Fjórða vikan búin

Og fimmta byrjuð og kvótinn búinn eða svo til alveg. Í síðustu viku rérum við þrjá daga svo kom bræla svo við ákváðum að róa á síðustu helgi og svo vorum við á sjó í gær og aftur í dag og kláruðum við úthlutað kvóta í dag svo við getum verið róleg varðandi þá bræluspá sem framundan er. Dagurinn í gær var nú sérlega leiðinlegur hlerarnir hættu að virka annar hlerinn fór alltaf á bakið reyndist mjög erfitt að fá þá til fungera mér var farið að gruna þetta og í gær fengum við algjörlega staðfestingu á þessu, fengum við svo lánaða hlera í dag til klára kvótann og gekk það bara mjög vel.

Á sunnudaginn fengum við einnig aðeins smá sjmörþef af brasi en þá gerði bara bræludrulla eftir að búið var að láta trollið fara um morguninn á fyrsta hali slitnaði pokasterturinn og var heilmikið bras að eiga við það í A- rokinu.

PB110121

 

Það var sko langt frá því að vera svona veður á sunnudaginn en svona var veðrið í morgun blankandi logn og Arnarfjörðurinn spegilsléttur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já það var renniblíða í dag. Hér sjáum við Egill Ís en hann er kominn í fjörðinn á rækjuna hann hefur þó verið í firðinum í allt haust á snurvoð

PB110128

PB110127


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband