Komið sumarfrí

Sumarfrí í júlí er víst málið eða fellesferie eins nojarinn kallar það , norskt samfélag lamast í júlí þá er enginn nánast í vinnu allir í Svíþjóð og í Syden. Við tókum sem segt sumarfrí 15 júlí drógum síðast 14 júlí. Keyrðum suður á bóginn sunnudaginn 17 júlí og vorum heim í kotið í Reipå mánudaginn 18 júlí eftir ca 1200 km ferðalag þar sem við gistum í Lulå Í Svíþjóð. Þegar við keyrum frá Båtsfjord finnst okkur best keyra bara í suður niður Finnland og svo suður til Svíþjóðar svo tökum við stefnuna Vestur til Noregs þar sem við búum lengri leið í km en mun styttri og þægilegri í keyrslu.

 

Sumarið var bara fínt enda þurftum við á því að halda eftir erfiðann vetur. Við hofum róðra á Jakob 11 maí og það var strax fiskur og fín blanda svo það léttist brúnin á okkur. Grálúðan byrjaði svo 23 maí og þá var haldið út í bananaholu með loðnubeita línu. Bananaholan er ca 75 sjómílur frá landi er dýpishola sem verður mest 204 fm til botns , nafnið tekur hún frá bananahryggnum sem er hryggur vestan við holuna sem er í forminu eins og banani.

20220521_082353

Veiðin var svona la la í holunni til að byrja með virtist eins og grálúðan væri ekki kominn niður í holuna meira dreifð austur bankana. En þetta hafðist allt saman kvótinn var kominn í box í 5 ferðum með slatta af þorski,hlýra og ýsu sem meðafla. Í holunni er gott fá 100 kg á balann með grálúðu á balann en fara tildæmis á Tromsøflakið sem er landsgrunnskanturinn frá Noregi alveg norður til Bjarnarey er hægt fá 200 til 300 kg á grálúðu á balann en á móti þar er enginn meðafli bara grálúða.

 

 

 

 

Okkur finnst eða mér best að taka grálúðuna norður frá lítil straumur og yfirleitt gott með meðafla.

20220620_115310

 

Jakob tilbúinn í löndun , flott gert hjá kallinum hleðslan akkúrat á hleðslumerki 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir grálúðuna var bara haldið á með línu og leitað að ýsu  sem meðafla með þorskinum. Var ágætt með ýsu langt austur eða við grensen eins og við köllum það en þar sem landhelgislínan milli Rússlands og Noregs liggur en þangað er einnig langt að sækja frá Båtsfjord. 

20220521_075309

 

Pitor hér með einn stórann sem kom á grensen en þar er oft mjög stór þorskur og best er ef það er ýsa á slóðinni því þessu stóru þorskar eru hrifnir af smáýsu 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í sumar voru við 3 í áhöfn en hún Jóna Krista munstraði sem háseti 23 maí og var með okkur til við stoppuðum nú í júli.

20220607_171913

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um mánaðarmótin júní/júlí fór svo Pitor í sumarfrí og Svanur tók einnig fri á Minibanken tókum þá ég og Jóna Yfir vormlinuna hjá Svani . Og meðfram því tókum við ungdomskvótann hennar Jónu á Minibanken. Ungdomskvoten er svona tiltak fyrir ungst fólk á aldrinum 12-25 ára. Þetta er þannig að þú getur lagt línu ,net,gildru eða verið með skakrúllur og veidd fyrir 50.000 norskar krónur, það er samt skilyrði tildæmis máttu ekki vera með meira en 300 króka í sjó ef þú rærð með línu. Svo við lögðum tvo vormlinubala og drógum þá á þriggja daga fresti og eftir 4 ferðir var ungdomskvótinn hjá henni í box. Svanur lánaði Systir sinni Minibanken til róa og hún réð svo mig í áhöfnina ( fékk reyndar ekki hlut). En til þess að geta nýta sér þetta verður þú að hafa aðgang að bát, reyndar eru sum sveitafélög sem leiga bát með skipstjóra sem sér um veiðina og þá geta þeir sem ekki hafa aðgang að bát fengið vera með í þessu. Þetta er mjög vinsælt og mikið notað hérna.

20220705_070152 (1) 

Stoltur ungdomsfisker landa í Båtsfjordbruket

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20220612_074757

 

Svanur ánægður með góðann róður

 

Minibanken og Svanur gerðu einnig mjög gott sumar. Svanur hóf róðra í apríl , línan var lögð á laugardaginn fyrir páska og þegar hann dróg upp í endað júni hafði hann fiskað 48 tonn. Svanur veiðir í opna kerfinu ( kannski svipð og strandveiðikerfið en þó ekki) hann hefur ekki fastann kvóta heldur sveiflast kvótinn eftir hvað mikið hfur veiðst og hvað mikið af heildarkvótanum er eftir. Þó er botn þannig að hver bátur sem er í opna kerfinu hefur lágmarkskvóta í þorski. Af því að Svanur er ungur fiskimaður fær hann 4 tonn ofan á sinn kvóta ætlað til auka endurnýjun sjómanna, svo af því hann býr í Samalandi eða Sveitafélagi sem telst Samísk fær hann einnig úthlutað úr kvótapotti sem Samarnir í Noregi hafa til yfirráða. Tildæmis er botnkvótinn 13 tonn í þorski og svo kemur 4 tonn og svo samakvótinn 8 tonn. Þetta er grunnurinn sem hann hefur 25 tonn af þorski. Þar sem svo mikið var eftir af heildarkvótanum í opna kerfinu var svo aukið við kvótann fékk hann tvisvar 10 tonna aukingu.

Því má svo bæta við að í ár er heildarkvótinn sem bátar í opna kerfinu hafa 20.000 tonn. Opnakefið getur hjálpað ungum mönnum til að koma undir sig fótnum og stefna á eitthvað stærra í framtíðinni. Í tillegg fá ungir útgerðarmenn sem starfa í opna kerfinu auka kvótaúthlutun eins og ég nefndi fyrr í þessum skrifum.

received_5718926008132118 

Í lokinn verð ég nefna rússakrabbann eða King krab sem rússar slepptu út í Barentshafið svo hefur hann komið lappandi niður til Noregs í fyrstu var þetta bara plága át upp fiskinn af línunni og netin fylltust af þessari skepnu, Var á tíma talið þetta væri svo mikil ógn sem myndi endalega gera út um austustu fiskibæjunum sem höfðu glímt við mikla fólksfækkun.

Síðan kemur í ljós það er hægt að selja skepnuna og bara fyrir góðann pening svo í dag er krabbinn orðinn mikilvægari tekjulind en þorskurinn hjá mörgum minni trillukörlum. Í dag er kvótinn á bát rétt rúm 2 tonn af krabba sem gefur um eina miljón norskar krónur en verðið á krabbanum í dag er 500 kr norskar á hvert kg. Það eru reyndar bara bátar skráðir í Finnmörku sem er nyrsta og austasta fylkið í Noregi.

received_1530080487445262

 

Jóna Krista með góðann krabba fyrir þennan tiltekna krabba fengum við 1.200 norskar krónur eða ca 16.000 íslenskar krónur Þessi tiltekni krabbi var um 3 kg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir sem krabbinn varð verðmætari startaði einnig svartabrask með krabbann enda auðvelt að koma undan nokkrum krabbaklóm, fyrir 3 árum var stór smyglhringur með krabba gerður upprættur í stóri lögregluaðgerð þar sem meðal annars sérsveitin og kystvakta ( Landhelgisgæslan) tóku þátt var þessi smyglhringur sem teygði sig yfir allann Noreg sakaður um að selja fleiri tugi tonna af svörtum krabba.

 

Svanur fær krabbakvóta á Minibanken núna 23 ágúst en þá hefur hann verið búsettur í Finnmörku í 2 ár. Já lögin er núna slík þú verður vera búsettur í Finnmörku í 2 ár og hafa verið skráður á blaði B ( skráður fiskimaður) í því sveitafélagi sem þú ert búsettur í og að lokum eiga bát undir 15m og hafa aflaverðmæti yfir 200.000.- norskar krónur árið áður en þú færð kvótann . Til halda svo kvótanum er að vera búsettur í Finnmörku og fiska fyrir meira en 200.000 .- krónur hvert ár.

20220707_191920

 

 

Fengum gott veður í sumar þó sérstaklega í júlí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 134526

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband