21.3.2013 | 17:59
Jæja
Jæja já nú er skreien (þorskurinn) búin að þétta sig alverulega hérna við eyjuna kominn heilt upp í kantinn, þar var svona 20 fm breytt lóð við botninn í morgun frá 55 fm niður á 70 fm þá fór það að minnka. Keyrðum við sennilega í ca 15 til 20 mín í svona lóði. Bátarnir hreinlega þora ekki að láta vaða inn í hauginn. Fengum fréttir áðan að einhver hefði fengið yfir 10 tonn í eina trossu þarna. Við færðum trossur þarna í jaðarinn í dag en annars áttum við okkar tvær trossur dýpra og var sú sem stóð fyrir neðan 80 fm bara hálf tóm hinn sem var grynnra gaf ágæt. Og eins og ég sagði áðan eru bátarnir bara svona rétt að gæla við hauginn leggja svona þegar lóðið fer að minnka.
Gott veður var í dag og er góð veðurspá flest allar verkanir eru búnar að loka fram yfir páska þannig að meira pláss verður til að koma netunum niður, fyrir svona íslenskann græninga.

Svona var veður snemma í morgun á útleiðinni. Varla hægt að hugsa sér það betra.

Haugei á leiðinni út í morgun búinn að setja upp messann, þetta er bátur frá sama stað og okkar bátur kemur frá.

Storegg í dag en þetta er gamli Brattskjer kanski ekki svo gamall flottur bátur.

Og svona ein mynd fyrir strandveiðimennina heima skakbátur (juksasjark). Svona gera þeir þetta hérna langar stangir út beggja megin og svo dóla þeir upp í eru flest allir með skiptiskrúfu og svo ef það er kaldi er bara dólað upp í vindinn ekki svo vitlausir nojarinn.

Beðið eftir löndun hjá Jangaard. En þar er nú unnið 7. daga vikunnar frá 0700 til ca 0200 á nóttunni. Og reikna þeir með að svona verði þetta langt fram yfir páska. Allt í saltfisk. En eins og ég sagði fyrr er aðrar verkanir hérna búnar að loka eða við það að loka fram yfir páska.

Hapvag að leggja í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2013 | 18:19
Þetta mjakast.
Samt held ég að ég verði ekki aflakóngurinn hérna í Röst. Við náum bara ekkert að draga t.d í gær drógum við eina trossu með 18 netum og fengum í hana um 4 tonn og það var bara nóg fyrir okkur við erum bara ekki nógu vel mannaðir ég segi að um borð er bara mannskapur upp á 2,5 stk en ætti ef allt væri eðlilegt að vera 4 stk. Held við séum búnir að fiska um 20 tonn af slægðum og hausuðum fiski og hefur snittverð verið um 11. krónur norskar fyrir kg. Á morgun erum við með eina 15. neta trossu í sjó og vonandi fáum við nóg í hana svona kallinn þurfi ekki að ganga um með hauspoka eina og í síðustu viku.

Nóg að gera.
Eyjan Röst er alveg stórmerkilegur staður að heimsækja hér snýst allt um fisk og þá sérstaklega um törrfisk (skreið) og svona hefur það verið síðan 1432 að Ítalir komu hérna og strönduðu á þessu skeri. Hér er mjög hentugt að verka skreið og þessi verkun á fiski hefur haldist nánast óbreytt síðan eða frá 1432. Þær fiskverkanir sem eru hér eru allar gamlar þ.e.a.s búnar að vera starfandi í áratugi og jafnvel yfir 100 ár og sumar þeirra eru en að skipta við sömu ítölsku fyrirtækin í áratugi t.d í Greger er fjórða kynslóðin að reka verkunina og þeir eru að selja sömu aðilunum eins og afi gerði eins og langafi gerði og langalangaafi gerði.

Allstaðar er skreið allir hjallar að verða fullir. Já eins og ég sagði er mjög hentugt að verka skreið hérna t.d er meðalhiti í janúar +3*C. og mikill blástur getur verið hérna svo kjöraðstæður til að verka skreið.
Hér búa 600 manns allt árið og eru maðaltekjur á hvern íbúa um 380 þúsund norskar krónur á ári ( um 8 miljónir íslenskar miðað við gengið í dag).
Og hér er stöðugt atvinnulíf og enginn fólksflótti. t.d er bæði skóli og leikskóli fullsettnir og Röst það sveitafélag í Nordland fylki sem er með hæðstu Prósentu af ungu fólki og lægstu prósentu af fólki gömlu fólki yfir 80 .


Að allt öðru eða þó hérna er það til siðs að flagga norska fánanum þegar kvótinn er búinn og hér sjáum við Vigdisi með flaggið upp Vigdis kláraði kvótann í gær voru kallarnir fyrstir til að klára hjá Jangaard verkunin. Ætli við flöggum bara ekki íslenska fánum ef við náum að klára.
Og svo í lokin tvær myndir önnur af bát sem heitir Haapvaag og svo flottasti norski netabáturinn Nesjenta.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2013 | 18:50
Eftir góða byrjun kom bara búmm og búmm
Já eftir góða byrjun kom bara reiðuleysi fengum ekki upp á hund trossunar voru bara tómar. Var undirritaður farinn að stór efast um sjálfan sig hvað hann væri nú að þvælast þetta og láta hlægja af sér í einu mesta fiskiplássi í Noregi Röst. Líka sagði ég við fiskkaupandann ef þetta færi ekki að lagast myndi ég fara ganga með hauspoka. Já þó það sé metkvóti verður þú sennilega að leggja þar sem fiskurinn er.
Það er nú samt bjartara yfir þessu núna síðustu tveir dagar hafa verið betri og allir tala um að það sé " massa fisk" suður af Skomvær sem er vestasta eyjan hérna við Röst og hann eigi allur eftir að síga inn á móti. Fiskkaupandinn segir reyndar að vertíð sé ekki hafin af því ennþá er ufsi í aflanum þegar þorskurinn kemur á fullum krafti hverfur allur ufsi af svæðinu.
Við erum að draga 50 neta á dag núna ( 30 íslensk net). Og var t.d rétt tæp 3 tonn í dag af slægðum og hausuðum þorski.

Nokkrar skrei að koma í dag í rjómablíðu

Slæging í dag.

Sést kanski ekki of vel á þessari mynd en hún er tekin kl 0500 í morgun þegar trafíkin byrjar þegar sigla út frá þessari eyju ca 200 bátar. Þá er bara koma sér í röðina og halda sinn stefnu bátur á stjór bátur bak fyrir framan og fyrir aftan þig. Fyrir nokkrum árum gerðu út 600 bátar hérna á vertíðinni en nú eru þeir bara 200 mér finnst það alveg nóg mikið.

Þessi er ekki stór eða þó. 14,88 metra langur rúmlega 5 metra langur.

Þessi er ekki ýkjastór nema hann er yfir 6.metra breiður net öðru megin og autoline í bakborða. held 14 metra langur.
Læt þetta nægja í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2013 | 06:35
Vertíðin hafin
Já við sigldum til Röst snemma á laugardagsmorgun og lögðum tvær trossur samtals 30 net ( um 17 íslensk því eitt norskt er styttar en íslenskt). Svo var farið í land og þá fengum við þær fréttir að verkunin sem eigum að landa hjá er bara full af fiski svo við urðum að landa slægðum fiski ( slægður fiskur í Noregi er án haus og þannig aðeins meiri vinna en á Íslandinu).
Því var fyrsti dagurinn í lengra lagi vorum ekki búnir að draga fyrr en kl ellefu um í gærkveldi mjög gott var í fyrri trossuna en aðeins minna í þá síðari.

Fyrstu trossunni lokið á vertíðinni. Við erum þrír í áhöfn ég Björn Björnsson og svo litái sem hefur aldrei farið á fiskibát svo þetta var dálítið erfitt.

Björn byrjaður að slægja allt fullt en í þessa trossu var ca 4 tonn miðað við fisk upp úr sjó.
Svo nóg virðist af fiskinum og margir bátar hérna.

Havstjerna ( ex Eyvindur)

Bolga að bíða eftir löndun íslensk smíði og íslensk gæði.

Löndun hjá Greger á Laugardaginn alveg nóg að gera og þar var slæging langt fram á sunnudagsnótt.

Löndun í gær hjá Jangaard
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2013 | 20:50
Allt að verða klárt.
Allt að verða klárt netin komin um borð. Og eftir morgundaginn verður allt klárt til að sigla til Röst og taka þátt í Lofoten vertíðinni 2013.

netin gerð klár.

Búið að steina niður 50 net.
Svo er bara vona að við fáum godt forhold og mikinn fisk.

Polarfangst að koma í gærmorgun eftir langa siglingu úr Norðursjónum.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2013 | 21:24
Þá er það orðið nokkuð ljóst.
Já af því að við fáum ekki afgreidda rekkrullen (netarúlluna) frá Rapp-Hydema fyrr en 22 mars, og því verða ekki verða dregin net á Öyfisk fyrr en í fyrsta lagi fyrr en eftir páska. Svo við förum yfir á Holmvaag

Kvótinn á honum er 145 tonn af óslægðum þorski og förum við Röst og löndum hjá John Greger sem er verkun sm var stofnuð 1920 og er nú rekin af þriðja kynslóð afkomanda. Þeir verka aðallega í skreið en eru svo með samning við saltfiskvinnslu sem tekur umframfisk .
Svona útidúr hvað ætli séu margar fiskverkanir á Íslandi sem hafa verið starfandi yfir 90 ár.
Í dag vorum við að standsetja Holmvaag starta um vél kveikja á kabyssunni og svona reyna gera þetta vistlegt fyrir næstu þrjár vikur í Röst. Svo á morgun byrjum við að steina niður netin og á mánudag eða þriðjudag gætum við farið á stað, ef ég væri orðinn 100% norðmaður myndi ég skrifa færum á stað í næstu viku.

Hér er mynd af Holmvag sem er tekin fyrir tveimur vikum.
Fyrripartinn í dag var snjókoma en þegar líða tók á daginn létti til og gerði fínt veður. Seinni partinn tók ég þessar myndir.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2013 | 21:09
Önnur vikan hafin
Nóg hefur verið að gera um borð í Öyfisk að gera klárt og nú er farið að halla á seinnihlutann. Nánast allt er orðið klárt, nema netarúllan er ekki komin ennþá eins er með glussalagnir sem pantaðar voru.
Lofotenfiskeríið er ekki byrjað nema að utanverðu ekki kominn fiskur að innanverðu eða við eyjuna Röst. En sennilega gerist það í þennan straum og nú hefur hann blásið hraustlega frá SW og þá kemur fiskurinn segja þeir. Mikill ótti er með að fá löndun fyrir aflann, og er jafnvel talið að sumir fái bara ekki löndun. Aðaláherslan í Lofoten er að hengja upp í skreið og nú er talað um að um leið og hjallarnir fyllast muni verkanirnar loka vegna þess að þær hafa ekki nein kaupanda af fiskinum ( gæti verið möguleiki fyrir Íslendinga að fá fisk) í fyrra t.d fór allur umframfiskur þegar hjallarnir eru orðnir fullir í saltfiskvinnslu á Álasundssvæðið en nú hafa verkendur þar ekki eins mikinn áhuga að kaupa fisk eins áður vegna sölutregðu.
Við erum með löndun klára bæði í salt eða í skreið, skreiðaverkunin borgar heldur betur eða um 14,5 kr(290 íslenskar). á kg á meðan saltfiskverkunin borgar 12,0 (220 íslenskar).

Hér sjáum við spilið komið á sinn stað. Vantar samt rúlluna.

Niðurleggjari kominn á sinn stað

Svo getur verið að við förum einnig á Holmvaag sem er svona venjulegur vertíðarbátur eins og þeir voru í eina tíð. Já það getur verið að við tökum kvótann á hann einnig hvort það verður fyrst eða eftir að búið verði að veiða kvótann á Öyfisk. kemur ljós í lok vikunnar.

En hér sjáum við niður á Holmvag og er hann klár til að fara á stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2013 | 20:47
Netaspilið komið á sinn stað.





Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2013 | 18:31
Lítið um að vera
Já rólegt í Norge nógur tími til blogga. Öyfisk er orðinn klár fyrir næsta verkefni en það er að taka um borð netaspilið og koma því á réttann stað. Vonandi verður hægt að byrja á morgun en þá fjölgar líka í áhöfninni svo þetta er allt að koma.
Eftir vinnu var tekinn smá bryggjurúntur en mjög gott veður var í dag.

Höfnin í Reipa í dag.
Þessi er greinilega búinn að læra eitthvað að íslendingum karavæddur.

Hefði nú kannski átt að kaupa minna kar heldur en 660 ltr kemst ekki niður lest nema stækka bátinn.
En hvaðan skildi nú karið koma frá.?

Jú frá Ísafirði merkt því mikla aflaskipi Guðbjörgu ÍS 46. Þannig má segja að karið muni sinn fífill fegri en svo má segja að eins manns dauði er annars manns brauð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2013 | 18:05
Þá er það Noregur
Já nú kallinn kominn til Noregs og ætlunin að reyna veiða nokkra þorska koma Öyfisk í drift.
Öyfisk liggur akkúrat á sama stað og þar sem við Hlynur skildum við hann við gömlu trébryggjuna. Eftir að búið var að fara yfir það helsta í gær og í dag gangsetti ég allt í dag og allt virkaði eins og í haust. Það er búið að vera kalt hérna frostið hefur farið niður fyrir 11 gráður og eitt vatnsrörið í Öyfisk þoldi það ekki og sprakk svo nú er verið að skipta um það en á meðan er ekkert vatn í skipinu.

Það má segja að það sé frekar vetrarlegt hérna snjór og kalt ekkert skilt við fyrirheitnalandið

Veðurfræðingarnir eru eitthvað að lofa betri tíð það eigi að hlýna og byrja rigna. En í dag var hitastig við frostmark og t.d var snjókoma hérna í Örnes en þegar maður keyrði út í Reipa sem er svona ca 10 mín akstur frá Örnes var snjókoman orðin að rigningu.

Ég sá findusvörur í búðinni í dag en ekki lasagne, þar sem ekki var til lasagne keypti ég, mér hakk af storfe (stórgripum) hefði látið það vera ef það hefði verið að smáum dýrum .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Jón Páll Jakobsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 136001
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar