Sumar á næsta leiti

Mars heilsaði með eintómum brælum svo það var mikið um landlegu svo í tillegg gufaði fiskeríið upp flæddi loðna yfir allt. Eins og ég sagði þá var róðralagið slitrót í mars aðeins 5 róðrar Og þegar fiskeríð datt niður tókum  stopp til hlaða batteríin. Var farið í síðasta róður 25 mars og þá var rétt 100 kg á balann. 

 

Veturinn var mjög erfiður til sjósóknar verstu held ég sem ég hef verið hérna norðurfrá kom aldrei nein blíðukafli eins og svo oft gerist hérna. Og eftir að við stoppuðum var nánast bara bræla út í eitt. Seinni hlutinn af mars  getur oft verið erfiður hérna þegar sólin hækkar á lofti og veðurfar byrjar breytast kald og heit loft bætast og úr verður bræla, því höfum við yfirleitt stoppað í kringum 15 mars, en í ár var allur mars erfiður og svo kom mikið meiri loðna en hefur komð undanfarin ár sem auðvita er gott fyrir lífríkið. Síðustu ár hefur nefnilega ekki verið svo mikill loðna og fiskerí á línu hefur haldist gott allann veturinn. áður fyrr var eiginlega sjálfhætt með línu hérna í kringum mánaðarmótin feb/mars. Í ár datt alveg botninn úr línufiskerínu kannski ástandið orðið venjulegt. Þegar fiskeríð dettur niður vegna loðnu á línu, fiskat vel í netin og snurvoð sem gerðist einnig hérna í ár svo margar bátar skiptu því yfir á net. 

20220421_085642

Við tókum frí ákváðum að geyma þroskinn nota hann meðafla með grálúðu og ýsu. Ætlum við að byrja veiðar kringum 10 maí. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég og sonur minn hann Svanur Þór settum reyndar vormlínu á Minibanken rækjubeita nú á páskunum en fiskurinn er byrjaður bíta aftur rækju erum við þegar þetta er skrifað búnir að draga 2 sinnum Og hefur fiskeríð verið 200-300 kg á balann en það eru bara 250 krókar í þessum bölum sem er fleytt frá botni og látið standa í tvær nætur.

Yfirleitt vera mjög gott fiskerí á vormlínu frá nú og út maí þegar fiskurinn er búinn að hrygna og orðinn svangur aftur bítur hann oft grimmt.

20220421_180519

 

 

Hér ver verið landa úr Minibanken , má segja Minibanken hafi verið fyllur þennan daginn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20220421_180522

Svo að lokum óska ég öllum gleðilegt sumar.

 

 

 

 

 

 


Jólin löngu búin

Einnig Þorri og komin Góa.

Ekki mikið gerst frá síðasta bloggi , jú annars við fórum fyrsta róður var 2.feb 2022, við ákváðum að ekkert vera stressa okkur i janúar þó það sé yfirleitt mjög gott fiskerí í janúar er blandann yfirleitt ekki sú rétta þ.e.a.s þorskur í meirihluta en við reynum að eldast við ýsu, til spara sem mest af þorskkvótanum. 

Sem sagt fyrsti róður var 2. feb 8,8 tonn á 40 bala til helminga þorskur og ýsa. Síðan hefur ýsan verið að smá aukast , við lönduðum í gær 8 tonnum og þá var þorskurinn aðeins 8,9 % af aflanum eða 700 kg. 

20220218_071622

 

Ýsan sem við veiðum er unnin hérna í Båtsfjordbruket bæði fersk og frosin bitar. En í fyrra tóku þeir í notkun nýja verksmiðju sem hefur búnað frá Íslenska félaginu Valka, svo eru komnar flökunarvélar frá Curio sem einnig er íslenskt fyrirtæki, svo er báturinn sem landaði þessari ýsu einnig smíðaður á Íslandi.

Eigendur Båtsfjordbruket AS er Insula sem  er fjæarfestingarfélag í eigu Salmar eða eiganda Salmar. Þeir eiga líka stóra fiskibolluverksmiðju í Lofoten hluti af allri ýsu sem kemur á land fer einnig sem flök þangað. Þannig ef þið kaupið vörur frá Lofotenprodukt vörumerkið er Lofoten " Lofoten hjemmelaget fiskekaker þá eru bara þó nokkrar líkur að ýsan gæti hafa verið veidd af okkur. 

 

20220225_071814

 

 

Heimalagðar fiskiborgarar eru reyndar framleiddir í stórri verksmiðju í Leknes í Lofoten ekki steiktir heima hjá einhverjum

 

 

 

 

 

 

 

20220222_022630

Loðna er komin á svæðið sem veldur því að þorskurinn er að hverfa í bili og ýsan að yfirtaka svo mars gæti orðið góður ýsu mánuður. Tíðarfarið í feb hefur verið frekar rysjótt enda hávetur.

 

Við fækkuðum um einn í áhöfninni í vetur og förum með 40 bala í staðin fyrir 50-60 bala þegar við vorum 3 um borð ætlum að prufa þetta fyrirkomulag núna í byrjun.

Já við höfum ekki nógu stórann þorskkvóta í ár er okkur úthlutað 39 tonnum við erum með einn 9-10 m kvóta fyrir nokkrum árum var einn 9-10 m kvóti að gefa okkur 58 tonn svo kvótinn er er niður. Þó svo það sé nánast sami heildarkvóti hafa stjórnvöld ákveðið að taka af svokallaða yfirúthlutun en kvótinn var byggður upp á staðfestum kvóta svo yfirúthlutun sem var yfirleitt 20%. Yfirúthlutun var til taka sveiflur í heildarkvótanum sem bátar undir 11 m er úthlutað, hugsunin var  nýta heildarkvótann sem þessum flota er úthlutað oft á tíðum var svo þessi yfirúthlutun aukin ef sást fram á að  heildarkvótinn næðist ekki.

20220218_055459

En sem sagt nú er búið að taka þessa yfirúthlutun af og er það liður í eignavæða kvótann meira eins og hefur verið gert í flotanum yfir 11m talandi um deja vu fyrir íslending. Í staðin fyrir yfirúthlutin er búið að opna fyrir dulda leigu þ.e.a.s mönnum sem eiga kvóta undir 11m er leyft að leiga kvótann sinn svo í staðinn. 

Í okkar tilviki er bara um tvennt ræða selja eða kaupa meiri kvóta. Í fyrra fiskuðum við 150 tonn af þorski á einn 9m kvóta því við nýtum ferskfiskbónusinn sem er bónus til kystflotans svipað uppbyggt og línutvöföldunin frá júni til desember er viss % í þorski utan kvóta verið að reyna fá hráefnisöflun dreifða á allt árið ekki bara í 2-3 mánuði á Lofoten vertíð.

Það var mikið léttara  að beita sér á vetrarmánuðum á síðasta ári þegar þegar þorskkvótinn var 35% stærri en hann er hjá okkur í dag. Við þurfa að eiga ca 15 tonn þorski eftir þegar ferskfiskbónusinn byrjar til að fá kapalinn til að ganga upp. 

 

 


Jólin nálgast

 

Já jólin nálgast og við strákarnir á Jakob komnir í jólafrí lönduðum síðasta róðrinum á föstudaginn 10,3 tonn mest þorskur.

Í síðustu veiðiferðinni voru við með 50 bala og svo drógum við 22 bala fyrir Vassana sem bilaði svo við strákarnir drógum 72 bala ég og hann Pitor , ég hugsaði til baka þegar það þótti við hæfi að tveir menn réru með 24 bala. Fengum við 7 tonn á okkar 50 bala en við beitum makríll sú beita hefur ekki verið að virka eins vel og síldin þessa vertíð þorskurinn hefur ekki viljað makríllinn. fengum svo 3,5 tonn á línuna sem við drógum fyrir Vassana. Við vorum frekar lúnir þegar við komum upp til Batsfjord eftir hafa dergið línu í 22 klukkutíma reyndar smá matarhlé og ein pása.

20211210_111441

 

Jakob með 10,3 tonn akkurat á lestarmerki Star Viking landa fyrir framan kajann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir frekar rólega byrjun á haustvertíðinni hefur síðustu þrjár vikur verið bara fínar og alls ekki svo langt að sækja hefur legið fiskirag í suðurhallanum á Sölebanken bara ca 40 mílna stím frá Batsfjord. Markmið ársins náðist ekki að fiska 400 tonn við enduðum með 358 tonn svo vantaði 42 tonn upp á sett markmið , mín skýring er le´legt fiskerí og erfitt tíðarfar í Október sem setti upp sett plan úr skorðum , svo er bara vona að stjórnarformaðurinn taka mínar afsaknir góðar gildar og ég mæti ferskur í janúar 2022.

20211210_114437

 

Við höfum fiskað 124 tonn af þorski á einn 9 metra kvóta sem segt við höfum nánast 3 feldað kvótann okkar í þorski með því að nota ferskfiskordningen sem er bónus kerfi fyrir okkur sem löndum fiski ferskum til vinnslu svipað upp sett og línuíviljunin. Markmiðið með ferskfiskordningen er tryggja dreifðum byggðum Norður Noregs betri aðgang að fiski og flotinn eigi auiðveldara með að ná í aðrar sortir s.s ýsu og ufsa þar sem kvótar eru mjög rúmir að mætti eiginlega tala um frjálsar veiðar í þær tegundir. Í heildina höfum við fiskað 144 tonn af þorski en við veiddum í sumar 20 tonn frá bátnum Unni í gegnum samfisking sem myndi kallast fiska saman á íslensku en það er möguleiki hér í Noregi að bátar sem hafa kvóta undir 11 m ( við höfum 9 m kvóta ) geti fiskað tvo kvóta á einn bát eftir hinum kúnstarinar reglum höfuðreglan er sú að báðir eigendur þurfa vera um borð í fiskibátnum sem fiskar en vegna covid var gefin undanþága á það í ár. 

 

Í ár höfum við meira og minna verið tveir um borð sem gera þetta ár svolítið frábrugðið frá síðasta ári. Í tillegg hefur þetta ár verið mjög krefjandi allt hefur hækkað mikið allur útgerðarkostnaður hefur aukist mikið en því miður hefur verðið á fiskinum ekki hækkað heldur erum við með lægra meðalverið fyrir fiskinn í ár en í fyrra dálítið merkilegt. Svo afkoman er ekkert svipuð og hjá Samherja hf en við erum réttum megin við núllið. 

Við höfum en verið að glíma við barnasjúkdóma í bátnum en nú held ég að þeir séu nánast búnir en í ár hefur stærsti útgjaldaliðurinn fyrir utan beitu og beitingu verið viðhald á nánast nýjum bátnum.

 

Ég læt þetta vera nóg í bili verður síðasta blogfærslan á þessu ári ég tek upp þráðinn á nýju ári sem við munum takast á með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi því ekki fer maður langt á svartsýninni. Og vandamál eru til að leysa þau .

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

20211211_194936

 

 

 

  


Baráttan heldur áfram

Já slagurinn heldur áfram sama mynstur og í október langt sækja og frekar léleg tíð sem hefur gert lífið hjá okkur hérna upp í Båtsfjord erfiðar en það þarf vera eða við viljum hafa það.

Fiskeríð hefur verið að aukast hægt og rólega en því miður hefur verið lítið með ýsu sem er okkar aðalsort hún hefur ekki látið sjá sig að neinu marki úti á bönkunum 30 til 50 kg á bálann með ýsu sem er stór breyting á milli ára því í fyrra um þetta leiti vorum við með 100 til 120 kg á balann með ýsu. 

20211116_074256

 

Við komum upp í gærkveldi og þegar búið var að landa í morgun komust við loskins yfir 300 tonna múrinn á þessu ári, markmiðið var veiða 450 tonn á þessu ári og er nokkuð ljóst að það tekst ekki en við vonumst til að ná að rjúfa 400 tonna múrinn. Við settum okkur markmið að ná að fiska fyrir 5 milljónir norskar krónur á þessu ári og það er mögulega að takast þrátt fyrir verulega lægra verð fyrir fiskinn heldur en í fyrra.

 

Verðin hérna er ekkert til hrópa húrra fyrir því miður og hafa farið mjög seint upp nú í haust. Tildæmis erum við með 5 krónu lægra meðalverið á þorski í ár en í fyrra og 1,5 lægra fyrir ýsuna. 

Við erum búnir að ná að fara 4 ferðir í nóvember og kominn 20 nóvember svo tíðin hefur ekki alveg verið að vinna með okkur held við höfum einu sinni í allt haust fengið gott veður allann róðurinn en það gerðist reyndar í gær 19 nóvember. Við skullum vona að við náum allavega 3 ferðum meir áður en mánuðurinn er búinn.

20211104_090343

 

Við eigum enn eftir ca 7 tonn af kvótanum okkar svo hann hefur dugað okkur vel en það gerir auðvita bónuskerfið ferskfiskordningen sem hjálpar okkur hérna en nú er 50% bónus þ.e.a.s aðeins það sem er umfram 50% fer í kvóta. Tildæmis 16 nóvember lönduðum við 7,5 tonnum og þar af var 3,9 tonn af þorski en aðeins 206 kg fór af kvótanum okkar. og í morgun 20 nóvember lönduðum við 7,6 tonn þar af 5,1 tonn af þorski og þá voru 1,4 tonn kvóta reiknuð.

 

 

 

 

 

Eitt að því sem við höfum tamið okkur hjá Jakobsen Fisk AS er að reyna kæla niður aflann sem fyrst eftir hann er kominn um borð svo við blóðgum fiskinn rétt í körin í ískrapa frá ís og sjó þannig höfum við náð að halda fiskinum eins nálægt 0 gráðum . Fiskvinnslan hefur aðeins verið að pirra okkur þar sem við látum fiskinn liggja í blóðvatninu en eigið blóðvatn hefur lítil sem enginn áhrif á gæði fiskins þegar aðeins erum að ræða blóðgaðann fisk.

20211106_123324

 

Þorskurinn við löndun - 0,1 gráða 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20211106_123104

 

 

Ýsan frá sömu veiðferð - 0,3 gráður. Svo við erum nokkuð sáttir með þennan árangur. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú nálgast mørketida dagurinn orðinn frekar stuttur hér upp frá, mørketiden nálgast eftir ca mánuð verður bara rétt blár bjarmi í hádeginu.                                                    

20211117_083425


Oktober er rúmlega hálfnaður

 

Rysjótt tíð hefur verið að trufla okkur sem og ekkert sérstakt fiskerí. Lítið af þorski á grunnmiðum s.s venjulegt i október. Við höfum verið eltast við þorskinn og þurft að stíma 90 mílur til hafs til að fá þokkalegann afla í bátinn. Svo það er stikke å gå eins og nojarinn segir.

90 mílna stím svo leggjum við línuna með rússagrensuna í norð austur og þegar allir krókarnir eru komnir í hafið þá erum við komnir ca 108 mílur frá landi. Þetta er smá spoti fyrir okkur svona túr tekur um 36 tíma jafnvel meira ef það er kaldaskítur.

Ég verð nú að segja það ég hef nú tekið þátt í mörgu á sjónum  en held satt að segja að banklínudrift hér í Austur Finnmörku sé það allra erfiðasta sjómennskan sem ég hef stundað  langt til hafs þegar það er svarta myrkur og yfirleitt leiðindarveður nánast aldrei undir 6 til 8 tíma stím til lands. Líkamlega kannski ekki það erfiðasta  en getur tekið á andlega. Dálítið oft að það eru SV átt hérna á haustin og þá geur landleiðin tekið á og lengst óhóflega. 

20211015_122418

Ég tek hattinn ofan fyrir þessum köllum sem hafa stundað þessar veiðar í fleiri ár haust eftir haust vetur eftir vetur. Á ekki á svo stórum bátum en margir 50 feta bátar stunda þessar veiðar um 15 m , svo nokkrir eins og Jakob og niður undir 11m báta.

20211015_122422

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki alltaf þó brælur og ekki alltaf fiskur á hverju járni eins og sést á þessari mynd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kóngakrabbinn hefur bjargað miklu nú haust þar sem verðið á honum er ævintýralegt en núna er borgaðar 370 kr norskar krónur fyrir eitt kg af flottum kóngakrabba s.s krabba yfir 3 kg og alveg heill enginn brotinn kló eða löpp. Við erum búnir fiska um 390 kg af krabba í haust. 

 

Við rérum í kantinn útaf Kongsfjord á miðvikudaginn fengum 4 tonn á 30 bala mest ýsa og keila svo vorum við með 46 kg af kóngakrabba . Fyrir 1,3 tonn af keilu fengum við kr 7000 norskar krónur fyrir 46 kg af krabba fengum kr 15.640 norskar krónur ( við fáum lægra verð fyrir krabbann sennilega af því hann er línukrabbi). Svo þessi nokkru kg voru rúmlega 2 sinnum verðmætari en öll keilan en við því er svo að bæta keilan hjálpar til í krabbanum því fyrir hvert tonn af fiski máttu hafa 30 kg af krabba. Við meigum vera með 3 % af krabba sem meðafla svo kg af ódýri keilu er sem gull

20210930_101420.

 

Aflanum landað ýsan beint í flökun og síðan til Lofoten þar sem hún endar sem fiskibollur eða fiskikökur hjá Lofoten Produkter en það eru sömu eigendur. Svo hluti af ýsunni fer i gæðafiskibollur svo ef þið kaupið fiskibollur frá Lofoten þá hugsið þið til okkar á Jakob 

 

 


Víkingar hafsins ( Havet Vikings)

Já  víkingar hafsins það eru við stendur allavega í nýja lógóinu. Hvort við séum beint víkingar hafsins eða ekki þá erum við allavega komnir í gang eftir kannski kærkomið sumarfrí. Sumarfríið var tekið í Osló  og svo restin upp á þaki á slotinu þar sem skipt var um þakplötur. 

20211003_062610

 

Nýja lógóið komið á Benzinn. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Báturinn hafði það náðugt í sumarfríinu var geymdur upp á landi á planinu fyrir framan Barents Skipservice þar sem fóru fram árlegt viðhald á bátnum +++++++ ( skipt um skrúfu, öxull, hliðarskrúfu á framan ) Ég veit ekki hvort viðhaldið sé eðlilegt eður ei þar sem ég hef aldrei átt nýjan bát áður ( reyndar orðinn tveggja ára í þessum töluðu orðum) En ég er orðinn frekar pirraður á þessu en það jákvæða er þetta horfir allt til betri vegar.

20210920_144436

 

 

 

Báturinn var svo hífður niður á hafflötin beint í 3 daga brælu eftir bræluna var tekin prufusigling allt virkaði flott nema ( auðvita nema) nýja skrúfan einu haki of stór sem voru auðvita ákveðin vonbrigði. Einn góður hérna sem er svona allt muligman hjá sinni útgerð  reyndar eini starfsmaðurinn sagði mér bara fara létt með slípirokk á blöðin ég held ég láti það ekki eftir mér þar sem ég á til að fara of djúpt með rokkinn.

 

 

 

 

Síðasta laugardag voru sem sagt fyrstu balar teknir um borð á þessari haustvertíð og haldið til hafs á ný, skipstjórinn ( ég) valdi stefnuna og við fórum út á Sølebanka totuna eins og ég kalla þetta nojarinn kallar þetta rundingen. Þar var frekar fátæklegt fiskeri svona venjulegt byrjunar haustfiskerí hérna enginn kraftur bátur og áhöfn virkuð hinsvegar mjög vel.

20210930_101417

 

Löndun númer róður númer tvo þá héldum við austur til Pútin þar er allatf fiskur enda held ég fiskur sé yfir höfuð dálítið vinstri sinnaður. Þarna fengum við næstum í öll kör og slatta af grálúðu . Þarna austur frá veiðist grálúða alveg upp á 150 fm. Þarna er austur frá er skemmtilegur botn misdýpi talsvert nánast enginn straumur og yfirleitt hægt að fá fisk, en frekar langt að fara við vorum 74 mílur frá landi þar sem við byrjuðum að leggja svo er spotti að fara. 

 

 

 

 

 

 

Þegar þessu orð eru skrifuð á sunnudagsmorgninni erum við búnir með 3 róðra með þokkalegum árangri , reyndar hefur kóngakrabbinn hjálpað mikið til en núna meigum við hafa 3% af kóngakrabba sem meðaafla og krabbinn er vel borgaður núna 340 kr norskar fyrir hvert kg sem myndi vera um 4900 kr íslenskar fyrir hvert kg. síðast vorum við með um 80 kg af krabba og fengum við 27 þúsund norskar fyrir þann hluta af aflanum.

IMG_20210927_175930_318

 

Jakob er kominn með nýtt fiskinúmer vorum áður með N-5-G þar sem fyrirtækið var skráð í Gildeskål sveitafélaginu en G stendur fyrir sveitafélagið og N fyrir fylkið Nordland . Eftir að ég og Sólrún keyptum aðra meðeigendur út úr Jakobsen Fisk AS fluttum við fyrirtækið heim til Meløy og fengum þar að leiðandi nýtt fiskerinr N-15-ME Með nýja heimahöfn í Reipå. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inn á fangstdata.no er hægt að sjá aflabrögð eftir sveitafélögum og heimahöfnum reyndar eru allskonar möguleikar sem hægt er að leika sér með, bera saman inn á þessari siðu svona svipðað og aflafréttir hjá Gísla Reynis. Þegar við skoðum okkar sveitafélag Meløy þá eru við á Jakob í 4 sæti yfir aflabrögð á árinu hingað til yfir báta í bolfiski. Held viö munum ekki ná toppsætunum en þar tróna Einar Erlend og Meløyfjord reyndar mikið stærri bátar með mikið meiri kvóta. Í þriðja sæti er svo Polarhav ( þar sem undiritaður var nú skipstjóri í nokkur ár) hann er líka þó nokkuð mikið  stærri en Jakob.

Screenshot_20211003-054317_Chrome 

 

Topplisti yfir okkar sveitafélag Jakob í 4 sæti. dálítið langt í toppinn í tonnum held við náum ekki að klára það í ár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í ár höfum við verið í drift í ca 5 mánuði höfum farið 43 róðra. Stærsti túrinn 12,4 tonn sá lakasti 554 kg ( voru þá fiska ungdomskvota fyrir Jona Krista ). Hef ekki tekið saman hver aflabrögð eru pr krók en þetta er slatti af krókum sem er búið að beita nokkur bretti af markríll, síld og loðnu verið keypt.

 

 


Sumarfrí og Kosningar

Já við erum búin að vera í sumarfríi síðan 2. ágúst en þá var síðasti róðurinn hjá okkur feðginum.

Eftir það fórum við með Jakob í slipp hjá Barentsskips Service þar sem báturinn var lagfærður og málaður upp á nýtt.

Jakob stendur ennþá upp í slippnum nýmálaður með nýja skrúfu og tilbúinn í haustvertíðina. En planið er að halda norður á bóginn í lok vikunnar.

 

Annars er mjög stór dagur hjá mér í dag því hér í Noregi er kosið til alþingis í dag Stortinget eins og við norðmenn segjum. Eru þetta fyrstu kosningarnar sem ég hef kosningarrétt Í Noregi frá því ég flutti frá Landi tækifæranna.

Við þessi tímabót rifjast upp að sjálfsögðu þegar ég nýtti kosningarrétts í fyrsta skipti 1991 þá 18 ára gamall við alþingiskosningar á Íslandi. þá voru aðalmennirnir í kosningunum Davíð nokkur Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson Viðeyjarstjórnin. Þar voru líka Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Ég get alveg upplýst það hér og nú að ég var einn af þeim 1.562 sem greiddu atkvæði til Framsóknarflokksins í Vestfjarðarkjördæmi.

Ég var alinn upp á framsóknarheimili þar sem verslað var helst í Kaupfélaginu og eldsneyti keypt hjá Olíufélaginu hf ( Esso ). Faðir minn var mjög virkur í Framsóknarflokknum og voru á mínum uppvaxtarárum alþingismenn flokksins Í Vestfjarðarkjördæmi tíðir gestir á heimilinu þó sérstaklega fyrir kosningar. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar Ólafur Þ Þórðarson og Steingrímur Hermannsson komu í heimsókn til okkar. Ég man að Steingrími þóttu lærisneiðar í raspi steiktar upp úr smjéri með soðnum kartöflum mjög góðar og ég man sérstaklega eftir því þegar hann hrósaði móður minni sérstaklega fyrir sneiðarnar. Einu sinni var móðir mín með kjötsúpu og Ólafur lýsti henni sem himneskri. Á þessum árum stóð einmitt þetta upp úr en ekki  pólitíksar umræður hjá okkur systkinum enda ekki  komin með kosningarvit á þessum árum. 

Þegar ég kýs í fyrsta skipti 1991 er Steingrímur Hermannsson búinn að flytja sig í Reykjavíkur kjördæmið og Ólafur Þ Þórðarson orðinn oddviti flokksins í kjördæminu. 1991 má kannski segja að ég hafi verið kominn með kosningarvit þarna eða það hélt ég allavega, Ólaf var ég að sjálfsögðu búinn að þekkja alla mína barnæsku kom því ekkert annað til greina en gefa honum mitt atkvæði enda var Ólafur stórmerkilegur maður og að mínu mati flottur stjórnmálamaður.

1995 er kosið aftur til aþingis og þá kýs ég öðru sinni þá nýútskrifaður úr Stýrimannaskólanum þetta voru að mörg leiti skrýtnir tímar Bíldudalsmyndin mín var löskuð Fiskvinnslan á Bíldudal hafði orðið gjaldþrota þarna árið 1993 svo það voru umbrotatímar í þorpinu og ekkert var líkt eins og það var áður. Ólafur Þ hættur og í staðinn kominn hjá framsóknarmönnum Gunnlaugur nokkur Sigmundsson ( já pabbi Sigmunds nokkurns Gunnlaugssonar) Framsóknarflokkurinn valdi Gunnlaug í staðinn fyrir Pétur Bjarnason sem hafði verið varaþingmaður flokksins var mikill styr og leiðindi í kringum það mál allt saman og Pétur klauf sig út og stofnaði Vestfjarðarlistann. Í þessum kosningum kaus ég sem sagt aftur framsóknarflokkinn var einn af 1086 kjósendum sem kusum hann í Vestfjarðarkjördæmi í þessum kosningum. Þessar kosningar er kannski mest minnistæðar að Jóhanna nokkur Sigurðardóttir klauf sig út úr alþýðuflokknum og stofnaði Þjóðvaka eftir hafa tapað fyrir Jóni Baldvin Hanibalsyni um formanninn í Alþýðuflokknum. Gunnlaugur fékk einnig gott í gogginn hjá mömmu eins og fyrirrennara hans.

1999 er kosið enn og aftur og miklar breytingar í Framsóknarflokknum kominn alþýðubandalagsmaðurinn Kristinn H Gunnarsson kominn í forsvarið og fyrsta sætið hans. Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið búin að sameinast undir merkjum Samfylkingunnar held að kvennalistinn hafi einnig farið þá leið. Einnig verða Vinstri Grænir til. Svo kemur á sjónarsviðið nýr flokkur sem hét Frjálslyndi flokkurinn eiginlega saman safn að ónægju röddum úr mörgum flokkum. Þegar þarna er komið við sögu hafði ég kosið í tveimur kosningum þ.e.a.s Framsóknarflokkinn þarna er ég kominn með fjölskyldu og mín tryggðarbönd við Framsóknarflokkinn að rofna. Ég hafði verið flokksbundinn en þegar þarna var komið sagði ég mig úr þeim ágæta flokki og hef verið óflokksbundinn síðan. Ég ætla ekki að gefa upp hvaða stjórnmálaafl ég kaus 1999 en þið meigið alveg giska.

Það að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið skildu nú heyra sögunni til var nokkuð sérstakt en þessir tveir flokkar áttu kannski smá part í mér þrátt fyrir allt framsóknaruppeldið því afar mínir voru stuðningsmenn þessara tveggja flokka. Afi minn Kristinn og Afi minn Kristinn já þeir hétu sömu nöfnum. Annar bjó á Bíldudal og hinn í Reykjavík. Afi á Bíldudal var krati og afi minn í Reykjavík allaballi. Þegar ég var að alast upp á Bíldudal var talað um þar væru búsettir 3 kratar á Bíldudal en þeir voru allavega 4 og afi minn var einn af þeim. Báðir þeir flokkar sem kenndir voru við alþýðu er nú þeir tveir flokkar sem kannski börðust kannski fyrst og fremst fyrir alþýðunni og er það mér hulin ráðgáta hvers vegna þeir höfðu ekki meira fylgi meðal landsmanna.

2003 er enn og aftur kosið Þegar hér er við komið við sögu er ég orðinn mjög frjálslyndur og mjög ósáttur við þá stefnu sem kvótakerfið og fleira tengt því hafði tekið. Þá einnig búið að leggja niður Vestfjarðakjördæmi og komið eitt stórt kjördæmi frá Hvalfirði Vestur og norður að Eyjafirði kallað Norðvestur kjördæmi var ég einn af 2.666 íbúum þessa stóra en ekki svo fjölmenna sem kaus Frjálslynda Flokkinn.

En var kosið 2007 Ég hélt mig á sömu bylgju og kaus Guðjón Arnar Kristjánsson og félaga. Þeir voru á svipuðu róli og 2003. En komin var ákveðin þreyta í þetta og Allaballinn Kristinn H Gunnarsson sem síðan gerðist framsóknarmaður var orðinn mjög frjálslyndur sem sagt hættur að vera framsóknarmaður ekki var hann nú lengi frálslyndur enda liðaðist flokkurinn í sundur 

Hrunið kom árið 2008 og þá urðu straumhvörf í stjórnmálunum líka. Búsáhaldarbyltingin. Boðað var nýrra kosninga 2009 25. apríl og en kaus Jón Páll og nú kaus hann ekki Framsókn eða Frjálsynda flokkinn nei 2009 ákvað ég kjósa VG eða Vinstri hreyfinguna grænt framboð var einn af 4018 öðrum sem kaus VG þennan örlagaríka apríldag. VG var orðinn næst stærsti flokkurinn í kjördæminu og munaði bara 19 atkvæðum á VG og sjálfum Sjálfstæðisflokknum sem hafði svo lengi sem ég mundi eftir mér verið laaangstærsti flokkurinn fyrir vestan. 2009 var einnig svo kölluð Borgarahreyfing í framboði flokkur sem varð til úr Búsáhaldarhreyfingunni

Næstu kosningar sem ég kaus í var árið 2013 þá var nú vöndu að ráða en þá voru komin ansi mörg ný framboð svona ykkur að segja var ég á þessum tímapunkti orðinn mjög fráhverfur íslandi hafði starfað meira og minna í Noregi síðan 2009 svo ég bara kaus til að kjósa. Er ástæðulaust að gefa upp hvaða framboð ég kaus 27. apríl 2013 en ég get sagt það ég kaus ekki svokallað fjórflokk VG,Framsókn, Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkingu gaf öllum þessum framboðum frí.

Aftur voru svo kosningar 2016 þegar svokölluð Panama skjöl láku út sem varð til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson jú jú sonur Gunnlaugs Sigmundssonar sem ég kaus árið 1995 þá ungur og ferskur sem formaður Framsóknarflokksins hafði komið inn sem stromsveipur í kosningunm 2013 og myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og var hann sjálfur forsætisráðherra varð segja af sér og kosningum var flýtt. Ég kaus og í þessum kosningum kaus ég Pírata 

2017  Var kosið enn og aftur í þessum Kosningum var ég alveg búinn að missa jarðbindingu við íslenska Póltík en ég kaus þó hjá Sýslumanninum á Patreksfirði utankjörstaða. Í þessum kosningum ákvað ég að nota ákveðna tækni sem Laddi notaði í einu áramótaskaupinu þegar hann var segja veðurfréttir svo kallað happa og glappa aðferðina, ég lokaði augunum og tók upp einn stimpill og stimplaði kjörseðillinn veit ekki hvort einhver stýrði mér í réttann stimpill.

2019 gerðist ég norskur ríkisborgari og þar aðleiðandi missti ég kosningarréttinn minn á Íslandi. Ég kaus í 9 alþingskosningum, ég tel nú að mitt atkvæði hafa skipt máli því öll atkvæði teljast jafnt óháð öllu því er mikilvægt að mæta á körstað og taka afstöðu og kjósa léleg kosningarþáttaka er versti óvinurinn í lýðræðisríki í kosningunum 2017 var kjörsóknin 81,2 %. 18,8 % kusu ekki notuðu ekki sinn lýðræðislegarétt aðeins einn flokkur fékk fleiri atkvæði en þeir sem kusu ekki.

 

En sem sagt er ég að kjósa í dag í 10 sinn til alþingiskosninga nú í fyrsta sinn í Noregi og í þetta sinn kaus ég rétt kannski í fyrsta sinn síðan 1991 hver veit ég vona það allavega. aðeins fleiri á kjörskrá en í gamla Vestfjarðarkjördæminu enginn alþingismaður hefur komið í heimsókn og fengið lærissneiðar eða kjötsúpu hjá Sólrúnu en ég var þó á sama kaffihúsi og Jonas Gahr Störe formaður AP Arbeidspartiet á Laugardaginn var Ap ég reyndi að senda honum hugskeyti því allt bendir til þess að hann verði næsti Forsætisráðherra okkar hérna í Noregi.    

 

 

 


Styttist i sumarfrí og slipp

Núna er rétt rumlega ein vika eftir af júlímánuði. Þann 7 júli var síðasti banklínutúrinn hjá okkur en þá fór mannskapurinn í frí fyrir utan mig. Reyndar vorum við mestpartinn tveir í sumar rérum með 50 bala og náðum 2 til 3 róðrum í viku. Við vorum að róa langt út 70 til 85 mílur frá landi eða frá Makkaur sem er nesið að austanverðu í mynni Båtsfjord. Svo hver róður tók nánast tvo sólarhringa 44 til 46 tímar þar af voru 16 tímar í stím og svo á sumrin er nauðsynlegt að taka langa baujuvakt því þorskurinn er lengi að taka við sér best er að það komi smá ýsa fyrst og jabli á krókunum þá kemur þorskurinn og hlýrinn á eftir og taka línuna , þorskurinn er glaður í smá ýsu.

IMG_20210628_054641 

Mynd af olex plotternum þarna er farið styttast í fjörðinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og áður sagði gekk þetta snurðulaust í sumar fegnum fínt veður og þokkalegt fiskerí 150 til 200 kg á balann en við notum 360 króka bala ( örugglega búin að minnast á það oft). Var aflinn að jafnaði 40 til 50% ýsa sem við vorum mjög ánægðir með því ferskfiskordningen er komin í gang sem leyfir okkur að hafa allt að 30% af þroski á viku sem ekki reiknast til kvóta reiknast það af öllum fiski svo ef við náum að blanda aflann með öðrum tegundum náum við að drýgja þorskkvótann þannig að nú þegar við tökum sumarfrí eigum við eftir 14 tonn af okkar kvóta og tæp 8 tonn af samfiskkvótanum frá Unni Samt er um við í dag búnir að veiða yfir 80 tonn af þorski en kvótinn okkar með samfiskkvótanum er 74 tonn.

IMG_20210609_013442

 

Jakob klár til löndunar eftir banklínutúr en hérna er það kallap banklína þegar róið er út á fiskibankana frá landinu

 

 

 

 

 

 

 

IMG_20210705_053814

 

 

Í öllum körum eftir velheppnaðann banklínutúr austur á hryggi milli Sölebanken og Tiddlybanken ca 80 mílur út í hafi, 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þannig eftir 7 júlí kom dóttir nr 3 Jóna Krista Jónsdóttir um borð og við byrjuðum að veiða ungdomskvótann sem hún hefur rétt á en hér í konungsríkinu hefur ungt fólk rétt á að veiða fyrir 50.000 norskar krónur frá 14 júni til og með 7 águst má nota öll veiðarfæri föst veiðarfæri þ.e.a.s línu,net,gildur og svo má vera með skakrúllur. Við settum vormlínu í hafið 2 bala en eingöngu er leyfilegt að vera með 300 króka samtals. Lögðum við 3 sinnum til að ná þessum afla fengum 1100 kg 1200 kg og svo 700 kg í síðasta skiptið Vorum við á hrygg hérna úti svo kallaður 12 milna hryggur og í suðurkantinum á honum var fínt fiskeri 400 til 600 kg á balann að fínum þorski. Þetta er þriðja árið sem hún Jóna nýtir ungdómskvótann og svo í ár kom hún uppeftir með kærasta sinn sem fiskaði sinn ungdomskvóta með Svani á Minibanken svo báðir fjölskyldubátarnir voru uppteknir fiska ungdomskvóta í júli þegar allir aðrir norðmenn taka fellesferie eða sameignarfrí eftir beini þýðingu. 

IMG_20210716_132542

 

Jóna Krista klár í slaginn 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar við Jóna klárðum ungdomskvótann byrjuðum við á botnlínu reyna veiða ýsu og bland, en veður hefur ekki verið um á sitt besta svo aðeins einn róður er í boks en hann gaf 4,7 tonn af bolfiski mest ýsu og 34 kg af kóngakrabba. Já nú meigum við veiða allt að 3% af kóngakrabba í ferð sem kemur sér mjög vel fyrir þar sem krabbinn er mjög mikill skaðvaldur fyrir okkur línusjómenn étur upp beituna og fiskinn. 

Í ár er ævvintýralegt verð á krabbanum 340 kr fyrir kg  sem myndi gera rétt rúmar 5000 kr íslenskar krónur á kg svo þeir sem búa hér austur frá og fá krabba sitja á góðri gull námu en kvótinn til fiskimanna í krabbanum er 2,1 tonn sem flestir taka á einni viku hérna. Skrýtið að við séum ekki löngu flutt í Båtsfjord varanlega en viå erum búsett í Nordland og höfum því ekki rétt á krabbakvóta hérna austur frá þó svo ég er ca 190 til 200 daga hér á ári að veiða bolfisk en svona eru nú reglunar.

IMG_20210719_081640

 

Áhafnir á Jakob og Minibanken í sumar fyrir utan undirritaðann sem tók myndina.

Sólrún og Svanur eru á Minibanken og ég og Jóna á Jakob. Þetta er sjöunda sumarið okkar í Båtsfjord. Smá statikk unga fólkið hefur eytt 37% af öllum sumrum hér. Staðið í beitngu og verið á sjónum öll þessi sumur

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir þessi 34 kg fegnum við næstum því 10.000 norskar krónur en það sem dróg niður verðið af þessum 34 kg voru 7 kg skadd krabbi sem vantaði á klær og fyrir hann fegnum við bara 150 kr norskar á hvert kg sem er nú kannski ekki svo slæmt miðað við keiluna en fyrir hana fáum við 5 kr 

Já eins og fyrirsögnin segir styttist i slipp og svo sumarfrí hjá undirrituðum. Já í fyrstu vikunni ágúst er planið að hífa bátinn á þurrt hjá Barents skipservice skipta um skrúfu og öxull + venjulegt viðhald. Eftir það er planið fara heim og taka lítið sumarfrí sem fellst í því að skipta um þak á húsinu okkar í Reipå svo er planið að byrja aftur 15 september hér með haustvertíðina vonandi kemur þorskkvótinn til duga til jóla svo við náum að klára árið með stæll

 


Grálúðan að baki

Þegar þetta er skrifað degi fyrir þjóðhátíðardag íslendinga, erum við búnir með kvótann í grálúðu reyndar komið tvær vikur siðan við kláruðum á morgun. Eftir að grálúðan kláraðist höfum við verið að róa með botnlínu austur undir grensu s.s að landhelgi rússanna.

IMG_20210603_081107

 

Við þurftum 5 ferðir til taka grálúðukvótann en í ár tókum við kvótann í svo kallaðri bananaholu en fyrir utan holuna e hryggur sem er líkur banana í útlíti. Í ár beitum við loðnu sem veidd var við íslandsstrendur eigum við ekki segja hún hafi verið íslensk allavega með íslenskar rætur. Loðnan kom sér vel vegna þess að grálúðan hérna í ausutr finnmörku líkar loðna. 

Lagasti túrinn með lúðu var 3,7 tonn og sá besti 7 tonn í þeim túr komust við í mál með kvótann og gott betur urðum við að skilja eftir 13 bala sem  dróg Wikerøy fyrir okkur á þessa 13 bala fengu þeir 2 tonn af lúðu svo ef við hefðum dergið allt hefðum við endað með 9 tonn af lúðu. Grálúðukvótinn í ár hjá okkur var 20 tonn við fórum 2,4 tonn fram yfir kvótann, svo það varð inndraging eða sem sagt 2,4 tonn gerð upptæk af stjórnvöldum svo fáum við 20% af verðmætinu til baka.

FB_IMG_1622740248855

Jakob á landleið með tæp 11 tonn síðasti túrinn á grálúðunni þetta árið 

 

 

 

 

 

 

Að taka gráluðuna hérna norður frá hefur þann kost að þú færð mikinn meðafla í þorski, ýsu og hlýra að veiða hann í djúpköntunum fáum við aðeins grálúðu. Dýpið í holunni er um 200 fm og lítil straumur og leirbotn svo mjög gott að draga línu þar en á móti kemur er minna fiskeri á bala en í djúpköntunum

IMG_20210603_113929

 

Eiginlega kjaft fullt kar af grálúðu

 

 

 

 

 

 

 

 

Já eftir grálúðuna höfum við verið að veiða þorsk og ýsu gengið alveg þokkalega, við erum að veiða kvótann sem tilheyrir Unni F-31-M sem Hjalti Sigurðsson skólabróðir minn á  það er kallað að samfiska hérna. Á Jakob er einn 9-10 m kvóti á bátum sem hafa kvota undir 11m er eingöngu heimild að hafa einn kvóta síðan í til legg er heimild að samfiska einn kvóta og það er það sem við erum gera núna. Bátar sem hafa kvóta yfir 11m meiga hinsvegar eiga allt að 5 kvóta.

Eigum við eftir ca 22 tonn af kvótanum sem tilheyrir Unni svo eigum við 15 tonn eftir á Jakob. Samt er skrýtin staða hérna að þorskveiðarnar hjá minni bátum hafa gengið illa þetta árið bæði vont tíð og svo koma fiskurinn ekki til Lofoten í ár svo það stefnir í fríar veiðar í þorski hjá minna flotanum í haust. 

Nú fer styttast í árlegt þrælahald hjá fjölskyldinnu hérna en hvert sumar síðustu 7 sumur hefur fjölskyldan komið og tekið þátt í rekstrinum á sjó og í landi hefur yngsta dóttirn meiri segja kallað sig beitingarþræll hjá pabba. Í sumar verður reksturinn léttari nú liggur fyrir að fiska á Minibanken og taka ungdomskvoten fyrir dótturina en hér fær ungst fólk möguleika til prufa sig á sjónum og fær veiða,landa og selja afla  fyrir 50.000 norskar krónur. Jóna Krista gerði þetta með stæl í fyrra sumar fékk lánað bátinn hjá bróður sínum eða leigði hann með áhöfn. Mér er ekki kunnugt um leiguskilmálana milli systkinanna hyerðu þó að þau voru eitthvað diskutera hver ætti að borga olíuna.

 

   


Blogg apríl Maí

Mars var ekkert betri veðurfarslega en feb. Við gerðum 4 róðra í mars, við ætluðum að róa til 20 mars, en veður hamlaði því. Þess vegna settum við stefnuna heim á leið til Reipå fótboltafiskurinn var næst á dagskrá.

IMG_20210421_122350

Heim til Reipå komum við Í lok mars og netin tekin um borð en að sjálfsögðu kom páskahret með alvöru sunnan brælu og ölduhæð svo við urðum að bara taka því með ró. Við settum svo netin eftir páska.

 

 

 

 

 

 

 

Í skömmu máli varð þessi gráslembuvertíð fíaskó lítið var að slembu og mikið af henni var hryngt þ.e.a.s búin að hrygna. Við fengum þó nokkrar á hjallinn og svo gátum við kveikt upp í reykkofanum fyrir rauðmagann.

IMG_20210505_095246

Við reyndum við ýsu einnig en á vorin gengur ýsa hér inn til að hrygna og þá er oft góð netaveiði en í ár urðum við ekki varir við ýsu að neinu ráði svo ekki urðu þessar vertíðir til fjárs. Við fengum þó ýsu á hjallinn og svo gerði þessu fínu norðanátt með kulda svo við fegnum fínann þurrk á ýsuna svo við erum velbyrg með góðgæti.

 

 

 

 

 

Ekki bara varð léleg veiði heldur hrundið verðið niður úr öllu. Í fyrra fengum við kr. 17.000. norskar ( 238.000 kr íslenskar) fyrir saltaða tunnu. Í ár byrjuðu þeir í Svíþjóð að bjóða mér kr. 8.200 norskar svo bara féll verðið bara og féll vegna mikllar veiði á Eldfjallaeyjunni og mikils framboðs af ódýrum hrognum þaðan þegar við hættum var verðið komið niður fyrir kr 6000 íslenskar.

IMG_20210430_080215

 

Góðgæti af hjallinum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við drógum sem sagt upp settum rennuna og spilið aftur um borð og gerðum klárt til línuveiða svo sigldi svo  Svanur  Jakob upp í Båtsfjord, ég gerðist bara sófaútgerðarmaðurinn á meðan. Var þetta fyrsta ferðin sem Svanur var skipstjóri þessa leið en hann hefur margoft sigld hana held hann hafi farið sýna fyrstu ferð Reipå til Bátsfjord 10 ára gamall á fyrsta Jakob og síðan þá farið margar ferður upp og niður. Ferðin hjá honum og Pitor gekk mjög vel voru þeir rétt rúma tvo sólarhringa upp eftir.

IMG_20210504_075208

Nú tekur við reyna við grálúðu og þorsk en við höfum komist yfir auka þorskkvóta og svo kemur ferskfiskordingen frá og með 18 maí með 20% þorskbónus og svo í byrjun júlí verður það aukið til 30%.

Ég er enn heima en strákarnir hafa verið að róa Minibanken núna undanfarið, en við setjum stefnuna svo til hafs á Jakob á laugardaginn. 

Við erum búin að flytja fyrirtækið til Reipå þar sem við búum og höfum við fengið nýtt fiskinr á bátinn við vorum með N-5-G nýja númerið verður N-15-ME 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 1000011697
  • 1000011681
  • 1000011695
  • 1000011679
  • 1000011666

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 134398

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband