18.2.2014 | 21:39
Pikkfastir við bryggjuna ennþá.
En vonandi fer að verða breyting á því, vegna þess að varahlutirinn á að vera tilbúinn á morgun og þá getum við kannski farið fyrir helgi. Haldið norður að reyna að veiða einhver kvikindi. Á morgun er einnig mánuður síðan ég koma til Noregs svo það er nú löngu kominn tími til að koma sér á stað.
Annars er alveg landburður á fiski núna allir að gera það gott og er víða búið að setja takmörk á flotann t.d þar sem við erum að fara að landa er búið að takmarka dagsskammtinn við 40 tonn á bát. Og í Loften eru margir búnir setja 800 kg til 1000 kg á mann. þ.e.a.s ef þrir kallar eru um borð meiga þeir koma með 3000 kg af slægðum og hausuðum fiski. Það hefur farið saman núna frábært fiskerí og algjör rjómablíða frá áramótum. Var að lesa það í Kyst og fjord að aflaverðmætið sem fer í gegnum norsk rafisklaget(nánast allur fiskur fer í gegnum þá) er komið vel yfir milljarð norskar króna frá áramótum sem er þónokkuð meira heldur en var á síðasta ári og vertíðin rétt að byrja, síðasta vika var sú besta eða aflaverðmæti upp á tæpar 260 miljónir og meirihlutinn af þessu er ferskt hráefni þ.e.a.s fiskur sem fer í landvinnslu. Þrír bátar undir 11 metrum er nú þegar komnir yfir 100 tonn í frjálsu veiðunum, svo liggur sjarkinn minn í Grindavík það er alveg ljóst að fiskast ekkert á hann þar. Nú er komið á stefnuskrána að koma honum út í mars svo hægt verða að byrja fiska eitthvað. Bara verst að maður hafi þá bara engann tíma til að fara heim á Dalbrautina.

Lítið hefur verið myndað síðustu daga fór reyndar í göngutúr á sunnudagsmorgun og tók þá nokkrar myndir af Yara Jenta snekkjunni sem þeir í Yara eiga.

Hún er flott stelpan. Væri gaman að vera bóndi og kaupa mikinn áburð frá Yara þá fengi maður kannski að fara í siglingu með þessum
Hér sjáum við svo Polarhavn úps Polarfangst.

Síðan fór ég og kíkti á eina af bækistöðvum Pola útgerðarinnar.

Farið aðeins að láta á sjá orðið frekar hrörlegt

Held að það myndi ekki borga sig að setja eitthvað þungt á þessa bryggju.

Og undirstöðvarnar undir húsinu eru orðið kannski fullvarasamar fyrir mikla umferð allavega.
Síðan auðvita kom Hrutigrutan og ferjan Örnes eins og alla aðra daga.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2014 | 09:06
Polarfangst bundinn enn við bryggju.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2014 | 20:45
Allt að verða klárt.
Polarfangst er klár og á morgun er fyrirhugað prufukast og ef allt verður í lagi er ekkert nema setja á fulla ferð Norður á bóginn og reyna að byrja fiska.

Hérna erum við félagarnir að prufa Vacumdæluna ( MMC) og hún bara svínvirkaði svo vonandi á næstu dögum mun þorskurinn flæða í gegnum þetta rör áleiðis í vinnsluna í Tufjord.
Síðan gerðist það í dag að Holmvag yfirgaf heimahöfnina og hélt á vertíð í Röst mannaður íslenskum netajöxlum. Það var nú planið að hann myndi fara í gær en vegna tæknilegra vandamála varð ekkert úr því fyrr en í dag. Svo þetta er allt að koma Polarhav farin og nú Holmvag svo vonandi Poalrfangst mjög fljótlega þá er nú búið að grisja flotann allverulega aðeins Strömoygutt og Öyfisk eftir.

Hér sjáum við skipper Jóhannes gera sig klárann að leggja í hann.

Og hérna æða þeir á stað gefa Deutz mótornum hressilega inn og fáum þennan flotta reyk frá vélinni.

Og hér sigla þeir í burtu í þessari renniblíðu sannkallaðri Bíldudalsblíðu.
Já það var alveg mjög gott veður í dag SA 0 metrar á sek en fór um 0,25 m í kviðum.

Hér er ferjan Örnes í blíðunni í dag.

Það var flott veður hjá okkur í dag reyndar hefur ekki blásið hérna síðan ég kom fyrir tæpum þremur vikum síðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2014 | 07:25
Polarfangst gerður klár.




Þetta er fullvinnsluskip þ.e.a.s við fengum fiskinn flakaðann beinhreinsaðann sem sagt tilbúinn í pottinn.

Þetta er 25 feta Viksund með 40 ha Yanmar 3 cyl.
Þarna leggja þeir í hann aftur félagarnir því Finn hafði háseta með sér þennan daginn.
Siðan kvaddi dagurinn okkur með þessu flotta sólarlagi.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2014 | 20:20
Polarhav farinn



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2014 | 21:07
Fyrsta færsla í Febrúar








Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2014 | 07:10
Lítið að frétta.
En samt nóg að gera. Nú er Polarhav nánast orðinn klár til að sigla en vantar leyfið til að sigla en útgerðarmaðurinn stendur í einhverju braski, flytja til kvóta og það virðist nú ganga eitthvað hægt því strákarnir eru búnir að bíða síðan 9. janúar. Og orðnir ansi pirraðir
Holmvaag er einnig að verða klár. Svo hann getur farið af stað til veiða, stefnir allt í að hann verði mannaður eingöngu íslendingum þessa vertíðina.
Svo er það verkefnið endalausa "Öyfisk" en það virðist ætla að verða eílífðarverkefni en eíns og ég sagði í gær við Finn Arne vin minn þegar hann spurði hvenær Öyfisk færi slipp þá svaraði ég við færum annað hvort í Sandnessjoen eða eitthvert annað en hvort það verði á þessu ári eða því næsta það væri ekki alveg komið á hreint..

Örnes í gær.

Örnes að vakna.

Hér sjáum við Hurtigrutaskipið höfum bara nafnið á íslensku " Vesturállinn " að koma að sunnan til Örnes.

Þessi er tekin frá höfninni í Örnes.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2014 | 20:36
Noregur Noregur
Eða á maður að segja Ísland því við erum orðnir svo margir hérna íslendingarnir að, innbyggjarnir eru bara farnir að tala um íslensku innrásina. En nú eru sjö stykki hér um borð í Polarhav. Annars er lítið að frétta nema nú starfa ég sem hálfgerður útgerðarstjóri að koma flotanum ósigrandi af stað.
Veðrið hefur leikið við okkar alltaf logn en smá galli við höfum nokkuð mikið frost.
Planið er að koma Öyfisk í slipp, Holmvaag um í Röst og Polarfangst og Polarhav í Lofoten síðan mun Polar Atlantic að fara í offshore í feb má segja að það sé of mikið að gera.

Það getur verið fallegt í Örnes.
Og nú má segja að maður sér orðinn formlega norskur útgerðarmaður kominn með leyfi fyrir trillu.

Svo í lokin ætla ég að setja myndir inn af spilinu af Strömoygutt N-87-ME, þetta er fyrir Gylfa vin minn í Vélsmiðjunni Loga á Patreksfirði af því við um tekið nokkur spjöllin um þetta spil.



Svo alveg í lokin mynd af gamla Öyfisk.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2014 | 10:04
Með hækkandi sól.




Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2014 | 22:59
Fyrsta færsla ársins.



Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar