við Sjókælir frá Kælingu sem framleiðir kaldann sjó , með þessu vonum við geta afhent ennþá betri gæði á okkar vöru sem vonandi gefur okkur hærra verð. Planið er setja allt þetta um borð í mars á næsta ári.

1000000028

 

Jólin kominn um borð í Jakob. Liggjum tryggt í Bjørnsvik huken ( króknum) . En þarna lág í mörg ár báturinn Bjørnsvik yfir hátíðarnir . Bjørnsvik byrjaði koma á vertíð til Båtsfjord 1980 og held að síðasta vertíðin haf verið 2017 eða 18. Mikið er kallað eftir Bjørnsvik eins beitingarskúrarnir sem við höfum eru kallaðir Bjørnsvikbua 


Komið haust og Haustvertíð

Já haustvertíðin er byrjuð fyrir alvöru aðkomubátarnir mest frá Lofoten eru komnir til Båtsfjord, Berlevåg og Vardø og þar með er  banklínuvertíðin  hafin hér í Eystri Finnmörku. Þegar aðkomubátarnir fóru að týnast hingað höfðu við verið að síðan 30 ágúst í skrapfiskerí eftir ýsu mest inn á Varanger firði þar sem við fundum lítinn blett með ýsuraki með fíni blöndu af kóngakrabba, án kóngakrabbans hefði þetta verið frekar lasið verðmætalega séð. Við meigum vera með 3% af kóngakrabba í ferð. Krabbinn er rosalega fín búbót þar sem hann er mjög verðmætur en krabbinn hefur líka neikvæð áhrif hann étur beituna af línunni nánast strax ef þú hittir í krabbaspor og síðan étur hann einnig fiskinn sem búinn er að bíta á sem við ætluðum að veiða. Samt einn 3 kg krabbi er eins og 120 kg af ýsu á balann.

20220928_110629

 

Setjum inn nokkrar myndir frá okkur, en inni á Varenger eru líka ágætis lúðumið hér er Adrian með ágætis lúðu.

 

 

 

 

 

 

 

20220929_065959

 

Löndun einn daginn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20221006_055602

 

 

Balarnir teknir frá borði eftir túrinn en það er mikill vinna með bala fram og tilbaka allt árið um kring.

 

 

 

 

 

 

 

 

Haust þýðir líka haustlægðir og þær eru byrjaðar bræla í dag 30.10 voru nokkrir dagar um miðjan október líka. Með haustinu eykst líka fiskeríð. Barentsþorskurinn byrjar skríða upp á bankana til fara undirbúa hrygningu suður í Lofoten , hann vill fita sig fyrir hrygninguna svo hann fúlsar ekki við línunni. Venjulega í kringum miðjan nóvember er farið að merkjast gott að fiskurinn er byrjaður ganga upp á grunnbankana. 

 

Eitt er þó mikið áhyggjumál það hefur verið svo lítið með ýsu niður á bönkunum núna í haust bara nánast sýnishorn, venjulega höfum við haldið 3o-40% með ýsu á þessum tíma nú í haust hefur þetta verið 10-12 % . Hægt er að fá ýsu í fjörunum og inn á fjörðum eins og inn á Varanger, en það er bara svona sýnishorn og dregst fljót upp.

Þar sem við erum með frekar lítinn þorskkvóta er þetta mikið reiknistykki að fá dæmið til ganga upp þegar er svona lítið að öðrum fiski. Núna er 30% meðaflaregla í þorski getur haft allt að 30% af þorski sem ekki reinknast í kvóta. Reiknast á vikuna. Við erum að vonast þessi prósenta verði aukin upp í 50% eftir mánaðarmótin, þá er dæmið leyst fyrir okkur. Í dag eigum við ca 11 tonn eftir af þorski sem er planið að láta duga fram í miðjan desember.Fyrir ári síðan settu þeir meðaflaregluna upp 1. nóvember.

20221030_092809 

Annar fylgifiskur haustins er að sólin lækkar á lofti og dagurinn styttist hér á 70 gráðunni erum við farin að merkja það gott að dagurinn styttist. 23 nóvember sést hún ekki lengur hér í Båtsfjord kemur svo upp aftur 20 jánúar. Í dag höfum dagslengt í 5 tíma og 32 mín styttist um ca 10 mín á dag, þegar fer að líða á nóvember styttist svo dagurinn mun hraðar og eins og ég sagði fyrr er engin dagslengt eftir 22 nóvember. Fyrst var þetta kannski frekar skrýtið ég er reyndar uppalin á Bíldudal þar er einnig frekar stuttur dagur í desember og Janúar og alveg sólarlaust vegna hárra fjalla í desember og janúar.

 

Strákurinn hann Svanur Þór fékk loksins langþráðann krabbakvóta í lok september eftir vera búinn að bíða lengi en þú verður vera búsettur í Finnmörku til geta fengið krabbakvóta svo verður eiga fiskibát og vera skráður fiskimaður á svokölluðu fiskimannatali sem er haldið út hér af Norsku fiskistofu blað B. Svanur var þá búinn bíða í 7 vikur en mikið ferli er að fá krabbakvóta þarft senda inn mikið af gögnum. Náði strákurinn að leggja og draga einu sinni en þá þurfti hann fara um borð Meløyfjord Sem er fasta plásið hans hérna í Noregi.

20221001_100334

 

Svanur týna og sortera krabbann , en sleppa á öllum krabba sem er undir 13 cm það er að segja frá trýni og aftur sem sagt skelin.

 

 

 

 

 

 

 

20221001_080609

 

 

Hér ca 100.000 norskar krónur  í krabba en mjög gott verð er fyrir kóngakrabbann 1 kg af krabba upp úr sjó mátt reikna með 450 til 500 kr norskar á hvert kg.


Sumarfríi lokið og veiðar hafnar að nýju.

Eftir gott sumarfrí með fínu veðri í Skandnavíu, lögðum við af stað frá húsinu okkar í Reipå föstudaginn 19. ágúst áleiðis norður eftir , reyndar er fyrst keyrt eiginlega beint í austur. Við keyrum yfir til Svíþjóðar frá Saltdalen  oyfir til Junkedalen og þá erum við komnin til Svíþjóðar gegnum Arjeplog siðan til Arvidsjaur og endum við ströndina í Lulå þá förum við að taka norðlæga stefnu og keyrum til Haparanda og síðan upp Finnland þangað til við komum að Polmak en þar er landamærin milli Finnlands og Noregs. Þetta er ca 1381 km leið ca 17 tíma keyrsla. Við gistum yfirleitt í Rovaniemi í Finnlandi en þar á jólasveinninn heima. Rovaniemi hefur verið kallað Vegas norðursins einnig stundum París norðursins, við gistum núna í þorpi jólasveinsins og slöppuðum af eftir langann akstur tókum sauna það er staðalbúnaður í finnskum hyttum ( litlir sumarbústaðar sem eru leigðir út).

20220820_135445

Hér kannski stolt Lappverja Multeberjasulta þ.e.a.s pönnukaka með ís og Multeberjasultu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Norrbotten og Lappland ( svo kallast þessi svæði Norður Svíþjóð og Norður Finnlandi  er flott ferðalag og ekki skemmdi veður fyrir okkur þessa daga. Við komum svo í Båtsfjord laugardaginn 20. ágúst.

20220820_141356 

 

Stoppað við eitt af mörgum vötnum á þessari leið en þetta er mikið vatnasvæði sem tengjast saman með síkjum eða ám

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur finnst best fara þessa leið norður eftir erum búin að prufa fara E& upp Noreg einnig keyra yfir til Svíþjóðar út frá Narvik og farið yfir Bjørnfjellet svo í gegnum þann fræga námubæ Kiruna og þaðan norður til Noregs lítið farið inn til Finnlands þegar sú leið er valin og þar með lítið um sauna.

 

Jakob var upp í slipp þegar við komum til Båtsfjord en Svanur hafåi farið með hann í vikunni. Svo nú hófst vinna við breyta pústinu einu sinni en , botnmála og almennt viðhald. Jakob fór svo niður á fimmtudeginum Og við kláruðum að plasta og skipta um glugga og fleira sem þurfti að gera.

300916878_470738251315616_302642974024781074_n

 

 

Jakob klár fara niður eftir slippinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

301016198_1088061558545892_8893261405747958057_n

 

Hann Løfte leikur sér að Jakob . Var mikill fengur fyrir okkur í Båtsfjord þegar Løfte birtist í bænum og byrjaði að lyfta bátum upp og niður hægri vinstri 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20220824_161305

 

Plöstum í gangi alltaf verið reyna að beturbæta Hér er verið loka af í kringum hljóðkútinn 

 

 

 

 

 

 

 

20220827_164017

 

Nýr gluggi kominn í út á millidekk sá gamli var alveg búinn 

 

 

 

 

 

 

 

 

20220827_164021

 

Svo svona lítur þetta út þegar búið er að plasta og topcoat 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrsti róður var svo 30 ágúst með frekar daufu fiskeríi og þannig hefur fiskeríð verið síðan við byrjuðum allt of rólegt. Dálítill kóngakrabbi hefur þó fengist sem hífir upp meðalverðið og gerir þetta mögulegt að róa á þessu hungurfiskerí eins og hefur verið svona svangra manna fiskerí. Við vonum svo sannanlega að fiskerí komi til breytast fljótlega en September getur verið frekar sár mánuður hérna norður frá.

20220913_071944

 

 

Löndun 

 

 

 

 

 

 

 

 

þorskkvótinn verður skorinn niður hjá okkur um 20% sem kemur ofan á niðurskurð í fyrra sem einnig var 20%. Svo næsta ár getur orðið mikið púsluspil varðandi þorskinn, aðrar tegundir eru svo til fríar s.s ýsa og ufsi. Við erum bara með einn 9-10 metra kvóta, svo það ferskfiskordningen eða ferskfiskbónusinn sem við höfum lifað á undanfarinn ár þ.e.a.s þegar líða tekur á árið yfirleitt um mánaðarmótin juni júlí byrjar ferskfiskbónusinn í þorski þannig máttu hafa ákveðið magn af þorski sem meðafla án þess að eiga kvóta fyrir aflanum. En þegar grunnkvótinn í þorski minnkar og minnkar milli ára verður það erfiðara fiska aðrar tegundir eins og ýsu fyrrihluta ársins. Við höfum haft það fyrir reglu að fiska ca 50% af þorskkvótanum sem meðafla fyrstu 3 mánuði ársins, vegna skerðingar á kvóta í fyrra rérum við ekkert í janúar bara febrúar og mars ( reyndar stoppuðu við 20 mars). Samt hefur þetta alltaf reddast hingað til svo við reddum þessu bara líka á næsta ári .


Komið sumarfrí

Sumarfrí í júlí er víst málið eða fellesferie eins nojarinn kallar það , norskt samfélag lamast í júlí þá er enginn nánast í vinnu allir í Svíþjóð og í Syden. Við tókum sem segt sumarfrí 15 júlí drógum síðast 14 júlí. Keyrðum suður á bóginn sunnudaginn 17 júlí og vorum heim í kotið í Reipå mánudaginn 18 júlí eftir ca 1200 km ferðalag þar sem við gistum í Lulå Í Svíþjóð. Þegar við keyrum frá Båtsfjord finnst okkur best keyra bara í suður niður Finnland og svo suður til Svíþjóðar svo tökum við stefnuna Vestur til Noregs þar sem við búum lengri leið í km en mun styttri og þægilegri í keyrslu.

 

Sumarið var bara fínt enda þurftum við á því að halda eftir erfiðann vetur. Við hofum róðra á Jakob 11 maí og það var strax fiskur og fín blanda svo það léttist brúnin á okkur. Grálúðan byrjaði svo 23 maí og þá var haldið út í bananaholu með loðnubeita línu. Bananaholan er ca 75 sjómílur frá landi er dýpishola sem verður mest 204 fm til botns , nafnið tekur hún frá bananahryggnum sem er hryggur vestan við holuna sem er í forminu eins og banani.

20220521_082353

Veiðin var svona la la í holunni til að byrja með virtist eins og grálúðan væri ekki kominn niður í holuna meira dreifð austur bankana. En þetta hafðist allt saman kvótinn var kominn í box í 5 ferðum með slatta af þorski,hlýra og ýsu sem meðafla. Í holunni er gott fá 100 kg á balann með grálúðu á balann en fara tildæmis á Tromsøflakið sem er landsgrunnskanturinn frá Noregi alveg norður til Bjarnarey er hægt fá 200 til 300 kg á grálúðu á balann en á móti þar er enginn meðafli bara grálúða.

 

 

 

 

Okkur finnst eða mér best að taka grálúðuna norður frá lítil straumur og yfirleitt gott með meðafla.

20220620_115310

 

Jakob tilbúinn í löndun , flott gert hjá kallinum hleðslan akkúrat á hleðslumerki 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir grálúðuna var bara haldið á með línu og leitað að ýsu  sem meðafla með þorskinum. Var ágætt með ýsu langt austur eða við grensen eins og við köllum það en þar sem landhelgislínan milli Rússlands og Noregs liggur en þangað er einnig langt að sækja frá Båtsfjord. 

20220521_075309

 

Pitor hér með einn stórann sem kom á grensen en þar er oft mjög stór þorskur og best er ef það er ýsa á slóðinni því þessu stóru þorskar eru hrifnir af smáýsu 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í sumar voru við 3 í áhöfn en hún Jóna Krista munstraði sem háseti 23 maí og var með okkur til við stoppuðum nú í júli.

20220607_171913

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um mánaðarmótin júní/júlí fór svo Pitor í sumarfrí og Svanur tók einnig fri á Minibanken tókum þá ég og Jóna Yfir vormlinuna hjá Svani . Og meðfram því tókum við ungdomskvótann hennar Jónu á Minibanken. Ungdomskvoten er svona tiltak fyrir ungst fólk á aldrinum 12-25 ára. Þetta er þannig að þú getur lagt línu ,net,gildru eða verið með skakrúllur og veidd fyrir 50.000 norskar krónur, það er samt skilyrði tildæmis máttu ekki vera með meira en 300 króka í sjó ef þú rærð með línu. Svo við lögðum tvo vormlinubala og drógum þá á þriggja daga fresti og eftir 4 ferðir var ungdomskvótinn hjá henni í box. Svanur lánaði Systir sinni Minibanken til róa og hún réð svo mig í áhöfnina ( fékk reyndar ekki hlut). En til þess að geta nýta sér þetta verður þú að hafa aðgang að bát, reyndar eru sum sveitafélög sem leiga bát með skipstjóra sem sér um veiðina og þá geta þeir sem ekki hafa aðgang að bát fengið vera með í þessu. Þetta er mjög vinsælt og mikið notað hérna.

20220705_070152 (1) 

Stoltur ungdomsfisker landa í Båtsfjordbruket

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20220612_074757

 

Svanur ánægður með góðann róður

 

Minibanken og Svanur gerðu einnig mjög gott sumar. Svanur hóf róðra í apríl , línan var lögð á laugardaginn fyrir páska og þegar hann dróg upp í endað júni hafði hann fiskað 48 tonn. Svanur veiðir í opna kerfinu ( kannski svipð og strandveiðikerfið en þó ekki) hann hefur ekki fastann kvóta heldur sveiflast kvótinn eftir hvað mikið hfur veiðst og hvað mikið af heildarkvótanum er eftir. Þó er botn þannig að hver bátur sem er í opna kerfinu hefur lágmarkskvóta í þorski. Af því að Svanur er ungur fiskimaður fær hann 4 tonn ofan á sinn kvóta ætlað til auka endurnýjun sjómanna, svo af því hann býr í Samalandi eða Sveitafélagi sem telst Samísk fær hann einnig úthlutað úr kvótapotti sem Samarnir í Noregi hafa til yfirráða. Tildæmis er botnkvótinn 13 tonn í þorski og svo kemur 4 tonn og svo samakvótinn 8 tonn. Þetta er grunnurinn sem hann hefur 25 tonn af þorski. Þar sem svo mikið var eftir af heildarkvótanum í opna kerfinu var svo aukið við kvótann fékk hann tvisvar 10 tonna aukingu.

Því má svo bæta við að í ár er heildarkvótinn sem bátar í opna kerfinu hafa 20.000 tonn. Opnakefið getur hjálpað ungum mönnum til að koma undir sig fótnum og stefna á eitthvað stærra í framtíðinni. Í tillegg fá ungir útgerðarmenn sem starfa í opna kerfinu auka kvótaúthlutun eins og ég nefndi fyrr í þessum skrifum.

received_5718926008132118 

Í lokinn verð ég nefna rússakrabbann eða King krab sem rússar slepptu út í Barentshafið svo hefur hann komið lappandi niður til Noregs í fyrstu var þetta bara plága át upp fiskinn af línunni og netin fylltust af þessari skepnu, Var á tíma talið þetta væri svo mikil ógn sem myndi endalega gera út um austustu fiskibæjunum sem höfðu glímt við mikla fólksfækkun.

Síðan kemur í ljós það er hægt að selja skepnuna og bara fyrir góðann pening svo í dag er krabbinn orðinn mikilvægari tekjulind en þorskurinn hjá mörgum minni trillukörlum. Í dag er kvótinn á bát rétt rúm 2 tonn af krabba sem gefur um eina miljón norskar krónur en verðið á krabbanum í dag er 500 kr norskar á hvert kg. Það eru reyndar bara bátar skráðir í Finnmörku sem er nyrsta og austasta fylkið í Noregi.

received_1530080487445262

 

Jóna Krista með góðann krabba fyrir þennan tiltekna krabba fengum við 1.200 norskar krónur eða ca 16.000 íslenskar krónur Þessi tiltekni krabbi var um 3 kg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir sem krabbinn varð verðmætari startaði einnig svartabrask með krabbann enda auðvelt að koma undan nokkrum krabbaklóm, fyrir 3 árum var stór smyglhringur með krabba gerður upprættur í stóri lögregluaðgerð þar sem meðal annars sérsveitin og kystvakta ( Landhelgisgæslan) tóku þátt var þessi smyglhringur sem teygði sig yfir allann Noreg sakaður um að selja fleiri tugi tonna af svörtum krabba.

 

Svanur fær krabbakvóta á Minibanken núna 23 ágúst en þá hefur hann verið búsettur í Finnmörku í 2 ár. Já lögin er núna slík þú verður vera búsettur í Finnmörku í 2 ár og hafa verið skráður á blaði B ( skráður fiskimaður) í því sveitafélagi sem þú ert búsettur í og að lokum eiga bát undir 15m og hafa aflaverðmæti yfir 200.000.- norskar krónur árið áður en þú færð kvótann . Til halda svo kvótanum er að vera búsettur í Finnmörku og fiska fyrir meira en 200.000 .- krónur hvert ár.

20220707_191920

 

 

Fengum gott veður í sumar þó sérstaklega í júlí


Sumar á næsta leiti

Mars heilsaði með eintómum brælum svo það var mikið um landlegu svo í tillegg gufaði fiskeríið upp flæddi loðna yfir allt. Eins og ég sagði þá var róðralagið slitrót í mars aðeins 5 róðrar Og þegar fiskeríð datt niður tókum  stopp til hlaða batteríin. Var farið í síðasta róður 25 mars og þá var rétt 100 kg á balann. 

 

Veturinn var mjög erfiður til sjósóknar verstu held ég sem ég hef verið hérna norðurfrá kom aldrei nein blíðukafli eins og svo oft gerist hérna. Og eftir að við stoppuðum var nánast bara bræla út í eitt. Seinni hlutinn af mars  getur oft verið erfiður hérna þegar sólin hækkar á lofti og veðurfar byrjar breytast kald og heit loft bætast og úr verður bræla, því höfum við yfirleitt stoppað í kringum 15 mars, en í ár var allur mars erfiður og svo kom mikið meiri loðna en hefur komð undanfarin ár sem auðvita er gott fyrir lífríkið. Síðustu ár hefur nefnilega ekki verið svo mikill loðna og fiskerí á línu hefur haldist gott allann veturinn. áður fyrr var eiginlega sjálfhætt með línu hérna í kringum mánaðarmótin feb/mars. Í ár datt alveg botninn úr línufiskerínu kannski ástandið orðið venjulegt. Þegar fiskeríð dettur niður vegna loðnu á línu, fiskat vel í netin og snurvoð sem gerðist einnig hérna í ár svo margar bátar skiptu því yfir á net. 

20220421_085642

Við tókum frí ákváðum að geyma þroskinn nota hann meðafla með grálúðu og ýsu. Ætlum við að byrja veiðar kringum 10 maí. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég og sonur minn hann Svanur Þór settum reyndar vormlínu á Minibanken rækjubeita nú á páskunum en fiskurinn er byrjaður bíta aftur rækju erum við þegar þetta er skrifað búnir að draga 2 sinnum Og hefur fiskeríð verið 200-300 kg á balann en það eru bara 250 krókar í þessum bölum sem er fleytt frá botni og látið standa í tvær nætur.

Yfirleitt vera mjög gott fiskerí á vormlínu frá nú og út maí þegar fiskurinn er búinn að hrygna og orðinn svangur aftur bítur hann oft grimmt.

20220421_180519

 

 

Hér ver verið landa úr Minibanken , má segja Minibanken hafi verið fyllur þennan daginn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20220421_180522

Svo að lokum óska ég öllum gleðilegt sumar.

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 1000011635
  • 1000011512
  • 1000010873
  • 403931633 1514770262692864 9215765004507941826 n
  • 404118893 6636272839827842 1324820906323040201 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband