Ferðarlag á Polarfangst.

 
Á sunnudagsmorgun kom dráttarbáturinn Lupus frá Tromsö og náði í okkur strákana á Polarfangst og tóku okkur í tog niður til Harstad. Þar sem við vorum teknir upp í slipp.
Hammerfest-Harstad 2014 005
 
 
Þarna kemur Lupus til okkar rétt fyrir sjö á sunnudagsmorgun.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það var heldur léttara yfir áhöfninni þennan sunnudagsmorgun heldur en dagana á undan því loksins var eitthvað farið að gerast.
Hammerfest-Harstad 2014 001
 
 
 
 
Ferðalagið suður eftir gekk eins og í sögu og vorum við meðalhraða upp á rétt tæpar 9 milur heldur meira ef við hefðum keyrt undir eigin vélarafli.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hammerfest-Harstad 2014 029
 
 
 
 
Hér er Lupus á fullu ferðinni.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Við vorum komnir til Harstad rétt fyrir kl 07 á Mánudagsmorgunin og þá urðum við að bíða til kl 11 eftir að komið væri flóð síðan vorum við bara teknir beint upp.
Hammerfest-Harstad 2014 046
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Það má segja það hafi ekki verið fögur sjón sem blasti við okkur þegar við þorðum að kíkja á skrúfuna.
Hammerfest-Harstad 2014 049
 
 
 
Öll blöðin stór skemmd.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hammerfest-Harstad 2014 055
 
 
 
En eins og Bubbi byggir sagði alltaf þá eru vandamál til að leysa þau.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á leiðinni mætum við að ég held einum gömlum íslending.
Hammerfest-Harstad 2014 036
 
 
 
Held að þetta sé gamli " Guðmundur Ólafur ".
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Beðið í Hammerfest


Eftir dráttarbát sem á að draga okkur alla leið niður til Harstad þar sem við eigum að fara í slipp, Við erum nú byrjaðir að jafna okkur á þessu, og margir sýnt okkur stuðning Age á Polar Atlantic hringdi í gær og stappaði í okkur stálið. Útgerðarmaðurinn tók þessu með jafnaðargeði og fór bara með einhverja gamla norska vísu sem ég man nú ekki en hún fjallaði um að það ætti að vera bras í fyrstu sjóferðinni.
Eftir myndunum að dæmi er skrúfan bara sennilega ónýtt og það er sennilega lán í óláninu því þeir telja að  hægt verði að fá notaða skrúfu sem verði gerð upp þ.e.a.s skrúfuhausinn og blöðin balleseruð. Við vonum það besta. 
 
Í Hammerfest í gær var týpiskt Vestfirkzt ( svona eins og er á norðanverðum vestfjörðum) vetrarveður og hafði einn í áhöfninni orð á því þetta væri núna bara eins og að vera á Ísafirði blindhríð og sást ekki á milli húsa. Í morgun hefur aðeins lægt.
 
Beðið i Hammerfest 014
 
 
 Þarna liggjum við félagarnir utan á Topas frá Alasundi.
 
Vonandi kemur dráttarbáturinn í dag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Ég stökk upp á bryggju í morgun og tók nokkrar myndir þetta er svona Íslenskt þema.
Beðið i Hammerfest 013
 
 
 
 
Osvaldson frá Hammerfest en þarna er áhöfnin að mestu skipuð íslendingum
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Beðið i Hammerfest 008
 
 
 
Og hér sjáum við aftan á Osvaldson, það er alveg greinilegt að hann hefur eitthvað íslenskt því ekkert meira dót heldur en þarf að vera ( norðmenn meiga ekki sjá auðann blett á dekkinu þá eru þeir búnir að troða einhverju helvítis dóti þangað), komin alvöru snurvoðarspil ekkert koppa drasl (koppaspil) vantar reyndar snurvoðatromlu. Svo var það auðvita rúsínan í pylsuendanum 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Beðið i Hammerfest 009
 
 
 
 
 
 
 
Jofa hjálmurinn ekki algengir hérna í Noregi hef sjaldan séð þá.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Síðan hérna á öðrum kaja var svo Eimskip að lesta og losa.
Beðið i Hammerfest 011
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Svartfoss.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Bommelbas liggur hérna virðist vera í einhverjum hafrannsóknum.
Beðið i Hammerfest 007
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 Fyrir aftan okkur liggur svo flottur bátur spurning að fá hann leigðann til taka kvótann virðist bara liggja í ró.
Beðið i Hammerfest 005
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Nú er það svart.


Já nú er það kolsvart fyrir okkur á Polarfangst. Því það má segja að það séu vertíðarlok áður en vertíðin byrjar. Við erum búnir að ná að kasta snurvoðinni einu sinni. Og í gær lágu við í Tufjord vegna veðurs og um kl 1020 var ákveðið að fara út þá var veður farið að skána, Joe vinur minn frá Skotlandi var við stýrið. Það var nefnilega planið að Joe myndi taka við af mér þegar ég færi í frí til Íslands og væri búinn að þjálfa hann upp fiska með snurvoð því hann er nóta skipper með litla reynslu af snurvoð og til að gera langa sögu stutta tókum við niðri í innsiglingunni í Tufjord hún er frekar leiðinleg og þröng og það var vestankvika á móti okkur. Við fórum sem sagt of sunnarlega samt vorum við ekki komnir af leið. Þetta varð allhressilegt að eftir að við komum út þá nötraði báturinn stafna á milli. Þannig að það var ljóst að eitthvað mikið hafði gerst. Það var því ekkert nema hringja á SAR bát og við sigldum rólega inn í næsta fjörð fyrir sunnan Tufjord og þar kom SAR báturinn Odin frá Havsund til að kafa og skoða. 
 Og þegar við ætluðum að láta falla akkerið þá bara húrraði það út vírinn fór í sundur og akkerið sagði bara bless ekki var þetta nú til létta lundina hjá okkur. Odin lét þá akkerið falla og við lögðumst utan á hann og þeir fóru niður.
Polarfangst 13. mars 020
 
 
 
Kafarinn að gera sig klárann í snjómuggunni í Valfjorden.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo fór kafarinn niður og varð það auðvita ljóst strax að skrúfan á bátnum var stórskemmd eitt blað nánast af og hin þrjú mikið skemmd. Leiðinlegri fréttir var ekki hægt að hugsa sér.
P1000402
 
 
 
 
Já hér er mynd af einu blaðinu ekki fallegt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo það má segja að við séu eiginlega í hálfgerðu sjokki en úr þessu er lítið hægt að gera við þessu svona óhöpp bara gerast þó þau eiga ekki að gerast.
 
Svo nú erum við komnir aftur til Hammerfest og hér verður báturinn sennilega tekinn upp samt ekki alveg orðið ljóst fer eftir tryggingunum.
 
 

Þá er það Hammerfest.


Já við erum búnir að liggja í Hammerfest síðan á föstudagsmorgun bæði vegna bilunar og veðurs. Það fór hjá okkur sjórör við aðalvél. Þegar það var komið bræla svo ekkert annað gera en að bíða rólegir. Svo í ofanálag við þetta allt saman eru að koma menn frá Póllandi og einhvers staðar í afríku að skoða bátinn svo við höfum verið dálítið bundir af því eins og t.d í dag hefðum við getað farið en ég mat það svo að það tæki því ekki fyrir svona stuttann tíma.
Hammerfest 8. mars 2014 003
 
 
Hérna sjáum við Polarfangst tilbúinn í slaginn þarna erum við búnir að setja sjó í framtankana.
 
 
Þessi rauði þarna á myndinni heitir Stromoyværing og í gærkveldi var mjög slæmt veður og allt í einu tókum við eftir því að Stromoyværing var orðinn laus á aftan hafði afturendinn bara losnað hann var reyndar ekki vel bundinn. hófust þá björgunaraðgerðir hjá okkur náðum við að koma tveimur mönnum um borð og svo gátum við notað spilin okkar og dregið bátinn að og bundið hann betur. Á meðan á þessu stóð urðum við ekki varir við nein væri um borð því kom það okkur mjög á óvart þegar við vorum búnir að öllu þessu að allt í einu kom maður út úr stýrihúsinu á bátnum. Annað hvort hefur hann verið alveg steinsofandi eða heyrnarlaus að heyra ekki í okkur.
 
Svo á morgun koma væntanlegir kaupendur og kannski verðum við bara komnir á Thon hótelið hérna annað kvöld fagna sölunni. 

Í Tromso


Já nú liggjum við í Tromsö komum hingað í gærkveldi og vonandi getum við farið héðan um hádegið á morgun og ættum þá jafnvel hafið veiðar á föstudagskvöld eða laugardagsmorgun. Þetta var fínt ferðalag í renniblíðu allann tímann.
 
Polarfangst 5. mars 001
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á morgun er það að taka olíu fá mann um borð að kíkja á radar og síðan fá kostinn og svo hypja sig.
 
Polarfangst 5. mars 003
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Mættum þessum á leiðinni.
Polarfangst 5. mars 004
 
 
 
Norska flaggið upp búinn með kvótann.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Polarfangst 5. mars 006
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Og síðan var það einn sem var á norðurleið.
Polarfangst 5. mars 008
 

Kallarnir lagðir af stað


Já Þrátt fyrir óróa á Krimskaganum erum við kallarnir á Polarfangst lagðir af stað frá Örnes áleiðis til fiskimiðanna í Finnmark. Þetta er 60 kl ferðalag via bodo og tromsö. Þar sem Polarfangst er nú gamalt herskip frá Svíum skulum við vona að þetta fari allt vel á Krímskagnum svo við verðum ekki kallaðir aftur í Eystrasaltið að leita af dundurduflum eins og í kalda stríðinu. 
 
Þegar þetta er skirfað eigum við eftir 134 sjm til Tromsö og það er sama blíðan og hefur verið undanfarna mánuði.
 
Polarfangst mars 003
 
 
Bæ bæ Örnes.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Polarfangst mars 014
 
 
Mættum þessum
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Polarfangst mars 021
 
 
 
 
 
Hérna sjáum við Fugloy í Gildeskal en þetta hvíta sem sést á myndinni er sandur skeljasandur þarna er bara sandfoss þ.e.a.s það rennur stanslaust sandur þarna útúr fjallinu. alveg stórmerkilegt.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo er það Sör Arnoy þar sem ég kem til með að leggja upp á sjarkinum.
 
Polarfangst mars 024
 
 
 
 
Þarna er búið að reisa nýja fiskverkun og mikill uppgangur. Einnig er þarna mikið laxeldi og stórt laxasláturhús.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo í lokin sólarlagsmynd rétt áður komið var til Bodö
Polarfangst mars 026
 

Polarfangst klár

Já Polarfangst er klár allt er komið í lag eða það sem mikilvægt er svo nú er ekkert nema fá áhöfnina til að mæta og reyna að fara fiska einhvern þorsk. 

Einar Erlend og fleira 008

 

 

Fyrstu fiskarnir komnir um borð reyndar ekki veiddir af okkur heldur gáfu strákarnir af Polar Atlantic þá bara svona svo við hefðu einhvern fisk ef vertíðin væri kannski búin þegar dallurinn yrði tilbúinn.

 

 

 

 

 

 

 

Í dag kom nýr Einar Erlend til Örnes þar sem vonum var gefið nafn og íbúum boðið um borð til að skoða og að sjálfsögðu fór undirritaður og kíkti á skipið.

Einar Erlend og fleira 010

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend er smíðaður í Danmörku og er hann sá fimmti í röðinni sem útgerðin hefur átt. Nafnið á honum er nöfnin á strákunum hans en þeir heita Einar og Erlend.

 

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 013

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 023

 

 

 

 

Í borðsalnum er saga útgerðarnar í máli og myndum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 027

 

 

 Hér sjáum við hluta af brúnni allt það nýjasta held ég allavega nóg að tölvuskjám.

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 017

 

 

Kampavínið gert klárt fyrir athöfnina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 022

 

 

 

Þá er Einar Erlend nefndur eða skírður.

 

 

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 034

 

 

 

 

 

Milldekkið vel útbúið fjórar slægingarvélar fyrir ufsann og síðan slægingarlína fyrir þorskinn

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 031

 

 

 

Alvöru vindur en nojarinn kallar þetta kombivinsj eða tog,snurpuvinda og snurvoðarvinda í sömu vindunniþ Þessar vindur eru alvöru. Bara Vestralegar.

 

 

 

 

 

 

 

Einar Erlend og fleira 036

 

 

 

 

Þá er það vélarrúmið og þar er 1500 hesta mitsubishi mótor og tvær 1100 hesta mitsubishi ljósavélar. Síðan er 200 hesta ljósavél í framskipi fyrir landlegur.

 

 

 

 

 

Svo það er óhætt að segja þetta hafi verið gleðidagur fyrir Meloy sveitafélagið og okkur nýr Einar Erlend og síðan Polarfangst klár.

Einar Erlend og fleira 041

 

 

 

 

Svo er bara sjá hvernig móttökur verða þegar ég kem með sjarkinn minn. Ætli þá verði ekki bara islensk norsk fest. 


Hvað getur maður sagt.


Fyrir nokkuð mörgum árum átti ég nokia gsm síma og í honum var tölvuleikurinn snake. Polarfangst er svona svipaður og þessi tölvuleikur með það að þegar eitt kemst í lag bilar eitthvað. Ormurinn virðist aldrei styttast. Í gær þegar allt var að smella saman og mikil bjartsýni í gangi. Þurfti ég að skreppa frá í smá stund og þegar ég kom til baka var báturinn myrkvaður enginn straumur skotinn niður í vélarrúmi báðar ljósavélar í gangi en við fengum bara 380volt engin 220 volt. Og svo upp úr þurru fór lensidæla fyrir að dæla úr einum af tankunum á stað og gekk á tveimur fösum og brenndi öryggin og allt fór bara til andskotans. En allar bilanir eru til þess að gera við þær svo við fengum rafvirkja um borð í morgun og hann fann orsökin en að sjálfsögðu átti hann ekki varahlutinn og varð að panta hann frá Bodö.
 
Það er eitt jákvætt veðrið leikur við okkur svo kom Polar atlantic í gær að ná í net og ég verð að segja að það var hálf asnalegt að sjá þá koma fara upp að kaja ná í það sem þeir þurftu og svo bara fóru þeir og við á Polarfangst sátum bara eftir og bilaðir eins og venjulega.
 
27.feb 2014 örnes 009
 
 
Polar Atlantic að koma í gær.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
27.feb 2014 örnes 010
 
 
Það er búið að vera flott vertíð hjá Age og félögum búnir með þorskkvótann rétt tæp 300 tonn tóku það á fjórum vikum og núna ætla þeir að reyna við ufsann í mánuð.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 
 
27.feb 2014 örnes 011
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
27.feb 2014 örnes 006
 
 
Hurtigrutan kom að sjálfsögðu í dag.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Polarfangst alltaf nóg að gera.


Á föstudaginn er orðið ljóst að við yrðum að vera hérna yfir helgina af því að varahlutirnir komu ekki. Þá datt skotanum í hug að það væri kannski snjallt að að athuga með aðalvélina útaf hverju olíuþrýstingurinn væri alltaf svona lágur eða rétt um rúmlega bar þegar vélin væri í gægagangi og skotinn hringdi í Nohab Polar í Glasgow og hann sagði honum að svona lágur þrýsitngur væri bara alveg á mörkunum. Í Polarfangst er 1800 ha Nohab Polar V 8 vélin.
Warsila polarfangst 011
 
 
Svo við byrjuðum á því að taka olíudæluna frá hún reyndist vera ok þá tókum við næst frá Yfirfallsloka sem þeir héldu að stæði kannski opin. Það reyndist ekki vera.
 
Þá var ráðist í það að rífa lokin utan af vélinni og kíkja inn og svo var varasmurolíudælan keyrð og séð hvort kæmi eitthvað höfuðlegunum ( held þær heita höfuðlegur). Og það var alveg greinilegt að á cylender 4 0g 8 pissaði olían út eins og á belju á beit eða svo sagði skotinn ég hef nú aldrei séð belju míga.
 
 
 
 
 
Þá var farið að rífa og legurnar teknar frá við cyl 4 og 8 og þá kom það bersýnilega í ljós að legan í cylender 8 var skemmd.
Warsila polarfangst 006
 
 
Hér sjáum við leguna fyrir stimpill nr 8 en hvers vegna hún er skemmd hef ég ekki hugmynd um.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Warsila polarfangst 007
 
 
 
Nærmynd af legubakkanum. Svo þetta er búið að vera ánægjuleg helgi hjá okkur hérna um borð í Polarfangst held það sé nokkuð ljóst að við förum ekki á mánudaginn.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Vinnuaðstaðan er ekki góð því það er frekar þröngt í kringum vélina.
 
Warsila polarfangst 010
 
 
Hér sjáum við inn í vélina sjáum þarna sveifarásinn við mældum hann í dag og það var ekki mjög jákvætt munaði einum nærri einum mm frá miðju að enda á þykkt og John Duncan Polar fræðingurinn er ekki ánægður með það en ég hugsa samt við munum setja þetta saman með nýjum legum og vona það besta.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Þetta eru svo sem ekkert skemmtilegar myndir en þetta er það eina sem maður er búinn að gera þessa helgina
 
Warsila polarfangst 012
 

Enn er komin helgi

Og við ekki farnir, við bíðum eftir varahlutum í gírinn við erum búnir að fá nokkurn veginn staðfest að þeir verði hérna á mánudag. Svo það er lítið annað að gera en að bíða og finna sér eitthvað að gera. 'Eg hef verið að láta tímann líða með því að vinna í Öyfisk búinn að koma netaspilinu í gang laga til og gera klárt sem átti að gera klárt þar um borð fyrir síðustu vertíð. Svo það er nóg að gera síðan hefur Joe verið að leika sér í vélinni á Polarfangst taka af smurolíudæluna og fleira bara svona til að hafa eitthvað að gera.

 

En vonandi ættum við að geta farið í næstu viku en ég sagði það reyndar einnig í síðustu viku. 

21 feb 2014 005

 

 

Þessi fallegi bátur er að vinna í nágrenni við okkur að koma upp nýjum flotbryggjum. Alveg einstaklega fallegur þessi

 

 

 

 

 

 

 

 

21 feb 2014 002

 

 

 

En það er kannski ekki fegurðin sem skiptir máli í þessu heldur er  það notagildið.

 

 

 

 

 

 

 

Þessir er að búa til 70 ný bátapláss við smábátahöfnina hérna í Örnes. Það koma stórt skip með fimm svona flotbryggjur í síðustu viku.

18.feb 2014 001

 

 Hér sjáum við dallinn sem kom með bryggjunar ekki góð mynd en ég læt hana flakka með

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Svo kemur einn af góða veðrinu en þetta er alveg ótrúlegt það er bara búið að vera blíða hérna síðan fyrir jól. Þessi bær hlýtur bara vera eitthvað tengdur Bíldudal.

21 feb 2014 006

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jón Páll Jakobsson

Höfundur

Jón Páll Jakobsson
Jón Páll Jakobsson

Er fæddur í Reykjavík rétt fyrir gos en uppalinn á Bíldudal, Útskrifaður frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993 og hef starfað við það síðan, er giftur og á 4 börn. Er forfallinn Aston Villa stuðningsmaður.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 1000012950
  • Messenger creation FA854288-631B-469C-BE10-7BEBDB104BDF
  • 1000012945
  • 1000012965
  • 1000012866

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 136000

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband