Nú er sól

1000012965

Já nú er sólin farinn dansa hálfann sólarhring yfir sjóndeildarhringnum hérna á Norðurhjara held ég geti sagt það að við eigum heima á Norðurhjara þessar jarðkringlu. Þegar þetta er skrifað 23 mars 2025 höfum við dagsljós í 12 klukkustundir og 47 mínútur það þýðir að dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Vorjafndægur var hérna kl 1001 þann 20 mars. Þetta er mikil breyting frá því að ég skrifaði síðast þann 9 feb þá var dagurinn aðeins 6 klukkustundir og 9 mínútur og ef við spólum enn lengra aftur þá var bara enginn dagur, dagsljós þann 1 janúar þ.e.a.s sólin komst ekki eða náði ekki upp fyrir sjóndeildarhringinn. 

 

 

 

Ef við leikum okkur aðeins meira með sólina sem reyndar skín nú inn um stofugluggan hjá okkur kl 0610 að staðartíma hér í Båtsfjord. Sólin mun setjast kl 1732 í dag og þegar hún fer niður fyrir sjóndeildarhringinn á eiga gráðurnar á kompásnum eða kompásskífunni að sýna nákvæmlega 276 gráður sem er 6 gráður norðan við vestur, á morgun 24 mars kemur hún svo upp fyrir sóndeildarhringinn kl 0440 og þá skal skífan vísa 83 gráður eða 7 gráður sunnan við austur. Þessi fróðleikur segir okkar að sólin kemur upp eða sest norðan eða sunnan við háaustur eða hávestur eftir hvar við erum stödd á jarðkringlunni þ.e.a.s miðað við miðbaug og árstíma. 

1000012945

Veðurfar hér á norðurhjara hefur verið mjög sérstakt í vetur hálfgert íslenskt veðurfar með miklum vindi og miklum sveiflum í hitastigi eins og í byrjun febrúar fór hitinn frá -15 gráðum í + 6 gráður á rúmum sólarhring, þetta veðurfar hefur heft sjósókn mikið og margir bræludagar verið þennan veturinn. Með hækkandi sól í lok febrúar fengum við loksins lágdeyðu og loftþrýstingshæð hingað austur og gátum róíð í ca 10 daga án þess að þurfa að skoða veðurkortið  veðurspána.

Loðnan sá litli prótínríki fiskur sem á það til vera dyttóttur hér eins og við Íslandsstrendur kom snemma í ár við byrjuðum að vera varir við loðnutorfur um miðjan feb og þegar loksins var komið almennilegt veður var fiskur kominn í loðnuna hérna á heimamiðum svo við línubátarnir máttum sækja langt til hafs til fá ýsuna til bíta á krókinn.

Messenger_creation_FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF

Já við höfum verið að eltast við ýsuna til að reyna drýgja lítinn þorskkvóta, en eins og tíðin hefur verið þennan veturinn, varð það frekar rysjótt en við náðum þó að bjarga vetrarvertíðnni fyrir horn á þessum 10 dögum nú í byrjun mars en það var langt róið 72 sjómílur aðra leiðina NV á Nordkappbanken sem er fiskibanki sem teygjir sig frá Nordkinn og vestur fyrir Nordkapp. frekar stórt svæði en við vorum sem sagt að róa í austurkantinn á bankanum og þar var góð ýsuveiði stór og fín ýsa. Vorum við 3 bátar héðan sem rérum þangað flestir heimabátarnir skiptu yfir á net og tóku þorskkvótann upp 1-2-3 en mokveiði var í netin. það hefði því verið auðveld skipta yfir á net og taka þorskkvótann í ca 3 róðrum og svo bara upp með tærnar og sleppa róa eftir ýsunni tongue-out.

Hér komum við í land eftir róður á Nordkappbanka en ca 2 sólarhringar fara í svona róður þar af 19 tímar í siglinguna til og frá miðunum og liggja ca 800 ltr af diesel olíu eftir túrinn

 

 

 

 

 

 

 

1000012950Núna erum við búinir leggja Solrun B fram yfir páska, þar sem við verðum eiga þorsk fyrir vorvertíðina en planið er að reyna áfram við ýsuna og síðan kemur grálúðan í lok maí , svo planið er að reyna öngla eitthvað upp í maí og júni og skipta svo yfir á ufsanet 1 júli þegar ferskfiskordningen byrjar með 20% leyfilegum meðafla í þorski.

 

 

 

 

 

 

Á meðan Solrun B liggur í ró ætlum við að starta Minibanken og taka þorskkvótann þar en eigum við 11 tonn af þorski þar. Ætti það ganga snurðulaust 7-9-13 við förum með vormline eða polarlinu , yfirleitt þegar þorskurinn er búinn að éta sig fullann af loðnu tekur hann vel í krókinn þegar hann byrjar vera hungraður á nýjan leik þá er vormína mjög hentugt veiðarfæri girnislína sem við fleytum frá botni með netahringjum eða snurvoðareggjum ca 3 faðma síðan er steinn á móti sem liggur í botni. Beitum við línuna með rækju en þorskurinn líkar rækju best þegar hann er byrjaður finna til svengdar á nýjan leik. Oft er hægt að fá 400 til 700 kg á balann af þorski s.s þægilegur veiðiskapur fyrir minni báta. Mesta sem ég hef verið með að fá eru 2,8 tonn á 3 bala eða 933 kg á balann, það eru 240 krókar í einum svona bala svo það 3,8 kg á krók.

Í fyrsta sinn nú í ár  er borgað betur fyrir þorsk hér í Noregi en á íslenskum fiskmörkuðum frá því ég kom hér fyrst árið 2008 og byrjaði að bera þetta saman . Þorskverð er ca 30 til 40% hærra hérna en verðið var í fyrra svo þessi mikli kvótaniðurskurður sem varð hérna milli 2024 og 2025 hefur ekki haft áhrif á aflaverðmætið hjá flotanum þvert í mót hefur aflaverðmæti flotans aukist þar sem ýsuverð og ufsaverð hafa líka farið mikið upp , svo það má segja að ástandið sem miklu betra en reiknað var með. 

Svona lágur þorskkvóti hefur leitt til keppni  um hráefnið milli fiskvinnslana hérna og má segja í fyrsta sinn síðan ég kom hefur hreinlega verið verðstríð um fiskinn. lág Norsk króna hefur líka hjálpað til að vinnslunar hafa getað borgað svona vel  en norskakrónan hefur verið mjög veik á móti evrunni sem 80 % af fisknum endar líklega.

 

 


Nýtt ár og nýir möguleikar

Já það er svo sannanlega komið nýtt ár og ekki nóg með það strax kominn febrúar. Febrúar er mánuðurinn hans pabba og þann 9 feb hefði kallinn orðinn 75 ára. Merkilegt hvað tíminn flýgur áfram oft finnst mér það bara vera nánast í gær þegar pabbi ákvað taka sitt eigið líf eftir mjög erfiðann kafla í sínu lífi. Þegar ég var alast upp voru sjálfsvíg hálfgert tabú sem fólk talaði eiginlega ekkert um og fólk jafnvel skammaðist sín fyrir að einhver nákominn ákvað taka sitt eigið líf. Sem betur fer hafa tímarnir breyst og mannfólkið með , og fólk er farið tala um sjálfsvíg og farið reyna greina hvað  felst í sjálfsvígi einstaklings allra mikilvægast fólk er hætt að skammast sín fyrir sjálfsvíg.

Sjálfsvíg eru lýðheilsuvandamál, á heimsvísu er sjálfsvíg meðal 20 algengustu dánarorsaka í heiminum í dag. Því er það mikilvægt að opna þetta pandórubox sem sjálfsvíg eru og tala um sjálfsvíg og reyna fá fólk sem hefur sjálfsvígshugsanir leita sér hjálpar. Smán er yfirleitt fylgihvilli sjálfsvígs. Smánin verður of oft til þess að einstaklingurinn leitar sér ekki hjálpar. 

Þegar einstaklingur fremur sjálfsvíg hefur það auðvita mikil áhrif á hans nánasta fólk eins og börn, maka,  nánustu fjölskyldu og vini. Félagsleg, tilfinningaleg og sektarkennd kemur til hafa djúpstæð áhrif á þá nánustu.

Það eru rúm 15 ár síðan pabba tók sitt eigið líf , ég persónulega hef kannski ekki verið nógu duglegur að tala um sjálfsvíg almennt og deila minni sýn eða hlið. Pabbi glímdi við tvo kvilla sem orsaka oftast sjálfsvíg þ.e.a.s þunglyndi og áfengisneyslu alkólisma. Aldrei varð ég var við pabbi skammaðist sín, smánin er nefnilega oft lúmsk er ekki sýnileg. þegar ég hugsa til baka  voru kannski ákveðin teikn á lofti að pabbi hafði haft sjálfsvígshugsanir en ég sá þær ekki. Svo virðist sem sjálfsvígið hans pabba hafi verið mjög vel skipulagt af honum ekkert óðagot þar. Sennilega löngu búinn að ákveða sig og sætta sig við þá ákvörðun.

 

Alþjóðlegi forvarnardagurinn sjálfsvíga er 10. September 

eg og pabbi

     

Ég og pabbi um borð Sigurbjörg Þorsteins BA-165 árið 1997 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað varðar sjósókn hér á norðurhjara höfum við verið að veiða krabba , lögðum gildurunar 3 janúar og erum búnir veiða tvo og hálfan krabbakvóta svo það er hálfur kvóti eftir, hafa veiðarnar gengið þokkalega og verð gott. Svo eitthvað hefur skilað sér í budduna. 

Við eigum sem sagt eftir hálfann kvóta á Minibanken. Solrun B er klár til halda til veiða með línu en verið stanslaust bræla frá mánaðarmótum lægðinar hafa komið á færibandi frá Íslandi en þar sem það er hæð yfir vestur Noregi þá hefur vonda veðrið pressast upp eftir til okkar hér á norðurhjara með tilheyrnadi umhleypingum eiginlega svona Reykjavíkurveður rok og rigining, frost, rigning, snjór og aftur rigning og rok.

Var í kallakaffinu í morgun já það er kallakaffi hér á Norðurhjara merkilegt með þessi kallakaffi þau þrífast allstaðar, Og þar var að sjálfsögðu verið að tala um veðurfar og þetta óvenjulega veðurfar sen hefur verið nú vetur. Var talað um að mætti halda við værum komnir til Bergen með öllum þessum umhleypingum.

1000012907  

 Við hónin að koma í land eftir hafa verið úti að draga krabbagildrur aflinn var frekar rólegur eða 250 kg í 16 búr en ágætispeningur 150.000 norskar (næstum  tvær millur íslenskar). 3 og hálfur tími höfn úr höfn notuðum 30 kg af síld í beitu og 54 ltr af olíu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1000012867

 

Svanur Þór og Piotr að taka balana en þeir skutust út með 30 bala rétt fyrir að stóri lægðagangurinn byrjaði frá Íslandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

1000012866

 

 

Sólin er kominn tilbaka þessi mynd er tekin þegar hún átti nokkra daga í að komast yfir fjöllin

 

 


Já árið bara búið

Já árið 2024 eiginlega búið aðeins nokkrir dagar eftir þegar þetta er skrifað 24 desember. Margt hefur gerist síðan gripið var í penna síðast. Það sem er mest eftirverðast er bræla þetta haustið má segja að haustið hafi blásið burt fyrir okkur trillufólkið.

 

Eftir rólegann september og október byrjaði hamagangurinn með hverri brælunni á fætur annari. Það sem var sérstakt var að það voru hlýindi allt haustið þ.e.a.s hitastig flesta daga yfir 0 gráður, það finnst okkur sem búum kringum 71 gráðu norður ekki ávísun á gott haust til sjávar.

 

Mín kenning eftir að hafa menntað mig í veðurfræði í Stýrimannaskólanum undir leiðsögn Páls Ægis Péturssonar. Í allt haust hefur verið milt veðurfar  yfir Norður Skan9c529e9c-a7c4-4b66-9326-0e172ca26a8cdinavíu , þ.e.a.s Norður finnland, Svíþjóð Og Finnmarksvidda, nánast í allt haust hefur veðurfar þar verið mjög sérstakt hlýtt og milt , meira segja var sjálfur jólasveinninn að kvarta yfir þessu veðurfari og Rúdolf hafði lítinn snjó. Í þessu veðurfari höfum við því  ekki fengið hæð yfir Skandínavíu og Norður Rússlandi, þessi hæð sem hefur nánasgt myndast hvert haust  ýtir lægðaumferðinni sem rennur austur Atlandshafið lengra Norður út í Barentshafið  þannig að við austur undir Rússland fáum skaplegt veður. Annað sem gerist þegar við höfum ekki þessa hæð yfir Norður Skandinavíu  fáum við lægðir upp Eystrasaltið sem sagt fyrir austan okkur , þessar lægðir er sérstaklega leiðinlegar því kald loft fyrir norðan okkur við Hopen og Svalbarða eykur fóður fyrir þessar lægðir svo það verður hryssingslegt veður hjá okkur.

 Í Þessu hryssingslega hausti hafa orðið miklar eyðileggingar norður með norsku ströndinni heilu bryggjunum hefur skolað burt , bátar hafa skemmdist og sokkið og vegir rofnað.

Við í Båtsfjord höfum sloppið við þessar eyðileggingar vegna þess við höfum mjög góða höfn frá náttúrunarhendi og svo höfum við fjörðinn í tillegg. Tildæmis nú í byrjun desember fengum við góða gusu yfir okkur frá NV í þessu veðri sukku 3 bátar og skemmdust fleiri bátar í Vardø.

Í svona tíðarfari  er rólegt með sjósókn á minni bátum , við á Solrun B vorum á netum fram í nóvember þá skiptum við yfir á línu. Til gera langa söfu stutta er þetta  versta haust sem við höfum haft síðan ég byrjaði róa frá Båtsfjord 2016. Fáir róðar og bara lélegt fiskerí, og þetta með fiskerí þá komum við að haffræðinni  en sjávarhitastig hefur verið mjög hátt þetta árið tildæmis vorum við 11,5 gráðu sjávarhita í september og í nóvember var hann enn yfir 6 gráður.

0d582263-e8fa-41f4-ae70-7eab2cb16055

Það er ekki allt neikvætt við svona milt veðurfar , skatan heppnaðist einstaklega vel í ár sterk og velkæst. 

 

Skata í kæsingu hjá okkur , og nú héldum við smá smakkveislu fyrir norðmenn ekki er hægt að segja að hún hafi slegið í gegn.

Danska fjölskyldan hennar Lovísu var heldur ekki yfirsig hrifið heldur þó með undantekingu tegndapabbi hennar fannst hún ágæt fékk sér 2 á diskinn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1000012443

 

 

 

 

2025 er skammt undan með þeim áskorunum sem því kemur til fylgja , niðurskurður í þorskkvóta , ýsu og grálúðu. Keila , langa og hvítlúða komin í kvóta. kvótinn er því ekki stór hjá okkur á næsta ári og beinar veiðar í löngu og keilu ekki leyfðar lengur. Það jákvæða er 55% auking á kóngakrabbakvótanum og þorskkvótinn hjá minni bátum varð ekki eins lítil eins og útlit var fyrir þar sem togaraflotinn og stærri skip eru skorin meira niður en strandveiðiflotinn , þrátt fyrir það er þorskkvótinn hjá okkur ekki stór fyrir næsta ár. ca 20 tonn á Solrun B og 11 tonn á Minibanken .

Miklar deilur eru nú í norskum sjávarútvegi mjög ólík sjónarmið eru upp hvernig eigi að skipta upp kökunni allskonar kunnugum töfraorðum er beitt s.s samþjöppun, aukin arðsemi og  þjóðhagslega óhagkvæmt virðast  þessar deilur verða hvassari og óvægari síðustu misseri, auðvita gerist það eftir að kakan minnkar vilja allir halda sinni sneið eða jafnvel fá  stærri sneið.

Við höldum jólin í ár í Dragør fyrir utan Kaupmannahöfn þar sem elsta dóttirin er búin að festa rætur og stofna fjölskyldu .

Þegar ég er staddur hérna í Kongens Køben fer ég í litlu fiskbúðina hérna í Dragør ath verðlagningu á fiski hvað annað. Þorskhnakki 100 gr eru verðlagður núna á kr 70 kr þ.e.a.s eitt kg af flottum þorskhnökkum kostar 700 kr  ( um 13.000 íslenskar krónur ). Sá flotti matur sjálfur Kóngakrabbinn þar kostar 100gr 180 kr eða 1800 kr ( ca 34000 íslenskar kónur) fyrir eitt kg af kóngakrabba. Meðal kóngakrabbi er ca 2,6 kg þannig 1 stk kóngakrabbi kostar um 4700 kr ( ca 88.000 þúsund íslenskar krónur). 

 

Má segja það sé orðin efnahagsleg forréttindi að hafa efni á að kaupa sér fisk eða krabba á þessum prís

1000012608

 

Gleðilega jól og þökkum fyrir gamalt og gott 

Hér er bláitímiinn. Sólin er að reyna koma sér upp fyrir sjóndeildahringinn.

 

Þorsteinn Máni vinur minn segir að ég eigi heima norður undir Ginnungagap og ég verði að passa mig að sigla ekki fram af.

 

 

 

  

 

 

 

 

 


Október handann við hornið

Já með sanni segja að tíminn fljúgi áfram sérstaklega þegar maður er kominn yfir fimmtugt. Strax kominn okt og þá eru bara 85 dagar til jóla. Svo áður en maður snýr sér við er komið nýtt ár með nýjum möguleikum. 

September er yfirleitt kallaður Svart September hérna í konungsríkinu þ.e.a.s í fiskveiðahlutanum af ríkinu  en þá er yfirleitt lélegast fiskerií nánast öll veiðarfæri, sennilega skapast það af hitastigi sjávar og fiskurinn er upp í sjó eins og við köllum það nojarinn kallar það fesken eða fisken (eftir hvar þú kemur) går pelagisk. Hitastig sjávar hefur verið stighækkandi hérna síðan ég byrjaði að koma hingað norður yfirborðshiti har um 6-7 gráður fyrstu sumrin hérna í 2014 og 2015 í sumar fór hann í 14,3 gráður. Tek það fram að eru mínar mælingar með hita frá mínum dýptarmælir. Svo það er klárt að það eru breytingar gerast hér í hafinu hvort það er að mannavöldum eða nátúrunnarvöldum ætla ég að láta aðra um að dæma. Þetta hefur svo sannanlega áhrif á allt lífríkið hérna miklar breytingar á stuttum tíma. 

1000012447

ÍSeptember er einnig  haustjafndægur því í september gerist það að dagurinn verður styttri en nóttin. Svo nú förum við inn í að sólargangur hér í norðrinu verður alltaf styttri og styttri yfir haffletinum eða sjóndeildarhringnum og að lokum kemur hún bara ekkert upp fyrir hringinn þá byrjar  svartatíðin eða mørketid, Það gerist í nóvember nú er Båtsfjord kannski eins og Bíldudalur fjöll sem umkringja staðinn kannski ekki eins tignarleg og Bylta og Bíldudalsfjall. Það er þess valdandi að við erum hætt að sjá sólina aðeins fyrr en svokölluð svartatíð byrjar en frá ca 21. nóvember til 20 janúar höfum við ekki sól.  20 janúar 2025 kemur hún upp hjá okkur aftur kl 1140 að staðartíma og lætur sig hverfa aftur kl 1245.

Svartatíðin kallast einnig bláitíminn sem sagt þeir klukkutímar þar sem er birta eða birtuslæðingur í kringum hádegið.

Svarti September hefur því áhrif á útgerðina hjá okkur eiginlega er ég búinn að læra að í september er best að taka frí en samt samt.

 

1000012473

Við stoppuðum á Solrun B 14 ágúst var bara svo lítið að hafa og óhemju að krabba í trossunar voru bara gjörsamlega fullar  algjör martröð þegar eingöngu er leyfilegt hafa 2% krabba í róðri  svo við stoppuðum og að sjálfsögðu tókum við krabbann á Minibanken 2 og restina á Minibanken 1, mokveiði var og þurftum við ekki margar gildrur til fá upp kvótana.

1000012600

 

 

 

 

 

 

 

Eftir þetta skelltum við okkur til Króatíu í viku þar sem bara var slappað af og buslað í sjónum, var alveg frábært fyrsta skipti sem ég kem til Króatíu en mæli með því.

 

Eftir að heim var komið fórum við að undirbúa að byrja aftur á Solrun B fá netin í hafið. áður en farið var á stað var ákveðið að stilla ventla og athuga spíssa í Yanmar í slippnum h Barents Skipsservice , átti þetta að taka ca 1 dag og það stóðast allt vinnulega séð en þegar verið var að setja saman aftur var ákveðið að skipta um o-hringi sem tengja saman sleflögnina frá spíssunum 28 stk og vitið þið þetta var ekki til í Konungsríkinu mátti pantast frá Hollandi átti að taka 4 daga en tók 14 daga með einhverjum misskilningi og bulli klúðraðist þetta svona hjá þeim. Við misstum svo sem ekki af miklu því fiskeríð mjög lélegt hjá þeim sem voru að prufa.

Minibanken er kominn í dvala fram í apríl held ég mögulega tökum við einhvern krabba í janúar ef verðið verður gott og við blönk en Svein vinur okkar frá Sund í Lofoten sagði alltaf þeir sem fiska krabba í janúar er þeir sem eru blankir eftir jólin örugglega eitthvað til í því hjá kallinum.

 

Miklar sviptingar eru framundan í norskum sjávarútvegi , lykilorðið  er kvótaniðurskurður í þeim tegundum sem eru kvótasettar og kvótasetning í öðrum tegundum með miklum kvótaskerðingum. Þannig að nú verður þetta mjög erfitt með lítið kvótagrunnlag. Næsta ár og næstu ár verða því mjög krefjandi fyrir okkar litlu útgerð og fleiri útgerðir. Fólk talar hér um krísuna sem varð í kringum 1990 en þá var síðasta stóra krísa hér sem leiddi til gjaldþrota hjá mjög mörgum útgerðum það sem er kannski ennþá meir krefjandi nú,  er að árið 1990 var bara þorskurinn sem var kvótasettur en aðrar tegundir voru frjálsar svo flotinn gat einbeint sér að öðrum tegundum núna er það öðruvísi nánast allar tegundir eru kvótabundnar svo það má segja að við séum með bakbundnar hendur núna. Hinn hliðin á kvótapeningnum er að skuldseting er hlutfallslega miklu meiri núna en hún var árið 1990 aðallega vegna söluverðmæti kvótans sem hefur skipt um hendur hefur hækkað mjög mikið sem svo hefur leitt til aukinnar skuldsetningar, þriðja hliðin er endurnýjun flotans en mikið að nýjum flottum bátum hafa verið byggðir síðustu árin með tilheyrandi skuldsetningu.

1000012291 

Allt stefnir í að þorskkvótinn fyrir næsta ár verði sá lægsti síðan 1991 eða um 311.587 tonn sem svo mun deilast á Noreg . Rússland og aðrar þjóðir sem hafa rétt til veiða Barentshafinu. Svo sennilega mun ég með einn 9m grunnkvóta á Solrun B fá að fiska milli 12 til 17 tonn af þorski á næsta ári. Minibanken sem er í opna kerfinu mun sennilega fá kvóta á milli 5 til 7 tonn. Stórnvöld hafa gefið það út við verðum að hlusta á fiskifræðingana fylgja þeirra ráðum til byggja um sjálfbærann þorskstofn. 

Þegar ég kom fyrst til Noregs að vinna hautið  2008 var þorskstofninn um 430.000 tonn eftir það byrjaði hann telja upp og fór mest í milljón tonn árið 2013 allt eftir ráðleggingum fiskifræðinnar aldrei hefur verið veidd meira úr stofninum en ráðleggingar fiskifræðinnar samt  nú 11 árum eftir toppárið er stofninn kominn undir sjálfbærni veit ekki setur það ekki spurningarmerki við fiskifræðina sem er stunduð bæði hér og víða. 

Í ár hefur líka gerst að ýsukvótinn hefur allur fiskast það hefur ekki gerst síðan 2008 sem sagt verið frjálsar ýsuveiðar þangað til nú hjá kystflåten strandveiðiflotanum ( bátar frá 7m til 29 m ) en 3 . september voru beinar ýsuveiðar stoppaðar í fiskiflotanum sem er yfir 11m þ.e.a.s bátar sem hafa kvóta yfir 11m. Það er mjög flókið að útskýra þetta í stuttu máli. Norðmenn hafa ekki kvótaleigu eða slíkt allir hafa sinn kvóta og í tilfelli þar sem heildarýsukvóti hefur ekki náðst er notast við svokallaða yfirreiknun eða yfirdeilingu. Kvótinn eykst þá á pr bát langt umfram úthlutun bátsins aflamarkinu í tegundinni , þetta gerir mönnum kleift til nýta kvótann til topps. Mjög sniðugt til kvótinn náist þá hafa þeir sem leggja sig eftir ýsu tildæmis möguleika á að veiða hana án þess að þurfa leigja aflaheimildir frá einhverjum sem ekki veiðir ýsu. Ókosturinn er svo auðvita það getur komið upp sú staða að kvótinn fiskast upp eins og í ár þá er þeir sem hafa fiskað yfir sinn úthlutaða kvóta búnir og geta því ekki haldið veiðum áfram beinni sókn í þá tegund áfram geta þeir haft tegundina sem meðafla. Eins og staðan er í dag er leyft hafa 30% meðafla í ýsu þ.e.a.s þeir bátar sem eru búnir með sinn úthlutaða ýsukvóta.

Þessi snúna stað hefur einnig mikill áhrif á vinnslunnar og fiskimóttökunar í landi þær fá ekki nógann fisk sem hefur leitt til að margar hafa bara hreinlega lokað og fólkið komið á atvinnuleysisbætur

Þegar ég upplifa aftur svona ástand 30 árum eftir að ég upplifði síðast svona sjávarútvegskrísu vestur á fjörðum. Vonar maður að norsk stjórnvöld verðleggji öll þessi litlu þorp og fólk sem hefur tekið þátt að byggja upp norskann sjávarútveg á annan hátt en var gert á eyjunni á sínum tíma. 

 

Það þýðir svo sem ekkert að mála allt svart , ferð ekki langt á svartsýninni sagði afi oft, Staðan er samt krefjandi og því þurfum við hugsa rétt og taka réttar ákvarðanir. 

1000012617 

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

Bíta í skjaldarendur og áfram gakk


Sumarið farið telja niður

Eftir ótrúlega góðann júlí mánuð hér i norðrinu heilsa ágúst með á svipuðum nótum. Samt vitum við að sumrinu er farið að halla sólin er farinn lækka á lofti og haust og vetur einusinni enn framundan .

1000012292

 

 

Solrun B klár í nýjan dag 

 

 

 

 

 

 

 

1000012198

Þeð er búið að vera nóg gera þetta sumrið í útgerðarbrasinu grálúða tekinn á Tromsøflaket 70 - 80 milur norður af Tromsø. Grálúðan hérna er svona svipað uppbyggt og strandveiðar opin pottur með aflahámarki á bát eftir lengd bátsins Solrun B er 11,95 m löng svo við erum í flokkunum undir 15 m og fengum þetta árið 15 tonn. Grálúðan er velborguð þess vegna mikilvæg tekjulind hjá okkur sem erum með lítinn þorskkvóta. Í ár var ótrúlega margir bátar á lúðunni og mikið um að vera á miðunum . Sjálfar veiðarnar opnuðu á miðnætti 3 júni við vorum komin á miðin kl 20 1 júni til fá stæði til leggja síðan var bið í 2 daga áður en byrjað var fiska, sem betur fer gengu veiðarnar vel við náðum okkar skammti á 4 dögum en heildarkvótinn var uppfiskaður á einni viku svo margir náðu ekki öll og af 182 bátum undir 15 m náðu einungs 65 bátar sínum kvóta en yfir 500 bátar vorum á veiðum þessa viku sem tímabilið var.

 

Við lönduðum grálúðunni þetta árið í Kvaløyvåg sem er lítil staður hálftíma fyrir norðan Tromsø. Vorum þetta tvær ferðir hjá okkur.

 

Eftir grálúðuna tókum við smá krók sigldum til Reipå og náðum í búslóðina okkar þar sem við vorum búin að selja húsið þetta var bara 300 sjómílna krókur.

1000012070

 

Á leiðinni aftur norður frá Reipå. Nordland skartaði sínu fegursta þegar við kvöddum

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar norður var komið voru gildrunar settar út beitingarkerfið tekið frá borði kóngakrabbinn tekinn í tveimur ferðum og svo netin um borð og höfum við verið að púska með ufsanet í júli með svona la la árangri.

1000012205

 

Tókum við einnig tókum við hluta af krabbakvótanum á Minibanken , já nú erum við komin með kóngakrabbakvóta á Solrun B og Minibanken. Við eigum eftir ca 200 kg þar. Ágætverð er fyrir krabbann eða um 500 kr norskar fyrir kg svo þetta er góð búbót fyrir kvótalítlar útgerðir en tildæmis er kvótinn í opna kerfinu núna 11 tonn af þorski.

 

 

 

 

 

1000012291 

Á landleieið eina nóttina á Minibanken eftir hafa dregið vormline í unglingakvótanum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan tók hún Jóna Krista ungdomskvota á Minibanken og var ég með í áhöfninni við lögðum vormline og drógum hana þegar við vorum búin að draga netin, þetta voru 3 ferðir hjá okkur að ná því sem hún má taka en hún má þéna fyrir 50.000 norskar ca 1,5 tonn af þorski. Þetta er sniðugt hjá norsarnum að gefa unga fólkinu möguleika kynnast sjómennsku og í leiðinni fá sumarpening .

1000012260

 

Stoltur ungdomsfisker í löndun 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í júni urðu líka sórtíðindi hjá okkur en fyrsta barnabarnið kom í heiminn hjá Lovísu og Nicolai í Kaupmannahöfn þar sem þau eru búsett svo það varð smá skreppitúr til Köben reyndar er það nokkuð langt ferðalag Båtsfjord-Kirkenes-Oslo-Køben. Á þotuöld er þetta ekki svo lengi verið að skreppa þetta tekur þó 10 tíma. Båtsfjord er sem sagt ekki í allafara leið, en eins og Gunnsteinn kaupfélagsstjóri í Norðurfirði á Ströndum sagði einu sinni við Sólrúnu þegar við vorum á ferðalagi þar fyrir allmörgum árum þegar hún sagði við hann yfir afgreiðsluborðið " hver vill eiginlega búa hér lengst norður frá langt frá öllu " þá sagði kallinn " langt frá hverju " 

 

MInibanken 2 Var einnig á grálúðu Svanur fór niður í bananaholu náði hann helmingnum af sínum kvóta þessa viku sem var opið svo hann er að fara aftur í ágúst þegar annað tímabilið byrjar og ætlar að reyna taka upp restina af kvótanum í tveimur ferðum.

 

Við hinsvegar erum að fara í sumarfrí til Köben í eina viku. 

 


Mánaðarlok þ.e.a.s maí er nánast búinn.

Í síðasta bloggi voru páskarnir handan við hornið svo þegar þetta er skrifað er þeir löngu búnir og meiri segja erum við búin að fagna hvítasunnunni og þjóðhátíðardeginum hér í konungsríkinu.

1000011716

 

 

Við reyndum að róa Minibanken um páskana en það var erfitt að fá löndun í Båtsfjord því um páska hér hverfur allt fólk héðan upp á fjöll bærinn er nánast tómur má segja aðeins er eftir fólkið sem afgreiðir í búðunum. Við náðum þó að draga 2 sinnum fyrir og eftir páska. Eftir að línan er dreginn um borð í bala þarf að beita hana aftur en á Minibanken notum við 3mm nylonlínu sem norðmenn kalla Vormline eða Polarline 

 

 

 

 

 

Svanur kom svo í frí af Meløyfjord og þá tókum við netin um borð í Minibanken 2 og tókum tvo róðra með netin. Síðan var haldið suður á bóginn til Reipå þar sem við byrjuðum að tæma húsið okkar fyrir væntanlega sölu tókum reyndar í millitíðinni  eina helgi í Kaupmannahöfn hjá Lovísu dóttir okkar 

1000011710

 

Olían tekin á Minibanken um páskana 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í lok apríl var svo keyrt á stað norður á bóginn aftur þetta er nú ekki nema 1200 km skreppur kvótinn kláraður á Minibanken og við strákarnir héldum af stað með Solrun B , ekkert varð úr skrapfiskeríinu sem fyrirhugað var því stjórnvöld ákváðu að loka fyrir beinar veiðar í keilu og löngu, var sett 20% meðaflaregla á keilu þ.e.a.s afli í keilu má ekki yfirstíga 20% af heildarafla innan vikunnar. 

1000011979

 

 

Á landleið á Minibanken með góðann afla en april og Mai eru bestu mánuðirnir hérna til róa með vormline þá er þorskurinn svangur eftir hafa fyllt sig upp með loðnu í mars og notað mikla orku til hrygna þá tekur hann línuna grimmt 

 

 

 

 

 

1000011984

 

Beðið eftir löndun á Minibanken þarna fegnum við góðann afla 2,5 tonn á 6 bala , Sólrún bara nokkuð sátt með daginn 

 

 

 

 

 

 

 

 

Því fórum við að leita að ýsu en ágæt ýsukropp var hér á heimamiðum en því fylgdi þorskur og með aðeins 7,5 tonn eftir af þorskkvótnum varð þetta stutt úthald. Má segja að við höfðum byrjað 10 dögum of snemma því eftir sem leið á mánuðinn jókst ýsuveiðin jafnt og þétt en því miður fyrir okkur búniir með þorskkvótann og meðafli í þorski byrjar ekki fyrr en 1. júlí.

Nú bíðum við eftir að grálúðan byrji en það opnar á kl 0001 þann 3 júni næstkomandi. Síðustu ár höfum við tekið grálúðuna á heimamiðum niður í bananaholu sem er mið ca 70 mílur NNV af Båtsfjord. Í ár verður það Tromsøflaket. Tromsøflaket eru mið sem ganga út úr landsgrunnkantinum þegar hann sveigir norður eftir frá Noregsströnd með stefnu á Bjarnarey, Í öllum þessum kanti frá suður Noregi og norður úr á 300 til 400 fm er grálúða að sjálfsögðu í mismiklu mæli. Við meigum veiða 15 tonn af grálúðu í ár og á Tromsøflaket er oft þröngt á þingi og sennilega verðum við vera mætt sólarhring áður en opnað er fyrir veiðina. Þar sem við ætlum að vera er ca 80 mílur til lands svo þetta er langt út í hafi.

1000011990

Á meðan við höfum verið að bíða eftir grálúðunni höfum við sinnt reglubundu viðhaldi um borð í Solrun B skipt um reimar og kross i tengi fyrir glussadælu en verður taka frá glussadæluna til að skipta um reimar, skipt um legur i rúllum í spilinu og látið renna skífuna, einnig sett upp nýja línu sem við fengum hjá AS Fiskevegn og svo framvegis eða frávegis  

 

 

 

 

 

 

1000011991

 

Myndir fyrir vélstjórana en þennan spider eða kross vorum við skipta um og reimar í leiðinni 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í ár fáum við veiða kóngakrabba á báða bátana okkar leyfið var í höfn 29. apríl eftir langt og strangt umsóknarferli þar sem við urðum að sanna búsetu í Austur Finnmörku en aðeins geta skráðir fiskimenn sem eru búsettir í Finnmark ( Finnmark er nyrsta fylki Noregs ) fengið veiðileyfi á kóngakrabba. Kóngakrabbinn hjálpar til því  vel er borgað fyrir krabbann og lítil kostnaður er við ná í hann. Mikill skerðing var í kvótanum milli ára en í ár meigum við veiða 2 x 740 kg af kóngakrabba einn kvóti á Minibanken og einn kvóti á Solrun B , síðan er Svanur með kvóta á Minibanken 2 . Þetta er svipað og einn strandveiðiskammtur. Mjög gott verð er á kóngakrabba núna eða 720 norskar krónur fyrir kg. 720 kr á bryggjunni í Båtsfjord svo á eftir að flytja hann með flugi til Evrópu, Bandaríkjana eða Asíu svo það má reikna  með að krabbinn sé nokkuð dýr þegar hann er framreiddur á veitingastað í New York eða Tokyo.

1000012033 (1)

 

Búið að setja krana á Solrun B til hífa inn krabbagildrunar 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar grálúðuvertíðin er búin er planið að taka krabbann á báða bátana , síðan er planið að taka beitingarvélakerfið úr Solrun B og útbúa bátinn á net og reyna að veiða ufsa í sumar og í haust.

1000011985

  

Minibanken og Minibanken 2.

Minibanken er Viksund bátur smíðaður 1973 mælist 33 fet eða 10,05 metrar hefur 230 ha perkins vél 

 

Minibanken 2 er Cleopatra upprunalega 38 fet en mælist nú 36 fet eða 10,97 m langur hefur 550 ha cummins vél 

 

 

 

Síðan er það Solrun B sem er Viking 1200 40 fet eða 11,94 m með Yanmar 650 ha vél.

Þetta eru bátarnir í fjölskyldunni 

 

1000012054

 

 

Solrun B tekin í Løfte Við notuðum einnig tækifærið til að taka Solrun upp og botnmála og skipta um zink og venjubundið vorpúss 


Styttist í páska.

Vorjafndægur var í fyrradag 20 mars  styttist svo sannanlega í páska en páskadagur eru snemma þetta árið en það er tunglið sem ræður hvenær páskar eru dagsettir , sagan segir að upphaflega hafi dagsetning páska farið eftir tímatali gyðinga en þeir notuðust við tunglár því getur dagseting páska færst fram og tilbaka um ca einn mánuð , síðan er spurning hvers vegna var bara notað tunglár fyrir páska. Þar sem ég hef numið fræði í siglingarfræði því lærði ég meðal annars páskar eru fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir vorjafndægur , vorjafndægur er yfirleitt á sama degi getur þó sveiflast frá 19 mars til 21 mars því þar er notum við sólina að sjálfsögðu. 

1000011681

 

Þetta tungl köllum við páskatungl og við sem stundum fiskveiðar vitum að páskatunglið er eitt það mikilvægasta varðandi göngumynstur á hrygningarfiski þ.e.a.s fiski sem gengur langaleið til að hrygna eins og tildæmis þorskur og þá er frekar auðvelt að veiða þorskinn. Hér í Noregi er páskavikan yfirleitt stærsta vikan á lönduðum þorski var það reyndar á Íslandi áður fyrr einnig. 

1000011666

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Annars er ég bara nokkuð góður búið að binda Solrun B síðasti róður fyrir stopp var 15. mars síðastliðinn fyrsti róður þetta árið var 6 feb svo úthaldið var ekki langt þetta skiptið . eiginlega var þetta leiðindarvetur hérna eilífar brælur og  svangra manna veður . Vegna þess hvað við höfum lítinn þorskkvóta reyndum við að einbeita okkur að ýsunni hérna í Norðrinu en ýsuveiðin hérna er ekki svipur um sjón eins og veiðin var hérna fyrir 5-6 árum. Það kom 14 daga tímabil hérna með mjóg góðri ýsuveiði skiptist á hálfann janúar og hálfann feb.

1000011697

Planið er að byrja á Solrun B 2. Maí þá verður farið á skrap eins og var gert i skrapdagakefinu á Íslandi. Við eigum eftir 7 tonn af þorski sem verður púsluspil að láta það duga til jóla . Kvótaniðurskurðurinn í þorski er brattur hér og tikkar sérstaklega þungt inn í ár í okkar grúbbu þ.e.a.s kvótalengd undir 11m. Í 2022 gekk illa að ná heildarþorskinum í þessari grúbbu var mikill óveðurs vetur og bara frekar lélegt fiskeri þá fékkst leyfi fyrir því að færa milli ára 25% yfir á 2023 svo kvótaniðurskurðurinn milli 2022 til 2023 varð enginn þrátt fyrir 20% niðurskurð í heildarkvótanum frá 2022 til 2023, síðan er mjög góð veiði í fyrra og allir bara sáttir og löngu búnir að gleyma 2022, síðan er heildarkvótinn í þorski minnkaður um 20% milli 2023 og 2024 og í árslok átti mín grúbba þ.e.a.s kvótagrúbba undir 11m lítið til flytja yfir á 2024 því má segja að tveggja ára niðurskurður kemur í andlitið á mónnum núna í 2024. 

1000011679

Reyndar höfum við aldrei átt í vandræðum með veiða okkar þorskkvóta þvert í mót höfum við alltaf verið að forðast þorsk. 

Kvótagrúbban sem við tilheyrum er einnig eina kvótagrúbbann í Konungsríkinu sem hefur bara einn kvóta á bát það er leyfð svo kölluð samfiskiregla þar sem er heimilt að veiða einn kvóta í viðbót þ.e.a.s tvo kvóta á einn bát, það er búið að þrengja þær reglur þó nokkuð þessi regla var í upphafi hugsuð til að sjómenninir gætu unnið saman á öruggari hátt notað einn bát til veiða tvo kvóta , svo fór það auðvita út í tóma vitleysu og menn byrjuðu að leiga kvótann frá sér ( kunnugtlegt). Því voru reglunnar hertar og fylgst meira með því báðir eigendur væru um borð og báðir skrifuðu undir löndunarseðilinn.

1000011695

Minibanken hennar Sólrúnar hefur verið notaður inn á milli þá góðviðrisdaga þeir hafa reyndar ekki verið margir í vetur svo ég held að það séu 4 róðar í heildina. Hún hefur 12 tonna kvóta en hennar bátur er í opna kerfinu. Hún fær 8 tonn úthlutað frá sinni grúbbu þar af eru 6,3 tonn örugg síðan er 1,7 yfirreiknuð þ.e.a.s það eru 1500 bátar i opna kerfinu og ef allir fiskuðu sinn úthlutað kvóta sem nánst aldrei gerist þá er ekki nógur heildarkvóti fyrir alla því nota þeir þessa aðferð þessi 1,7 tonn geta horfið. Hún fær svo 4 tonn frá Samíska kvótanum. Samar hafa yfir að ráða eigin kvóta sem er úthlutað til báta sem eru skráðir í Samískum sveitafélögum og Båtsfjord er eitt af mörgum sveitafélgum sem eru skilgreint með samískum rótum.

Fyrir tveimur árum koma krafa allir fiskibátar undir 15m skulu vera útbúnir með vöktun þ.e.a.s búnað sem sendir staðsetningu stefnu og hraða til Norsku Fiskistofu á 10 min fresti. Búið að vera á stærri bátum lengi, Ekki var hægt að nota Ais kefið því það stæðist ekki persónulög og hægt væri að slökkva á þeim búnaði. Þetta er innsiglaður búnaður og þú færð ekki að halda úr höfn ef hann er bilaður, það má heldur ekki slökkva á honum þ.e.a.s rjúfa strauminn nema með samþykki Norsku Fiskistofu og þá skal báturinn hafa nákvæmlega sömu staðsetningu fyrir og eftir . Það eru mörg fyrirtæki sem hafa þróað þennan búnað þannig að þú getur keypt þennan búnað frá nokkrum aðilum og einhver samkeppni er í áskriftinni einhver er ódýrari en annar. Þessi búnaður er einn liður í þeirri löngu keðju um fiskiglæpi ólöglegt athæfi s.s brotkast , framhjálöndun og svoleiðis. Samhliða þessu fengum við aflaveiðibók sem þarf að fylla út og vera búið að senda minnst 2 tímum fyrir brottför

Svo nú er fylgst með þér tildæmis ef þú ferð út fyrir hafsvæði þitt hér eru þeir mjög strangir á hafsvæði. Tildæmis getur bátur sem ekki stendst yfirísingu fengið leyfi til að fara út fyrir 12 mílur að vetri til og bátur sem ekki hefur millibylgjustöð fær ekki leyfi til að fara út fyrir 35 milur. Hafsvæðin eru skilgreint fjord fiska fyrir innan grunnínu l, kystfisk það er 12 mílna landhelgi, bankfisk1 það er 35 mílna landhelgi og svo er það bankfisk2 150 milur .

Einnig eru hérna svo kölluð havressursloven þýðist kannski sem nýtingarlög á hafinu , þetta eru svona heildarlög um fiskveiðar í þeim lögum lemur fram að öll föst veiðarfæri þ.e.a.s lína,net, gildur og slíkt skal tilkynnast á þann bát sem leggur veiðarfærin.

Nú geta yfirvöld s.s. notað vöktunina sem sönnunargögn móti mönnum og notað þau aftur í tímann segjum sem sé að þú ert á bát sem má ekki fara út fyrir 12 mílur og leggur nokkrum sinnum út fyrir milli 12 og 15 mílur. Þeir uppgvötva þetta lögbrot athuga þeir þig aftur í tímann og sjá kannski að þú hefur gert þetta áður þá geta þeir gert aflann þinn upptækann fyrir þau skipti sem þú fórst út fyrir.

Annað dæmi nú er það þekkt hér að tveir bátar nota sömu veiðarfæri þ.e.a.s þegar einn bátur er búinn með kvótann tekur nýr bátur við veiðarfærunum samkvæmt lögunum hérna er það ekki heimilt svo nú eftir vöktunin er kominn gera þeir fylgst náið með því og ef þeir sjá að bátur er að draga veiðarfæri sem eru tilkynnt á annan bát , geta þeir tekið þig og gert aflann upptækann. 

Þetta var svona útúrdúr hvernig sjálft kerfið er að yfirtaka sig sjálft og eins og sagt var í Little Britain " Computer says no "  


Nýja árið byrjað

Samt enginn róður á Solrun B fyrr en 7 feb , Ég tók ákvörðun að byrja ekki fyrr en 1 feb en svo var auðvita bræla fyrstu dagana svo fyrsti róður var ekki fyrr en þann 7 feb. Ástæðan fyrir því að byrja ekki strax þetta árið var  vegna mikils kvótaniðurskurðar í þorski. ástæðan var sú að ef allt er eðlilegt eykst ýsan í aflanum þegar líður á Janúar. En auðvita varð góð ýsuveiði strax í janúar, svo maður er ekki Hábeinn heppni hérna. 

Við ákváðum að róa litla Minibanken í Janúar yfirleitt er besta þorskverðið í janúar í Noregshreppi , en eins og ég skrifaði hérna ofar er ég greinilega enginn Hábeinn Heppni því við hjónin veiktumst sennilega fengið kvefpestina covid-19 sem keyrði okkur bókstaflega í rúmið í 14 daga frá 8 janúar. Svo janúar flaug bara fram hjá okkur.

Við náðum þó einum róðri í janúar við fórum á fimmtudagskvöldið 25.janúar með 10 bala , árangurinn varð undir væntingum alls ekki eins og hjá Hábeini Heppna. Síðan spáir bara brælu út þennan fyrsta mánuð ársins 2024. Árangurinn varð 1 róður  í janúar. 

Janúar 2024 var reyndar nokkuð stór dagur í norskum sjávarútvegi ríkisstjórnin lagði fram nýtt kvótafrumvarp sem nefnist á íslensku, fólk , fiskur og samfélag . Nú átti reyna stoppa samþjöppun og færa kvóta frá þeim stóru til smáu. 

Eftir hafa lesið þetta frumvarpið upplifði ég mig í myndinni Groundhogs day því ég er búinn að upplifa þetta allt saman áður á Íslandi alveg ótrúlegt hvað mannskepnan er lík þegar kemur að samfélagslegum þætti á mótum sterkum kapitalískum boðorðum. 

Skuldir í norskum sjávarútvegi hafa aukist verulega síðasta áratuginn tildæmis í norska kystflotanum bátar undir 90 fet (29 m) hafa skuldirnar aukist úr 3,3 milljörðum í 9,6 miljarða sem segt um 200%. Þetta er mest útaf kaupum á aflaheimildum  kunnuglegt hummm.

 

Eins og fyrr hefur komið fram var lítið róið í Janúar við nýtum bræluna í feb til beita nylon vormlínu og lögðum svo tvo stubba ( 3 balar í stubb) og fengum fínann afla svo það kom inn í Minibanken. Solrun B leysti líka landfestar í feb og þar var Svanur Þór Skipstjóri því kallinn var upptekinn á Minibanken og í læknastússi í Kirkenes. Svo allt er að verða eðlilegt hér eftir langt jólafrí en þegar jólafríið er langt er stutt í páskafríið.

Þegar við hjónakornin vorum að koma í land á litla Minibanken varð á vegi okkar blaðamaður frá Kyst og Fjord og úr varð þetta fínasta viðtal við okkur enda lág ágætlega á okkur eftir velheppnað róður í kaldaskít

 

 1000011635

Hér mynd af okkur hjónunum tekið  úr viðtalinu 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

https://www.kystogfjord.no/nyheter/i/jlR1xw/med-minibanken-full-av-torsk

linkurinn á viðtalið fyrir þá sem hafa áskrift af Kyst og fjord

https://www.kystogfjord.no/nyheter/i/jlR1xw/med-minibanken-full-av-torsk

 


En og aftur styttist í Jól

Jólafrí er  árviss atburður já flestum og hjá okkur þar sem veiðiálagi er stýrt með kvóta sem endurnýjast við hver áramót  er oft orðið lítið um veiðiheimildir þegar nálgast jól og þá er tekið jólafrí og við strákarnir á Solrun B  vorum búnir með þorskkvótann 3 desember, þá var tekið jólafrí. Vandamálið í ár var að við fundum ekki nógu mikla ýsu til að drýgja kvótann meir. Útgerðin er með rúmar heimildir í ýsu en lítinn þorskkvóta.

 

Á þessum árstíma er venjan að líta yfir farinn veg sem hefur kannski verið mjög hollóttur á köflum hjá okkur þetta árið. Árið hefur verið krefjandi á bæði borð , en svo virðist við höfum náð að lenda að lokum með báðar fæturnar á jörðinni

20220620_115310 

Það var að sjálfsögðu mikið áfall þegar kviknaði í Jakob í feb , það reyndi á sérstaklega andlega það er ekkert grín að vera í brennandi bát út á sjó og þurfa að viðurkenna vannmát  sinn, þ.e.a.s maður sér að maður hefur tapað fyrir eldinum   maður er virkilega lítill á slíkri stundu. Það merkilega var samt ég hélt ró minni allann tímann og við gerðum allt rétt þrátt fyrir allt.  Í okkar tilviki vorum við svo nálægt landi að við náðum að komast í land og bjarga okkur sjálfum sem var það jákvæða út úr þessu slysi. Í svona óhöppum eru alltaf punktar sem þú hugsar meira um  , í mínu tilviki var það hvað tíminn getur verið afstæður þetta var bara sekúndu spursmál hjá okkur þegar ég ligg á bryggjunni síðastur frá borði yfirtendrast báturinn við erum að tala um 5 sek kannski  10 sek. 

Við höfum náð vinna okkur vel út úr þessu slysi og strákarnir eru áfram með okkur á Solrun B. 

1000010306 (1)

Svo í mars vorum við bara í lausu lofti, tókum samt fljótlega ákvörðun um að halda áfram og byrjuðum að leita af nýjum bát. Samstarfið við tryggingarfélagið gekk mjög vel og ca 20 dögum eftir slysið var tryggingaruppgjörið klárt og við komin á fullt að leita að nýjum bát. Við vorum ekkert sérstaklega að leita að bát á Íslandi en ég hafði þó samband við Trefjar og Aflmark hann Villa. Síðan gerðist það að Víkingbátar ehf höfðu samband og buðu okkur tvo báta sem þeir voru að spá í að selja Otur ÍS og Karólína ÞH í framhaldinu gerðust hlutirnir hratt og í lok mars var komið bindandi samningur milli okkar og Víkingbáta um kaup og sölu á Karólínu ÞH. 

Til gera langa sögu stutta keyptum við Karólínu og fékk hún nafnið Solrun B. Ef ég hefði vitað allt bullið og regluverkið sem fylgdi því að kaupa bátinn hefðum við sleppt því en báturinn var ekki kominn til veiða fyrr en í júlí 2023. Það sem sagt tók 3 og 1/2 mánuð allt þetta ferli þrátt fyrir allt. Fyrst tók Norska Fiskistofa heilar 7 vikur að gefa okkur leyfi fyrir því að flytja veiðiheimildinar frá ónýtum Jakob yfir á nýja bátinn . Síðan tók við heilmikið suðubull við Norsku skoðunarstofuna Polarkonsult í Harstad sem ég samdi við. Því reyndar lauk ekki fyrir en 1 desember þegar endalegu stöðugleikagögin fengust stimpluð . Þá fengum við loksins nýtt endanlegt Haffæri.

Veiðar gengu þokkalega á Solrun B við áttum allann þorskkvótann eftir sem voru heil 36 tonn fyrir árið 2023 , við náðum að tvöfalda hann í gegnum ferskfiskordningen svo við fiskuðum 72 tonn af þorski en það sem klikkaði hjá okkur var ýsan þar fengum við aðeins 14 tonn í haust sem er nánast stórt 0. 

Svanur Þór endurnýjaði sinn bát í sumar , keypti Cleopatra bát sem var byggður á Íslandi 2003 sem Hrólfur Einarsson , var fluttur til Noregs 2007, þetta er fínasti bátur og mikill stækkun frá gamla Viksund frá 1973 . Báturinn fékk nafnið Minibanken 2.

404118893_6636272839827842_1324820906323040201_n

 

 

Minibanken 2 byggður sem Hrólfur Einarsson til Bolungarvíkur á Vestfjörðum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamli Minibanken keypti svo Sólrún svo það eru komnir 3 bátar í fjölskylduna. Tveir bátar í opna kerfinu og Solrun B í lokaða kefinu með 9 til 10 m kvóta .

403931633_1514770262692864_9215765004507941826_n

 

 

Hér liggja þeir saman Minibanken og Minibanken 2. Minibanken er Viksund byggður 1973 svo jafngamall og undirritaður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1000010873

 

Á aðventunni á maður til  að hugsa sig vitlausann og byrja  spá í því hvernig í ósköpunum hefur þetta skeð að fjölskylda frá Bíldudal  með rætur í Arnarfjörð , Tálknafjörð , Barðaströnd og Jökulfirðina byrjar gera út í Båtsfjord í Norður Noregi í landi Sama , 1180 sjómílur ( 2185 km) frá Bíldudal stefnan ca í Norðaustur  með alls enga tengingu við svæðið nema fiskinn!.Ástæðan er rétturinn til meiga fara og veiða fisk. Ég ætla ekkert að fara út í skrif um kvóta og kvótakefið hér rétt fyrir jól. Ég hef  bara gert mér betur grein fyrir því að Austur Finnmark þar sem við búum er í svipuðum sporum og Vestfirðir voru í kringum 1990 það er baráttan um sinn tilverurétt. Ég hef snúið peningnum fram og tilbaka en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu þrátt fyrir excel skjöl geta sagt annað . Tilveruréttur fólks er sterkari en arðsemi og gróði útvaldra

 

1000011512    

 

 Gleðilega hátið allir saman.

 

 


Veturinn farinn að sýna klærnar

Veturinn er sennilega búinn að ná yfirhöndinni þetta árið, meiri segja erum við feðgar búnir að ræsa snjóblásarann. Komið gott með snjó og fjallið þ.e.a.s fjallvegurinn milli Båtsfjord og Tana tildæmis lokaður í gær vegna óveðurs. 

1000011180

Við strákarnir á Solrun B höfum legið núna velbundnir við bryggju í rúma viku ekki vegna  veðurs allann tímann heldur er kvótinn nánst búinn þ.e.a.s þorskurinn og við höfum ekki tekist að finna ýsu hérna í Austur Finnmark. Austhavet hefur klikkað sem hefur leitt til þess að þorskkvótinn er nánast búinn. Vegna þess hvað við erum með lítinn þorskkvóta höfum við reynt að drýgja hann með því að veiða ýsu og taka fullann þátt í ferskfiskordningen sem er bónuskvóti í þorski til tryggja hráefni til vinnslu seinnihluta ársins svipað uppbyggt og  línutvöföldunin sem var á Íslandi í gamla daga. Þannig höfum við náð að gera heilsársútgerð eðs svo gott sem , En í ár hefur ekki verið ýsa, við sáum reyndar blikur á lofti í fyrra þar sem ýsuveiðin drógst mikið saman hérna.

Góð Ýsuveiði hefur verið vestar í Vesterålen úti á Malengsgrunnet sem er útaf Tromsø, eiginlega hefðum við átt að vera þar í Oktober þar er reyndar enginn þorskur sem meðafli sem flækir málið aðeins og svo erum við búin að búsetja okkur hér í austrinu til þess að hætta þessi flakki sem búið var vera á okkur í mörg ár! enn enn .

1000011182

 

 Annars er ég bara nokkuð góður við tókum þátt í seinna grálúðutímabilinu í ágúst það gekk ljómandi vel og var fínt með lúðu og gott með meðafla þorsk, hlýra og ýsu. Seinna tímablið í grálúðu var opið í 9 daga náðum við 5 róðrum enda fer alveg 2 sólarhringir í róðurinn. Eftir grálúðuna var það beint inn í Barents Skipsservice setja um borð sjókælirinn frá Kælingu ehf og laga hitt og þetta , tvöfalda lunningar og setja ballest til báturinn teljist hæfur til bankfiske yfir vetrarmánuðina þ.e.a.s báturinn standist svokallað yfirísingar tilvik í stöðugleikanum.

 

 

1000010924

 

Hér er kælirinn kominn um borð smellpassaði bakobrðsmegin í vélarrúmið

 

 

Tók þetta auðvita mun lengri tíma en reiknað var með allt sem var gert, við byrjuðum svo að róa eftir 10 okt og mánuði seinna erum við nánast kvótalausir í þorski. Yfirleitt hefur 20 tonn af þorski  dugað okkur vel til róa allt haustið hérna tildæmis fyrir 3 árum áttum við 6,7 tonn eftir þegar við hófum róðra og náðum við að drýgja það til 17 desember en þá var bónus í þorski reyndar 40% í dag er hann 20%. 

Báturinn hef reynst vel var smá lærdómur að byrja aftur með beitingarvél. Ekki verið á dekki á beitingarvél síðan 1995 þegar ég var vélavörður um borð í Guðrún Hlín frá Patreksfirði.

1000010727 

Í ágúst keyptum við hjónin gamla  bátinn af Svani Þór en hann hafði stækkað við sig keypt sér stærri bát. Það tók reyndar dá góðann tíma að fá bátinn skráðann og veiðileyfið samþykkt á Sólrúnu en allt gekk það fyrir rest og rérum við honum í september til að ná krabbalágmarkinu en til fá fullann krabbakvóta er krafa að veiða fyrir kr 200.000 norskar. Gekk það þokkalega en september er eiginlega lélegasti mánuðurinn til róa með línu hér á grunnslóðina en við náðum takmarkinu svo Krabbakvóti á Minibanken á næsta ári.

Minibanken er smíðaður 1973 sama ár og undirritaður, byggður úr trefjaplasti hefur allatíð reynst vera happafleyta.

1000010885

 

Hér er hann Svein Johansen frá Sund í Lofoten en Svanur keypti bátinn af honum , Svein var ekta kall og hjálpsamur og kenndi mér mörg góð trix. 

 

 

 

 

 

 

 

1000010876

 

 

Útgerðarmaðurinn á Minibanken sennilega reikna út aflaverðmætið þennan daginn

 

 

 

 

 

 

 

1000010881

 

 

Góður róður á Minibanken við eigum enn eftir 2,3 tonn af kvóta á Minibanken sem var planið ná upp fyrir jól 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru samt blikur á lofti í norskum sjávarútvegi þorskkvótinn er skorinn mikið niður þriðja árið í röð þannig að árið 2024 verður búið að skerða hann um 60% síðan metkvótinn ein miljón tonn var árið 2013. Heildarkvótinn er kominn niður undir 400 þúsund tonn , svo við sem höfum lítinn kvóta í þorski fáum mjög lágann kvóta á næsta ári og það sem verra er að heildarkvótinn sem er í ferskfiskordningen fer einnig mikið niður , svo eftir mjög góð ár er komin krísa í norskan sjávarútveg. Sérstaklega fyrir minni flotann sem hefur ekki möguleika til kaupa sér meiri veiðiheimildir , því bátar undir 11m eða hafa kvóta undir 11m meiga bara hafa einn grunnkvóta á meðan bátar yfir 11m meiga hafa allt að 5 kvóta þ.e.a.s 1 grunnkvóta og 4 uppkeypta kvóta af öðrum.

1000011104

 

Solrun B, gæti verið að hún verði meira bundin við byrggju heldur en við reiknuðum með þegar báturinn var keyptur vegna breytra rekstrarforsenda , svona getur þetta sveiflast til.

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikil fjárfesting hefur átt sér stað hér í konungsríkinu Noregi  , margir nýjir bátar hafa verið byggðir, fjármagnskostnaður til gera þessar fjárfestingar hefur verið góður hérna lágir vextir og tilgangur að fiski hefur verið góður þ.e.a.s kvótar hafa verið rúmir .

Blikur eru því á lofti mikill niðurskurður í þorskkvóta niðurskurður í ýsu og grálúðu svo er er það stóra sem kemur til höggva stórt hérna í nyrsta fylki Konungsríksins niðurskurður í kóngakrabbakvótanum verður hvorki meira en  minna en 60% fer úr heildarkvóta 2300 tonn niður í 983 tonn, síðan hafa stýrisvextir hækkað mikið eru núna 4,25%  sem hefur leitt til hærri vexti á lánum, norska krónan hefur svo fallið mikið síðustu mánuði sem hefur hækkað olíuverð og öll aðföng. Og þeir sem gera út á línu hafa einnig fundið fyrir hvað beitukostnaður hefur aukist mikið og þar að leiðandi beitingarkostnaður tildæmis ef þú leigir beittann bala hérna hjá beitingarþjónustu kostar hann núna 900 kr norskar krónur ekki eins slæmt hjá okkur sem höfum beitingarvél  

En svona hefur þetta svo sem alltaf verið í sjávarútvegi það koma góð ár svo koma erfið ár erum við  að stefna inn í slíkt tímabil núna eflaust verður mjög erfitt hjá mörgum sérstaklega hjá þeim sem hafa fjárfest í mjög dýrum bátum og hafa frekar lítinn kvóta.

1000011358

Annars erum við nokkuð góð hér í austri eða eystri það er alveg klárt að næstu ár verða meira krefjandi fyrir okkur þurfum að leggja niður púslin sem við fáum rétt niður. Það þýðir ekkert að gefast upp þó svo kaldur vindurinn blási á móti eins og vinur minn Þorsteinn Máni segir " þá er bara bíta í skjaldarendur og þeysast fram í orrustu " 

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 235
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband